Raunveruleg spilling

Nú þegar Páskahelgin er að verða liðin og fréttamiðlar hafa velt sér nokkra hringi upp úr fjármálum stjórnmálaflokkanna og niðurstaðan orðin sú, að ekkert ólöglegt sé þar að finna, þó stóru styrkirnir til Sjálfstæðisflokksins hafi komið frá óheppilegum aðilum.  Þessir óheppilegu aðilar voru að vísu óskabörn þjóðarinnar á árunum fyrir 2008, en nú vill að sjálfsögðu enginn kannast við ást sína á þeim.

Á þessum tíma var Jón Ásgeir Jóhannesson einn dáðasti og virtasti sonur þjóðarinnar og er reyndar átrúnaðargoð ýmissa ennþá.  Nú berast fréttir af gerðum hans, að vísu erlendis frá, mánuðina áður en Baugur Group fór í gjaldþrot.  Ýmsar eignir eins og "skíðakofi" í Frakklandi, íbúðir og aðrar fasteignir í London og Danmörku voru fluttar úr Baugi Group yfir í einkafélag Bónusfeðga síðast liðið haust.

Þetta segja fulltrúar Baugs að sé allt saman fullkomlega löglegt og eðlilegt vegna skulda Baugs Group við feðgana.  Nú er það svo, að Baugur Group skuldaði mörg hundruð milljarða króna til ýmissa lánadrottna sinna og engum sögum fer af því að eignir hafi verið fluttar til þeirra stuttu fyrir gjaldþrotið.  Félagið hefði reyndar ekki orðið gjaldþrota, ef það hefði átt nægar eignir á móti skuldunum.

Nú þegar Páskaboðskapur fjölmiðlanna um fjármál stjórnmálaflokkanna er genginn yfir, þó ekki sé vafi á því að þeir munu með einhverjum hætti halda áfram að djöflast á Sjálfstæðisflokknum, væri ekki úr vegi að þeir sneru sér að raunverulega fréttnæmu efni, sem er spillingin kringum bankana og útrásarvíkingana.

Sú spilling er fréttaefni erlendis. 

Ætlast verður til að hægt verði að fylgjast með þessum fréttum í íslenskum miðlum.

 


mbl.is Tilfærslur eigna úr búi Baugs rannsakaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bónus- og FL klærnar voru víða. Heilagur Davíð sakaði Jón Ásgeir um mútutilraun á sínum tíma og Sjallarnir trúðu því. En núna ? Er engu illu trúandi á þetta lið lengur? Bara af því að flokkurinn gæti hugsanlega ef til vill og kannski átt hlut að máli? EN ÞÚ MISSTIR EFLAUST AF ÞESSARI FRÉTT  ''KOMMALIÐSINS Á RUV''

Fyrst birt: 12.04.2009 17:30
Síðast uppfært: 12.04.2009 19:51

FL Group með fingurna í REI-málinu

Stýrihópur um málefni REI og Orkuveitunnar furðaði sig á því á sínum tíma að FL Group hafi haft bein áhrif á gerð 20 ára einkaréttarsamnings sem gera átti um útrásarverkefni Orkuveitunnar og innifalinn var í samruna orkufyrirtækjanna REI og Geysis Green Energy.

Þetta kemur fram í lokaskýrslu stýrihópsins sem skilað var í febrúar í fyrra. Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn sátu í stýrihópnum og skrifuðu undir skýrslurnar. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um þjónustusamning sem gera átti við REI. Samningurinn átti að veita REI einkarétt til 20 ára á öllum verkefnum Orkuveitunnar erlendis og aðgang að starfsfólki hennar. Fyrir þetta átti að greiða 10 milljarða.

Í skýrslu stýrihópsins segir að við vinnu hans hafi komið í ljós að FL Group, sem hafði verulega fjárhagslega hagsmuni af því hvernig þjónustusamningur milli Orkuveitunnar og REI yrði, hafi haft bein áhrif á samningsgerðina eins og fram hafi komið í tölvupóstssamskiptum milli FL Group og Orkuveitunnar. Þá segir að þetta verði að teljast óeðlilegt í ljósi þess að samningurinn var á milli tveggja fyrirtækja í meirihlutaeigu borgarinnar og formleg staða FL Group gagnvart þeim fyrirtækjum engin. Hópurinn telji þannig að hagsmunum Orkuveitunnar hafi ekki verið gætt nægilega vel við samningsgerðina.

Í skýrslunni segir ennfremur að stýrihópurinn gagnrýni sérstaklega þau vinnubrögð að aðkoma einkaaðila að verkefninu hafi verið með þeim hætti að einum tilteknum aðila stæði aðildin til boða án þess að eðlilegs jafnræðis hafi verið gætt milli aðila.

Meðal þeirra sem undir skýrsluna skrifa voru Hanna Birna Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins.

Einkaréttarsamningurinn var innifalin í samruna REI og Geysirs Green Energy sem samþykktur var á stjórnarfundi Orkuveitunnar í október 2007. Fulltrúar minnihlutans, meðal annars Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi vinstri grænna, hefur gagnrýnt að efni einkaréttarsamningsins hafi ekki verið kynnt þegar fyrirhugaður samruni orkufyrirtækjanna tveggja var kynntur.

Í skýrslunni segir ennfremur að stýrihópurinn gagnrýni sérstaklega þau vinnubrögð að aðkoma einkaaðila að verkefninu hafi verið með þeim hætti að einum tilteknum aðila stæði aðildin til boða án þess að eðlilegs jafnræðis hafi verið gætt milli aðila.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, segist ekki hafa haft  hugmynd um styrkina frá FL Group og Landsbankanum til Sjálfstæðisflokksins í árslok 2006. Vilhjálmur segir að það séu dylgjur að segja að tengsl sé milli REI-málsins og styrks FL Group og virðast settar fram í annarlegum tilgangi - til að draga athyglina frá kjarna málsins.

Stuttu eftir að FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn stofnaði fyrirtækið Geysir Green Energy en markmið þess var að taka þátt í einkavæðingu orkufyrirtækja.

FL Group veitti Sjálfstæðisflokknum þrjátíu milljón króna styrk 29. desember 2006. 5. janúar 2007 stofnuðu FL Group, Glitnir og VGK-Hönnun orkufyrirtækið Geysi Green Energy. Í fréttatilkynningu frá þessum tíma segir að tilgangur félagsins sé að fjárfesta í verkefnum tengdum sjálfbærri orkuframleiðslu víðs vegar um heim. Félagið muni einbeita sér að tækifærum í nýtingu jarðvarma, fjárfestingum í þróun og byggingu jarðvarmaorkuvera, annast yfirtöku á jarðvarmaorkuverum í eigu orkufyrirtækja og taka þátt í einkavæðingu orkufyrirtækja þar sem tækifæri gefist. Jafnframt segir að FL Group verði leiðandi hluthafi í Geysi Green Energy. Eignarhaldsfélag Hannesar Smárasonar á fimmtungshlut í FL Group og Baugur fimmtungshlut.

Tveimur mánuðum síðar stofnaði Orkuveita Reykjavíkur sérstakt félag, Reykjavík Energy Invest, um útrásarverkefni sín. 11. júlí 2007 er farið að tala um samvinnu REI og GGE. Á stjórnarfundi í REI í júlí er samþykkt að REI og Geysir Green Energy bjóði sameiginlega í hlut í orkufyrirtæki á Filippseyjum. 3. október samþykkti stjórn OR að stefnt skuli að samruna REI og GGE inni í því var einkaréttarsamningur til 20 ára um alla útrás Orkuveitunnar.

frettir@ruv.is

DRILLI (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 11:06

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Drilli:  Þú gleymir (viljandi) hverjir stöðvuðu REI ævintýrið í borgarstjórn.  Það voru svokallaðir "sexmenningar", þ.e. sex af sjö borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins.  Þess vegna sleit Björn Ingi meirihlutanum með Sjálfstæðisflokknum og gekk til liðs við vinstri flokkana og myndaði nýjan meirihluta.  Ertu líka búinn að gleyma bloggunum hans Össurar Skarphéðinssonar, sem margsagði að með þessu hefðu Sjálfstæðismenn haft hundruð milljóna króna hagnað af Reykjavíkurborg og Orkuveitu Reykjavíkur?

Þó vinstrisleikjur ríkisútvarpsins reyni hvað þeir geta til að tengja styrkina til Sjálfstæðisflokksins við spillingu, þá tekst það ekki, vegna þess hverjir stöðvuðu REI.

Þú verður a.m.k. að samþykkja það, að þetta hefur þá verið mikið vanþakklæti sjálfstæðismannanna.

Axel Jóhann Axelsson, 13.4.2009 kl. 12:09

3 identicon

Baugur, gaumur og hvað öll þessi félag JÁJ heita eru ábyrg fyrir mjög stórum parti af okkar vandamálum.

 EN AF HVERJU HELDUR FÓLK ÁFRAM AÐ VERSLA VIÐ ÞESSA GLÆPAMENN !!!!!!

Þvílíkir aumingjar við Íslandingar erum !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 12:13

4 Smámynd: Hörður Einarsson

Hvaða félag JÁJ skyldi nú kaupa einkaþotuna, snekkjuna og íbúðina á Manhattan. Áreinalega einhvert félag á einhverri eyju sem enginn veit hvar er.

Hörður Einarsson, 13.4.2009 kl. 17:51

5 identicon

jarðvegur spillingar er m.a. óhóflegir fjárstyrkir. Potential hazard mætti kalla það.Til að koma í veg fyrir að slíkt gæti þó ekki  nema virst vera möguleiki spillingar var leikreglunum breytt með forgöngu m.a. sjálfstæðismanna. Þökk sé þeim. En þeim mun subbulegri virðist móttaka umræddra styrkja rétt fyrir lokun. Það þarf enginn að móðgast yfir sterkum viðbrögðum við því. Og hafi annarlegar ástæður legið að baki styrkjanna er það frábært að þetta GGE/REI mál fékk farsælan endi. En það er misjafn sauður í mörgu fé, og ekki er sjálfstæðisflokkurinn betri eða verri en aðrir flokkar þó stórir styrkir veki upp spurningar. Eðlilega. Eykt&framsókn ? Eða Baugur/FLgroup/&samfylking?  En þetta með 25 og 30 millurnar var svo sem  löglegt en úr öllu hófi og tímasetningin afleit þar að auki. Það þarf hvorki vinstri né hægri sleikjur til að  sjá það.

Drilli (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband