27.5.2020 | 22:07
Rassskellur sem undan svíður
Kári Stefánsson og fyrirtækið sem hann stjórnar hafa haldið uppi vörnunum gegn Covid-19 ásamt þríeykinu með skimunum fyrir veirunni og væri ástandið án vafa annað og verra en það er, hefði Kára og DeCode ekki notið við.
Þegar hættuástandi vegna veirunnar var aflýst mætti Svandís heilbrigðisráðherra á upplýsingafund þríeykisins og jós úr sér, í umboði þjóðarinnar, þakklæti til allra sem komið höfðu nálægt baráttunni við veiruna skæðu, NEMA DeCode.
Þögn hennar um hlutverk DeCode í bardaganum við faraldurinn var æpandi og undarleg. Ekki síður er furðulegt að Svandís skuli tilkynna að þegar flugumferð hefst á ný, að leitað yrði til DeCode um þessar skimanir. Þetta segir hún án þess að svo mikið sem yrða á Kára, eða spyrja hvort fyrirtæki hans væri tilbúið til að annast verkið.
Það skal engan undra þó Kári segi Svandísi hrokagikk og að engin samvinna verði af hans hálfu, eða fyrirtækisins, við heilbrigðisráðuneytið á meðan hún gegnir stöðu ráðherra þar á bæ.
Það er óhætt að segja að Kári hafi rassskellt Svandísi opinberlega svo harkalega að undan hafi sviðið.
Kári sagði Svandísi hrokafulla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að þáttastjórnandinn leyfði sér að segja við Kára: Þú ert alveg ruglaður. Kári átti ekki að láta svona dónaskap viðgangast og hefði átt labba út að mínu mati.
Sigurður I B Guðmundsson, 27.5.2020 kl. 23:26
Þetta átti greinilega að vera grín, en var sem slíkt gjörsamlega misheppnað og ófyndið.
Ķari tók þessu létt og svaraði vel.
Axel Jóhann Axelsson, 27.5.2020 kl. 23:41
Bara ef Kári væri ekki bara starfsmaður og ætti DeCode en ekki hið Bandaríska Amgen sem skipar honum fyrir verkum og ræður hvað DeCode gerir eða gerir ekki.
Vagn (IP-tala skráð) 28.5.2020 kl. 00:08
Svandís er hrokagikkur og lætur oft eins og tíu ára frekja. Sérstaklega þegar kemur að einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum.
Biðlistar lengjast, hvort heldur eftir liðskiptaaðgerðum eða annari þjónustu.
Á einhvern óskiljanlegan hátt fær þessi frekjudolla það út að betra sé að láta fólk í kvöl og pínu engjast mánuðum eða jafnvel árum saman, áður en það er sent til Svíþjóðar á einkastofur til sárlega aðkallandi aðgerða. Aðgerða sem hægt er að framkvæma hér heima, fyrir helmingi minni pening og mikið fyrr, en nei!
Það er einkarekið á Íslandi og má því ekki gerast. Mikið betra að láta einkafyrirtæki í Svíþjóð framkvæma gjörninginn. Hér heima ónei!
Icesafe attitjúið gengur greinilega í erfðir.
Svona geta sósíalistar verið klikkaðir.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 28.5.2020 kl. 01:18
Kári Stefánsson gaf Landspítalanum 800 milljóna króna jáeindaskanna og fer létt með að bora í nefið á túristum fyrir ekki neitt.
En ég hélt að Sjálfstæðisflokkurinn vildi endilega vera í ríkisstjórn með Vinstri grænum.
Og Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Moggans, mærir þessa ríkisstjórn í bak og fyrir, enda þótt hún sé fyrir margt löngu kolfallin, samkvæmt skoðanakönnunum.
Hins vegar er Kári Stefánsson sósíalisti að eigin sögn, kann því að græða peninga, og gaman að sjá hægrimenn mæra karlinn.
Þorsteinn Briem, 28.5.2020 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.