Loksins einhver glæta fyrir Suðurnesjamenn?

Eftir langt og strangt ferli fyrir sænskum gerðardómi og mikið jaml, japt og fuður hefur loksins fengist niðurstaða í deilumál HS-orku og Norðuáls varðandi orkuverð til álversins í Helguvík.

Við þessa niðurstöðu virðist opnast lítil glufa að bættu atvinnuástandi á Suðurnesjum, en þar er mesta atvinnuleysi á landinu og lengi verið beðið eftir einhverjum jákvæðum tíðindum varðandi nýframkvæmdir á svæðinu.

Náist að ganga frá lausum endum á milli Norðuáls og HS-orku á næstu mánuðum er allt útlit fyrir að framkvæmdir komist á fullt skrið á næsta ári og munu þá nokkur hundruð, eða jafnvel þúsundir manna fá vinnu við uppbyggingu álversins og nokkur hundruð fasta vinnu þegar framleiðsla í verksmiðjunni fer af stað.

Það eina sem veldur verulegri óvissu um framgang þessarar gleðilegu framvindu er ríkisstjórnin, sem fram að þessu hefur barist um á hæl og hnakka til að koma í veg fyrir allar stórframkvæmdir, hvort heldur sem er á Suðurnesjum eða annars staðar á landinu, þar sem fjárfestar hafa sýnt áhuga á að reisa verulega stóra vinnustaði.

Veturinn mun skera úr um hvort ríkisstjórnin hafi þingmeirihluta til að stöðva þetta þjóðþrifaverk.


mbl.is Álver í Helguvík á fullt 2014?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er ég að misskilja einhavð var það ekki ríkisstjórninni og sérstaklega henni Svandísi Svavarsdóttur að kenna að tafir hafa orðið á framkvæmdum í Helguvík. Er það þá bara einhver Kanadamaður með íslensku þjófana sem mistókst að stela OR  sem ráðgjafa sem hafa verið að draga lappirnar.  Ég er svo aldeilis hissa ég bara hélt að ríkisstjórninni væri illa við Suðurnesjamenn og þess vegna væri allt í uppnámi í Helguvík.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 18:23

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þú hefur ekki verið að misskilja neitt, Sigurður. Átrúnaðargoð þín í ríkisstjórninni hafa sannarlega ekki legið á liði sínu í andstöðunni við atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, frekar en annarsstaðar á landinu. Hvort henni er eitthvað ver við Suðurnesjamenn en aðra landsmenn skal ég ekkert fullyrða um, þar sem mér sýnist hún dreifa óvild sinni í allar áttir og á hvern sem fyrir henni verður.

Axel Jóhann Axelsson, 19.12.2011 kl. 18:28

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það er einungis ein lítil spurning sem er ennþá ósvarið: Hvaðan á orkan að koma fyrir þetta álver? Suðurnesjamenn (eða þeir sem hafa ráðið ríkjum þar) hafa nefnilega teflt vitlaust í þessum málum og planað út frá forsendum sem voru ekki fyrir hendi og eru ekki og verða ekki. Það á að sparka þetta lið út á hafsauga í staðinn fyrir að kenna ríkisstjórninni um.

Úrsúla Jünemann, 19.12.2011 kl. 18:59

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Orkuna vantar ekki á svæðinu, en hins vegar getur ríkisstjórnin sjálfsagt haldið áfram að tefja fyrir útgáfu virkjunarleyfanna. Henni hefur tekist vel upp á því sviði fram að þessu.

Axel Jóhann Axelsson, 19.12.2011 kl. 19:06

5 identicon

Ég ætla alla veganna ekki að fagna neinu fyrr en klippt verður á borða í opnunarathöfnum á viðkomandi stöðum!

Karl J. (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 23:41

6 identicon

Það er nú rangt hjá þér Jón að ég sé einhver sérstakur vinur ríkisstjórnarinnar, en ég vil að allir njóti sannmælis og þú líka. En mikið áttu enn eftir ólært og ólesið ef þú heldur að það sé nóg orka, óvirkjuð á suðurnesjum. Held þú ættir að fara að lesa greinar fræðimanna um þennan hitatank sem á að ná í orkuna í með opnum huga en ekki blindri barnatrú um að allt sé best á Íslandi. Mest og óþrjótanid orka, minnsta spillingin af þvi mínir menn ráða, við erum best og verðum alltaf best og X_D fyrir Davíð sem kom Reykjavík á hausinn og hrópaði ferfallt húrra fyrir bestu vinum sínum sem keyptu banka. Og hurrað var hrópað þó að breska fjármálaeftirlitið varaði við því að í raun væru rússneskir mafíósar að gangsetja stærstu þvottavél í heimi í Austurstræti. En auðvitað var það kanski ástæðan að húrrað var hrópað, jú við erum stært og best og eigum óþrjótanid orku. 

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 00:14

7 identicon

Menn roðna og fölna á víxl þegar minnst er á raforkuverðið. En kínverskir iðnverkamenn verða ekki lengi að henda þessu upp. Það er ekki spurning.

GB (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 08:12

8 Smámynd: Ólafur Als

Því ber að fagna, EF atvinnuuppbygging er framundan. Hins vegar er, eins og Karl J., best að bíða enn um sinn.

Mikið hefur verið rætt og ritað um orkuna sem á að fara í Helguvík; hvaðan hún eigi að koma og hvað hún megi kosta. Ljóst er að jarðhitinn á Reykjanesskaga er ekki óþrjótandi uppspretta orku. Verst er, að niðurstöður vísindamanna virðast fara að nokkru eftir því hvar þeir sömu standa í pólitík. Þekki ég þetta nokkuð af eigin raun, eftir að hafa verið við nám í jarðvísindadeild. Þó er vissulega að finna mæta vísindamenn, íslenska, á þessu sviði, sem halda fast í hlutleysi og virðingu. Það er þó afar erfitt, því íslenska vísindasamfélagið er háð ríkisvaldinu og hugmyndafræði sem sveigir til vinstri.

Ég átta mig ekki alveg á honum Sigurði Haraldssyni - vonandi verður hann ekki látinn skrifa sögu Reykjavíkur. Ég fæ ekki séð að nokkurt sannmæli sé í því að eigna D.O. skuldir Reykjavíkurborgar. Einnig er vert að hafa í huga að orku er að hafa úr Þjórsá og víðar en af Reykjanesi. Hins vegar eru fjölmörg ljón í veginum - og ekki bara einarður vilji sumra í ríkisstjórn til þess að standa gegn umræddri stóriðju og orkuuppbyggingu henni samfara.

Rætt er um að orkuverð til stóriðju verði að hækka frá því sem hefur verið. Sumir benda á hátt orkuverð sums staðar en minnast að sama skapi ekki á lágt orkuverð á öðrum stöðum. Sem fyrr er þessi umræða lituð pólitík og setur marga í andstæðar fylkingar, eins og oft er háttur okkar Íslendinga. Þó virðist sem forsvarsmenn Landsvirkjunar séu nú reiðubúnir til þess að tjá sig um þessi mál og þeir taka undir þau sjónarmið að hér eftir muni menn sækjast eftir enn hærra verði en áður. Það er gott en verður vonandi ekki til þess að fæla fjárfesta frá. Ég hef ekki sérþekkingu til þess að meta slíkt en verð oft vitni að því að menn tjái sig óverlega og af stakri vanþekkingu um einmitt arðsemi virkjana.

Að lokum vil ég segja það, að Íslendingar mega gjarnan vera góðir með sig um ýmislegt. Ég er einn fjölmargra sem hafa flúið atvinnuleysi á skerinu og þar sem ég bý nú er þjóðarrembingurinn síst minni - jafnvel mun meiri. Þeir um það. Og við um okkar. En það reynir vissulega á þjóðernistilfinningarnar þessa dagana. Við stjórnvölinn er allt að því vanhæft fólk, sem virðist ætla að láta sumar verri hliðar viðskiptalífsins fá að dafna, bæði í bönkunum og annars staðar. Höfundur hávaxtastefnunnar stýrir peningamálum þjóðarinnar - það þurfti oflátung frá Bessastöðum til þess að stýra okkur frá gjaldþroti - og enn eru dindlar sem vilja réttlæta Icesave - og enn eru stjórnvöld að telja sjálfum sér og öðrum trú um að umsókn um aðild að ESB sé samningaferli en ekki aðlögun. Listinn er vitaskuld mun lengri en frekari upptalning er ekki holl fyrir sálina ...

Ólafur Als, 20.12.2011 kl. 11:02

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Vonandi verður Sigurður Haraldsson hvorki fenginn til að skrifa sögu Reykjavíkur eða nokkra aðra sögu, a.m.k. ekki sögu sem ætti að byggjast á staðreyndum. Skáldskapur rennur hins vegar nokkuð ljúflega frá honum og öfugmæli eru honum einkar meðfærileg.

Axel Jóhann Axelsson, 20.12.2011 kl. 13:19

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Engin vandamál eftir sem um er talandi..að vísu er engin orka til og ekkert lánsfé til að byggja fyrir virkjanir...en hvað er það milli vina.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.12.2011 kl. 22:16

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er næg orka fyrir hendi. Það vantar að gefa út virkjanaleyfin og ríkisstjórnin getur örugglega tafið útgáfu þeirra svo lengi sem hún lafir við völd. Það verður verk að vinna fyrir næstu ríkisstjórn að koma atvinnumálunum í gang.

Axel Jóhann Axelsson, 20.12.2011 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband