Allir saman nú í smitvörnunum

Áttatíuogátta greindust smitaðir af Covid-19 og þar af var aðeins helmingur þeirra í sóttkví við greininguna, þannig að augljóst er að veiran hefur dreift sér víða um samfélagið.  

Eftir daginn í gær er fjöldi smitaðra miðað við eitthundraðþúsund íbúa kominn í 268,9, sem er með því hæsta í Evrópu þó veiran sé í mikilli smitsveiflu í flestum löndum á ný.

Þegar mest var í fyrstu bylgu veirusmitanna hér á landi var smitstuðullinn á hverja hundraðþúsund íbúa 267,2, en það var þann 1. Apríl s.l.  Eftir það fór smitum hægt fækkandi, en voru ekki kominn niður fyrir 1 fyrr en um miðjan Maí. 

Sumarið var tiltölulega veirufrítt, þó eitt og eitt smit hafi greinst, en tók síðan mikinn kipp til hins verra eftir að örfáir einstaklingar, sem komu erlendis frá, virtu ekki reglur um sóttkví og því er nú svo komið að faraldurinn er orðinn verri en í fyrstu bylgju og ekki útlit fyrir að hann fari að ganga niður fyrr en eftir viku til tíu daga, ef vel gengur í baráttunni.

Að einhverju leiti er útbreiðslan meiri og hraðari núna en hún var í vor vegna þreytu fólks á smitvörnunum og þar með meira kæruleysis um persónulegar varnir, en síðustu daga má þó greina breytingu þar á, t.d. með grímunotkun sem ekki sást nema hjá einstaka manni í fyrstu bylgju faraldursins.

Ef ekki á illa að fara verður öll þjóðin að taka sig á og sýna aftur þá gríðarlegu samstöðu sem einkenndi baráttuna í fyrsta fasa faraldursins og þá mun verða hægt að halda gleðileg jól, jafnvel með jólatónleikum og öðru tilheyrandi án mikilla hindrana og grímulaust.

 

 


mbl.is 88 smit innanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það getur svo sem hugsanlega farið svo að hægt verði að slaka á í einhvern tíma, svona til að ná jólatónleikunum. En hvað gerist svo? Fólkið streymir smitað út af jólatónleikunum og allt fer aftur af stað.

Hvers vegna hugsar enginn lengra en tvær til þrjár vikur? Skilur fólk ekki að smitandi farsótt hverfur ekki þótt hún sé bæld niður tímabundið?

Þorsteinn Siglaugsson, 14.10.2020 kl. 18:05

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta gekk þolanlega í sumar þó landinn hafi verið á faraldsfæti út um allt land og víða var talsverð hópamyndun.  Veiran hvarf aldrei alveg en smit voru fá þangað til tvö afbrigði veirunnar komust inn í landið með útlendingum, sem ekki virtu reglur um sóttkví.  Í öðru tilfellinu virtist vera um tvo einstaklinga sem komu til landsins án þess að hingað löglegt erindi og í hinu tilfellinu var um ferðamenn að ræða, sem ekki virtu reglurnar heldur.

Afar illa hefur gengið að uppræta þau smit sem dreifst hafa um landið frá þessum upphafspunktum og hvergi verður hægt að slaka á vörnunum næstu vikurnar.  Sem betur fer hafa ekki borist fleiri veiruafbrigði komist inn í landið eftir að tvöfalda skimunin var tekin upp, með sóttkví á milli.

Ef ekkert verður slakað á og fólk fer að fara eftir þeim reglum sem settar eru hverju sinni og persónulegt hreinlæti haft í hávegum, er mögulegt að hægt verði að halda þokkalega smitfrí jól, en eins og þú segir hverfur farsóttin ekkert á næstunni.

Axel Jóhann Axelsson, 14.10.2020 kl. 18:41

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Eina leiðin til að losna við þetta er að ná upp ónæmi eins og Þórólfur sótti sagði þegar faraldurinn var að hefjast.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.10.2020 kl. 23:35

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hann hefur líka sagt að það myndi hafa hrikalegar afleiðingar að ná upp ónæmi meðal þjóðarinnar, bæði fyrir heilbrigðiskerfið, fjölda dauðsfalla vegna veirunnar og ekki síður af öðrum ástæðum sem sjúkrahúsin myndu ekkert ráða við.

Þess vegna verður að lifa með veirunni og öllu því sem fylgir vörnum gegn henni þangað til búið verður að bólusetja meirihluta mannkyns fyrir covid-19.  Það mun ekki gerast alveg á næstunni.

Axel Jóhann Axelsson, 15.10.2020 kl. 13:03

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Forstjóri LSH hefur sagt spítalann ráða við svartsýnustu spár. Ef bóluefni kemur verður það ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir ár, líklega að það verði eftir tvö ár. Og jafnvel þá verður það bóluefni ekki öruggt, vegna þess að aukaverkanir geta verið einhver ár að koma fram.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.10.2020 kl. 14:39

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mér hefur nú fundist að yfirvöld og þar með þríeykið, hafi verið svartsýn á að kerfið myndi ráða við afleiðingarnar ef ekkert yrði gert til að berjast við ófögnuðinn.

Ég er eins og þú í vantrúnni á að bóluefni verði lausn á þessu vandamáli á næstunni og einmitt þess vegna verði að lifa með veirunni og halda varúðarráðstöfunum áfram í svipuðu formi og þær eru núna.

Axel Jóhann Axelsson, 15.10.2020 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband