Útlagar

"Auðjöfrar" landsins eru í sjálfskipaðri útlegð frá Reykjavík að sögn breska dagblaðsins Daly Telegraph.  Einnig hefur blaðið eftir Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra, að margt sé líkt með bönkunum og Enron og vitnað í Evu Joly.  Að sumu leyti eru slíkar yfirlýsingar frá rannsóknaraðilum ekki heppilegar, því hætta er á að lögfræðingastóðið reyni að gera rannsakendurna ótrúverðuga, ef þeir eru með of stórar yfirlýsingar fyrirfram.

Ekki er að efa, að ýmislegt vafasamt á eftir að koma í ljós við þær rannsóknir, sem telja verður að séu í gangi, en um það fást litlar upplýsingar innanlands.  Þær koma aðallega úr erlendum fjölmiðlum.  Í fréttinni segir meða annars:

"Í umfjöllun Telegraph segir að á meðal margra spurninga sem rannsakendur þurfa að svara eru: Hvert fóru fjármunirnir? Hvernig tókst bönkum lands á stærð við úthverfi Lundúna að brenna upp hundruðum milljarða? Og hvað er verið að gera til að endurheimta eignir lánadrottna?"

Það er nokkuð hart, að íslenskir fjölmiðlar skuli vera á kafi í kosningabaráttu fyrir vinstri flokkana á meðan erlendir fjölmiðlar spyrja alvöru spurninga.

Nú er tímabært að þeir íslensku snúi sér að alvöru fréttum.


mbl.is Auðjöfrar landsins sjást ekki á götum Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Hókus - pókus & allt horfið.....  Þetta skítapakk er í raun "alheimsníðingar...".

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 13.4.2009 kl. 13:37

2 identicon

Það er ljóst að vinstri paranojan er að plaga þig þó nokkuð. En mundu að tilveran er ekki svarthvít, og þar með ekki pólitíkin heldur .

drilli (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 21:09

3 Smámynd: Benedikta E

Góður pistill hjá þér Axel.

Blaðrið í þessum vesældar bankamálaráðherra Samfylkingarinnar - Gylfa Magnússyni - hann er ekki hótinu betri en "þjóðhöfðinginn" á Bessastöðum - blaðrar þjóðinni til stór tjóns við erlenda fjölmiðla - í krafti "bráðabyrðarstjórnar!

Ég held að bankamálaráðherrann ætti að halda sig heima fyrir og reyna að koma bönkunum upp úr rústum sínum - þó það sé nú reyndar ekkert sem bendir til að hann ráði við slíkt verkefni!

Með kveðju.

Benedikta E, 13.4.2009 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband