Samkomulag við breskan hrunverja - um hvað?

Slitastjórn Kaupþings hefur gert samkomulag við Vincent Tchenguiz, annan þeirra breskur bræðra sem stórtækastir voru í lántökum hjá bankanum á árunum fyrir hrun og líklegt er að bankinn tapi óheyrilegum fjárhæðum vegna þeirra "viðskipta".

Í fréttinni segir m.a.: "Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins frá þeim tíma rannsakar SFO fyrst og fremst að því virðist nánast takmarkalausan aðgang Roberts Tchenguiz að lánsfé hjá Kaupþingi. Þegar aðrir bankar gerðu veðköll hjá honum undir lok árs 2007 og á árinu 2008 kom Kaupþing Robert jafnan til aðstoðar með aukinni fyrirgreiðslu. Allar lánveitingar Kaupþings til Roberts Tchenguiz voru gerðar í gegnum móðurfélagið á Íslandi. En viðskiptasamband Roberts við bankann hófst hins vegar við Kaupthing Singer&Friedlander árið 2004."

Í fréttinni kemur einnig fram að samkomulagið nái einungis til Vincents en ekki bróður hans Roberts, en Robert var sá skuldugasti við bankann og Vincent lánaði honum veð í eignum sínum, þegar harðna fór á dalnum hjá bróðurnum.

Ekkert er sagt um í hverju þetta samkomulag sé fólgið, t.d. hvort bankinn sé að gefa eitthvað eftir af kröfum sínum á hendur bræðrunum, hvort Vincent sé leystur undan ábyrgðunum fyrir bróður sinn eða nokkuð annað sem að þessu samkomulagi snýr.

Íslenskir viðskiptamenn bankakerfisins eiga kröfu til þess að fá að vita nákvæmlega um innihald allra "samninga" sem gerðir eru við aðalgerendur í bankahruninu, enda þeir sem allan kostnað og erfiðleika hafa þurft að axla vegna gjörða þeirra.

Samninginn á borðið - strax. 


mbl.is Tchenguiz semur við Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála!

Sigurður Haraldsson, 19.9.2011 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband