Velferð í fyrirrúmi - eða hitt þó

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna byrjaði sinn feril með upphrópunum um, að hagur heimilanna og þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu yrði hafður í forgangi í anda norrænna velferðarstjórna.

Afar lítið hefur farið fyrir efndum í þessum efnum, enda stjórnarflokkarnir meira en uppteknir í baráttu innbyrðis og sín í milli, um ESB, Icesave, stóriðjumál o.fl., o.fl., þannig að norrænu velferðarmálin hafa ekkert komist að.

Í darraðardansinum vegna ofangreindra mála, hafa t.d. málefni öryrkja og aldraðra algerlega gleymst og nú hefur Landssamband eldri borgara sent frá sér harðorða athugasemd vegna vanefnda ríkisstjórnarinnar í þeim málum, sem að öldruðum snúa.

Í yfirlýsingu landssambandsins segir ma:  "Það hefur verið viðtekin venja, að lífeyrir aldraðra hækkaði í samræmi við hækkun lágmarkslauna.LEB væntir þess, að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna fylgi þeirri venju og geri ekki verr við eldri borgara en fyrri ríkisstjórnir í því efni."

Í stjórnarandstöðu náðu Vinstri grænir oft ekki upp í nefið á sér, fyrir reiði yfir því hve fyrri ríkisstjórnir voru vondar við öryrkja og eldri borgara.

Það er hart að áminna þurfi "norrænu velferðarstjórnina" svo harkalega, eftir því hvernig fulltrúar hennar töluðu í stjórnarandstöðunni.  

Ríkisstjórnin minnir enn á umskiptinginn í þjóðsögunni.


mbl.is LEB andvígt því að grunnlífeyrir falli niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband