Gjör slíkt hið sama

Nú þegar öll spjót standa á Sjálfstæðisflokknum vegna fullkomlega löglegra styrkja (suma óvenju háa að vísu) á árinu 2006, neita bæði Framsóknarflokkur og Smáflokkafylkingin að opinbera hverjir styrktu flokkana og um hve háar fjárhæðir þetta sama ár.

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur brugðist við umræðunni og birt lista yfir stærstu framlög lögaðila á árinu 2006, enda allt uppi á borðinu þar á bæ og heiðarleikinn í fyrirrúmi.

Hvað eru hinir flokkarnir að fela?

Er ekki verðugt verkefni fyrir árvökula og strangheiðarlega rannsóknarblaðamenn að spyrja að því?

Ef þessir flokkar upplýsa ekki um málið, ættu menn (þ.m.t. fréttamenn) að hætta að abbast upp á eina flokkinn, sem kemur heiðarlega fram í þessu máli.


mbl.is Heildarframlög til Framsóknar 30,3 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir flokkar sem einhverra vegna treysta sér ekki til að koma fram með sundurliðaðan lista hverjir hafa styrkt þá, finnst mér nokkuð ljóst að þeir hafa eitthvað að fela.  Á meðan þeir gera það ekki er Sjálfstæðisflokkurinn eini flokkurinn sem kemur heiðarlega fram í þessu máli. 

Sammála Axel um það.

Björn H (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband