Lyfjalaus sjúkrahús í ESB?

Lyfjaframleiðandinn risastóri, Roche, er hættur að afhenda lyf til grískra sjúkrahúsa, enda hafa þau greitt skuldir sínar seint og illa, jafnvel alls ekki, undanfarin ár.

Feti fleiri lyfjaframleiðendur í spor svissneska risans á lyfjamarkaði, verður vart hægt að tala um sjúkrahúsarekstur í Grikklandi, því augljóst er að ekkert sjúkrahús verður rekið án lyfja til langframa og reyndar ekki til skamms tíma heldur.

Einhverjum hefði getað dottið í hug að "björgunarpakkar" ESB vegna Grikklands hefðu ekki síst verið til þess ætlaðir að lágmarksöryggi grískra borgara væri tryggt, a.m.k. varðandi heilsugæslu, en líklega duga "björgunaraðgerðirnar" eingöngu til þess að halda evrópskum bönkum á lífi, en ekki almenningi.

ESB er sannkallað Paradís á jörðu, eins og íslenskar grúppíur hins væntanlega stórríkis þreytast aldrei á að telja löndum sínum trú um.


mbl.is Afhendir ekki lyf vegna skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Evrópusambandið rekur ekki nein sjúkrahús eðli málsins samkvæmt. Þetta er eingöngu vandamál Gríska ríkisins sem er þarna á ferðinni og engra annara. Þetta eru reyndar sömu vandamál og hafa verið að koma upp á Íslandi undanfarin tvö ár, en fá ekki neina umfjöllun í fjölmiðlum á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 18.9.2011 kl. 20:02

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Íslendingar hafa ekki notið neinna "björgunarpakka" frá ESB, heldur þvert á móti orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi með fullum stuðningi ESB.

Nógu erfitt hefur verið að glíma við afleiðingar bankahrunsins og því hefði verið vel þegið að fá frið fyrir ofbeldisseggjum ESB, a.m.k. á meðan komist hefði verið yfir erfiðasta hjallann.

Axel Jóhann Axelsson, 18.9.2011 kl. 20:29

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þessi þjóðerniskennda útskýring stenst ekki raunveruleikan. Af þeim sökum er þessi útskýring þín því ógild með öllu.

Jón Frímann Jónsson, 18.9.2011 kl. 20:39

4 identicon

Jón Frímann er rannsóknarverkefni út af fyrir sig, "Hvernig er hægt að heilaþvo mann svona mikið". Björgunarpakki ESB til Grikklands er ekki fyrir Grikki, hann er fyrir banka ESB og enga aðra. Jón Frímann, hinn heilaþvegni, mun ALDREI sjá það.

Björn (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 20:46

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Frímann grípur þarna til vinsæls frasa ESBgrúppía, þ.e. að kalla þá sem ekki eru í þeim hópi "þjóðernissinna" og reyna að gefa því hugtaki neikvæða mynd, enda vísar orðið ennþá í huga flestra til nasisma, en þeir kölluðu sig "þjóðernissósíalista" og þar með ætti sú nafngift að höfða til einhverra annarra en þeirra sem allt myndu vilja leggja í sölurnar fyrir fullveldi lands síns.

ESBgrúppíur gefa ekki mikið fyrir fullveldi þjóða og sjálfstæðan ákörðunarrétt þeirra.

Axel Jóhann Axelsson, 18.9.2011 kl. 20:54

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ef að þjóð er ,,bjargað úr vanda, þá hlýtur sú björgun að eiga að snúast um það fyrst og fremst að þjóðin geti funkerað, eftir svokallaða ,,björgun".

 Björgunin gekk hins vegar út á það, að fjármunir voru millifærðir í nafni Grikkja inn í þær stofnanir er þeir skulduðu.

Sama hefði í rauninni gerst hér, hefðum við verið í ESB og með Evru í okt 2008 þegar hrunið hérna var.  Íslenska ríkinu hefði verið ,,bjargað" með því að því hefði verið lánað 12.000 til 15.000 milljarðar til þess að borga kröfuhöfum bankana upp í topp.

Nægur er nú niðurskurðinn hér og skattabrjálæðið.  En staðan í dag, hefði samt sem áður bara verið líkt og í paradís, hefði ESB ,,bjargað" líkt og Grikkjum og fleiri þjóðum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 18.9.2011 kl. 21:11

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristinn Karl, það er alveg rétt að við Íslendingar megum þakka fyrir að hafa aðeins orðið fyrir efnahagsárás af hálfu ESB og sloppið við að þurfa að þola "björgunarpakka" eins og Grikkjum er boðið upp á.

Axel Jóhann Axelsson, 18.9.2011 kl. 21:44

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Já aðeins til að anda og sæta kúgun, þræla.

Helga Kristjánsdóttir, 19.9.2011 kl. 01:56

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Íslendingar munu aldrei gleyma efnahagsárásar Breta á landið með beitingu hryðjuverkalaga á viðkvæmasta tíma í efnahagslífi þjóðarinnar og í framhaldinu ofbeldinu sem fylgdi vegna Icesave. Sá gjörningur var dyggilega studdur af ESBlöndunum og reyndar Noregi að auki.

Þjóð sem á slíka "bandamenn og vini" verður að treysta á eigin getu til að leysa úr vandamálum sínum.

Axel Jóhann Axelsson, 19.9.2011 kl. 09:04

10 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ég held að allt venjulegt fólk sjái og viti, fyrir utan fáeina þjóðernisjafnaðarmenn, að hefði okkur verið "bjargað" af ESB værum við, og ókomnar kynslóðir, orðin að leiguliðum í okkar eigin landi sem væri þá komið alfarið í eign Þýskra banka.

Kannski það hafi alltaf verið markmiðið hjá stóru meginlandsþjóðunum að ofur-skuldsetja smærri hagkerfin á jaðri Evrópu til að tryggja sér "andrými" og betri sóknarfæri á stærri jaðarhagkerfi í eilífri leit að auknu aðgengi að ódýrum auðlindum, landrými og ódýru vinnuafli.

Það er kannski ekki skrítið að stór hluti af skuldum Grikkja er við Franska banka og að stærsti hluti lána Íslensku bankanna kom frá Þýskalandi. það bjuggust allir við (þ.e Þýskir "fjárfestar") að Íslenska ríkið mundi tryggja "fjárfestingar" þeirra með auðlindum landsins þegar að hinu óumflýjanlegt bankahrun kæmi eins og raunir er að verða á í Grikklandi.

Eggert Sigurbergsson, 19.9.2011 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband