Ömurlegur málflutningur

Ömurlegur er málflutningur vinsta liðsins í landinu í garð Sjálfstæðisflokksins og stuðningsmanna hans.  Afar lítið er um málefnaleg rök gegn flokknum, heldur er tónninn nánast alltaf sá, að foringjar Sjálfstæðisflokksins séu siðspilltir glæpamenn og stuðningsmenn flokksins illa innrætt glæpahyski.

Þegar lesnar eru bloggfærslur, t.d. hér á mbl.is, að ekki sé talað um eyjuna, sést að málflutnignur af þessum toga er nánast einráður.  Ekki getur þetta bent til nokkurs annars en að málefnaþrot þjaki þetta fólk.  Í þessu sambandi er sennilega besta lýsingin á þessu fólki, málshátturinn góði:  "Margur heldur mig sig".

Hvað sem öðru líður, lýsir þetta betur innræti þeirra sem svona tala og skrifa, en þeim sem skeytunum er beint að.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Finnst þér vanta einhver önnur og meiri rök en siðferðileg í þessu máli? Finnst þér eitthvað vanta á að þau hafi komið fram nægjanlega?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.4.2009 kl. 09:51

2 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Sammála er ég þér þarna. Málefnaþurrðin er algjör og virðist sem skítkast og árásir vinstri manna í garð þessa eina flokks sé notuð til að drepa á dreif getuleysi núverandi stjórnar til nokkurs hlutar. Allt skal lagt í sölurnar til að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn komi sem allra verst útúr kosningunum.

Ég er svo sem ekkert að mæla þeim bót sem setið hafa að völdum nánast tvo áratugi, eitt og annað sem betur hefði mátt fara, en margt gott sem gerðist á þessum tíma sem menn sleppa alveg að halda til haga.

Og rétt er það hjá þér, að þessir sjálfskipuðu varðhundar vinstra liðsins, tjá sig með níði um allt og alla, bæði þá sem verið hafa í framvarðarsveit íhaldsins og eins þá sem ekki vilja taka þátt í níðinu. Hvort þessir menn haldi sig töffara, verða þeir að eiga fyrir sig. Mér finnst þeir aftur á móti afskaplega litlir kallar. Minnstir finnast mér þeir sem taka fram í höfundarlýsingum sínum að þeir hafi háskólapróf upp á vasann. Þetta eru þá menn, sem menntað hafa sig á kostnað þjóðfélagsins, lifað á niðurgreiddum námslánum, sem sagt afætur á þjóðfélaginu.

Hafsteinn Björnsson, 11.4.2009 kl. 09:59

3 Smámynd: Hlédís

Samúðaróskir til ykkar í Flokknum Eina! Sárt að horfast í augu við staðreyndir. Kjósið O í þetta sinn og leyfið elskulegum flokknum að fá tíma í sjálfskoðun og endurhæfingu. Annars fer fyrir honum eins og Framsókn - annarri gamalli risaeðlu.

Hlédís, 11.4.2009 kl. 10:10

4 identicon

Hlédís

Þessir menn eru allt of staðfastir til þess að geta breytt út af vana sínum. Þeir kunna ekki að skipta um skoðun enda hafa þeir alltaf rétt fyrir og vita best. Það sést best á því að allt logar í spillingu, landið eru gjaldþrota en samt hefur engin sagt af sér!

Örlög Sjálfgræðisflokksins eru ráðin.

Sigþór (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 10:32

5 identicon

Axel Jóhann. Þú lítur nú ekki út fyrir að vera unglingur eða barn og því er mér furða að þú skulir ekki þroskast frá svona barnaskaps handabendingum. Þinn flokkur ber gersamlega ábyrgðina á eginn stöðu í dag. Aðrir hafa ekkert með það að segja. Ég vill helst fá alla stórnmálaflokka burt og fá stjórnlagaþing eða þjóðstjórn. Aðeins þannig hættir þessi metingur og landinu verður stýrt almennilega.

Sá sem þér skrifar þessar línur hefur alltaf verið ótengdur stjórnmálum og óflokksbundinn. Ef allir landsmenn kysu eftir framistöðu en ekki trúarbrögðum þá værum við mun heilbrigðara þjóðfélag og ekki svona stórskuldug og tvístruð.

Ísland þarf að reka eins og fyrirtæki en ekki flokkamafíur. Þið hljótið að sjá þetta. Ef ekki þá eruð þið endanlega fastir í úrheltri hugsun sem mun bara leiða af sér glötun.

Már (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 11:28

6 identicon

Algjörlega sammmála Má

Guðmundur Guðlaugsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 11:38

7 identicon

Sæll vertu Axel.

Því fer fjarri að allir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins séu illa innrættir, og hvergi hefur maður rekist á fullyrðingar í þá átt.

Hitt er annað mál að stór hluti stuðningsmanna hlýtur að vera afar illa gefinn, þá er ég að tala um vesalings fólkið sem hefur gert hollustu við Flokkinn að trúarbrögðum. Það virðist vera algjörlega sama hvaða ógurlegu ósköp Flokkurinn býður landsmönnum upp á, alltaf skal x-ið sett við D á kjördag.

Þetta er sorglegt í meira lagi.

Guðmundur Helgason (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 11:46

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fyrirgefðu Guðmundur, að það skuli hafa gleymst að þið viljið auðvitað hafa það með að stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins séu heimskt og illa innrætt glæpahyski.

Þú ert greinilega gáfað, vel innrætt góðmenni, eins og aðrir vinstir menn.

Axel Jóhann Axelsson, 11.4.2009 kl. 13:01

9 identicon

Er ekki vinstri maður, að öðru leyti hefurðu rétt fyrir þér

Guðmundur Helgason (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 14:13

10 identicon

Eitt sinn var sagt: "Allt upp á borðið", "....skrifa hvítbók" ... og síðar: ".. skipa nefnd sem á að leita að grun um glæp". Á fundum í vetur hefur verið talað um mikilvægi siðbótar í íslenskum stjórnmálum. Samt þarf að toga sannleikann út með töngum.

Þið sem réttlætið þessa og aðra viðlíka gjörninga eruð engu betri en gerendurnir sjálfir.

Kolla (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 15:04

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kolla:  Það er akkúrat það sem er verið að gera núna, þ.e. að fá allt upp á borðið með þessa styrki.  Þetta er nú reyndar mikil taugaveiklun, sem er í gangi, þar sem engin lög voru brotin með móttöku þessara styrkja.  Ný forysta flokksins er að setja sig inn í málin og mun síðan útskýra hvernig þetta var allt saman tilkomið. 

Það þekkja allir, sem starfa eitthvað að félagsmálum, hvort sem það eru stjórnmálafélög, íþróttafélög, skátafélög eða annað, að allar klær þarf að hafa úti til fjáröflunar.  Í smærri félögum er stundum nóg að selja WC-pappír innan hverfisins, en í stórum áhugamannasamtökum, eins og stjórnmálaflokkum, þarf oftast meira til.

Það er ekki alveg á hreinu hvað þú ert að meina með "þessa og aðra viðlíka gjörninga" þar sem engin lög takmörkuðu upphæð styrkja frá fyrirtækjum til stjórnmálaflokka fyrir árið 2007

Axel Jóhann Axelsson, 11.4.2009 kl. 16:00

12 Smámynd: Hlédís

Allt upp á borðið!  

Nú er búið að fá tvo náunga til að "taka á sig" sökina af 30 milljóna STYRKJUNUM tveim!   Alltaf batnar það.  Ætlar Axel svo að halda því fram að kjósendur D-lista séu taldir hafa meðalgreind?

Hlédís, 11.4.2009 kl. 22:00

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hlédís:  Þú getur væntanlega sagt, eins og maðurinn:  "Guð, ég þakka þér fyrir að ég skuli ekki vera eins og aðrir menn" og var það auðvitað meint þannig, að sá sem þetta sagði, taldi sig miklu betri en aðra menn.

Það er rannsóknarefni fyrir sálfræðinga að skoða hvers vegna sumir telji sig svo gáfaða, að þeir séu langt yfir aðra menn hafna, og telji alla, sem hafa aðrar skoðanir en þeir sjálfir, vera heimskingja, eða a.m.k. undir meðalgreind.

Axel Jóhann Axelsson, 13.4.2009 kl. 09:44

14 Smámynd: Hlédís

Axel Jóhann!!

Þú virðist vera að skrifa um sjálfan þig? Lestu eigin pistil og athugasemdir. Þar setur þú þig einmitt á háan hest og snýrð út úr fyrir öðrum sem skrifað hafa. Hvergi sé ég þig meta almenna dómgreind annarra sérlega mikils. Svona Morfis-stælar eru varla svaraverðar, en ég geri undantekningu nú.

Vertu blessaður.

Hlédís, 13.4.2009 kl. 10:30

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Á þessu bloggi hefur aldrei verið sagt að vinstri menn séu heimskir, hvað þá að þeir séu glæpamenn upp til hópa.  Hér hefur hinsvegar iðulega verið gagnrýnt hvað bráðabirgðaríkisstjórnin heldur illa á öllum málum.  Það hefur verið gert á málefnalegan hátt með íronísku ívafi, en það er allt annað, en að halda því fram að allar þeirra gerðir séu af glæpsamlegum toga, eða gáfnatregðu.

Það er nefnilega hægt að virða andstæðinga sína, án þess að vera sammála þeim um nokkurn hlut.

Axel Jóhann Axelsson, 13.4.2009 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband