Verður stofnað nýtt stéttarfélag til bjargar Icelandair?

Forstjóri Icelandair hefur gefið í skyn að náist ekki breytingar á kjarasamningum flugliða sé óvíst um vilja hluthafa og annarra til að leggja félaginu til þá hlutafjáraukningu sem nauðsynleg er til að félagið lifi af þær hremmingar sem kórónuveiran hefur sett ferðaþjónustu heimsins í og þar með Icelandair sem flggskip þeirrar íslensku.

Flugmenn og flugvirkjar hafa gert nýja samninga við félagið og þar með lagt sitt af mörkum til björgunar flugfélagsins, en nú kemur frétt um að flugfreyjur og -þjónar hafi hafnað öllum samningaumleitum félagsins og þá væntanlega sett vinnuveitanda sinn í þá hættulegu aðstöðu að ekkert verði af þeim lífgunartilraunum sem vonast var eftir að gætu dugar til endurlífgunar sjúklingsins sem kominn er í öndunarvél.

Fróðlegt verður að fylgjst með þeim ráðum sem gripið verður til og má skilja að eitt af þeim örþrifaráðum sem reynt verður að grípa til verði að stofna nýtt flugþjónafélag þrátt fyrir hótanir ASÍ um samúðarverkföll verði það gert.  Samningur við félag flugþjóna er runninn út og þar með ætti Icelandair að vera óbundið af honum og ef enginn vilji er til að endursemja um nýjan milli aðila hlýtur að vera opinn möguleiki til að semja við nýjan aðila sem áhuga hefur á þeim störfum sem um er að ræða.

Verði nýtt stéttarfélag stofnað á lögformlegan hátt er ótrúlegt annað en að samúðarverkföll annarra félaga yrðu dæmd ólögleg, enda ankannalegt að önnur félög gætu farið í slíkar aðgerðir gegn starfólki sem ynni samkvæmt löglegum kjarasamningi sem hið nýja félag myndi væntanlega gera og bera undir samþykki allra félagsmanna.

Þó verkalýðsfélög séu sterk og áhrifamikil er samt sem áður félagafrelsi í landinu og á það myndi reyna í deilu sem upp myndi spretta grípi einhver hluti starfsmanna Icelandair til þess ráðs að stofna nýtt stéttarfélag. 

 


mbl.is Icelandair: Flugfreyjur höfnuðu „lokatilboðinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafa fáir útlendingar og Íslendingar flogið með Icelandair síðastliðin ár vegna launa íslenskra flugmanna, flugvirkja og flugfreyja?! cool

Fólki er að sjálfsögðu frjálst að fljúga með öðrum flugfélögum en Icelandair á milli Íslands og annarra landa, til að mynda nýja íslenska flugfélaginu Play.

Og á þriðja tug flugfélaga hafa flogið á milli Íslands og annarra landa undanfarin ár.

Verð á eldsneyti er nú mun lægra en það hefur verið síðastliðin ár og birgðir hafa safnast upp.

Þar að auki hafa flugmenn og flugvirkjar nú þegar samið við Icelandair og enda þótt flugfreyjur séu fleiri en flugmenn hafa þeir mun hærri laun en þær.

12.5.2020:


"Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair Group, sagði aðspurð­ur að launa­kostn­aður vegna flug­manna og flug­stjóra hjá félag­inu væri um 30% af heild­ar­launa­kostn­aði félags­ins og launa­kostn­aður vegna flug­freyja væri um 20%." cool

Þorsteinn Briem, 20.5.2020 kl. 17:08

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er auðvitað rétt að fólki er frjálst að fljúga með hvaða flugfélagi sem því sýnist og líklega athuga margir hvar þeir fá bestu verðin og aðrir hvar þeir fái bestu þjónustuna og enn aðrir hvar þeir fái bestu þjónustuna á besta verðinu.

Ég hugsa að enginn sé að hugsa sérstaklega um laun einstakra aðila þegar þeir kaupa sér vörur eða þjónustu.  Ætli verðið sem boðið er sé ekki oftast það sem ræður úrslitum, t.d. ber fólk saman verð og gæði í verslunum, en hugsar áreiðanlega ekkert um laun afgreiðslufólksins eða þeirra sem raðar vörum í hillurnar.

Sá sem getur boðið best í viðskiptum nær þeim oftast og til að ná viðskiptum þarf að berjast með öllum ráðum til að lækka framleiðslukostnaðinn.  Þá skiptir væntanlega ekki máli hvort fyrirtækið heitir Icelandair eða Bónus (sem ekki er þekkt fyrir að greiða há laun, frekar en samkeppnisaðilarnir).

Axel Jóhann Axelsson, 20.5.2020 kl. 18:35

3 identicon

Laun flugfreyja hafa ekki hækkað síðan um mitt ár 2018 en flugmenn og flugvirkjar hafa fengið í það minnsta launahækkun einusinni á árinu 2019. Síðan var samið við flugvirkja um síðustu áramót til eins árs þegar samningar voru nýfallnir úr gildi. Samningar flugfreyja runnu út um áramótin 2018-2019 og hefur ekkert gengið. Þeir samningar sem eru á borðum hljóða upp á engar hækkanir fyrr en um mitt ár 2023 og aukið vinnuframlag um u.þ.b. 30 flugstundir í mánuði. Það fer engin að semja um slíkt, og en fáranlegra að bjóða svona

thin (IP-tala skráð) 20.5.2020 kl. 20:51

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það er eitthvað bogið við þetta, það er ekki venjan að ráðast á þá með lægstu launin til að bjarga flugfélögum annarstaðar og þessi fjáraustur úr sjóðum almennings er ekki af góðu og sennilega vegna þess að enginn fjárfestir er tilbúinn að leggja fé í flugfélag á brauðfótum  og með þessa stjórnendur með puttana í peningakassanum. Það á að sleppa til þessum félögum sem eru stöndug og hafa flogið hingað um árabil án vandræða.

Eyjólfur Jónsson, 21.5.2020 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband