Ögmundur seinn að skilja, þó boðin væru skýr

 Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, ríður nú um héruð Vestfjarða til að útskýra fyrir íbúum svæðisins niðurstöðu sína um vegabætur fyrir vestan, en vegna deilna um vegastæðið hefur Ögmundur legið undir feldi undanfarna mánuði og íhugað tillögu að lausn málsins.

Í stað þess að leysa hnútinn virðist "lausn" Ögmundar hafa orðið til þess að herða hnútinn frá því sem hann hafði verið áður hnýttur og bætt rembihnúti ofan á.  Fundargestir á þeim fundum sem haldnir hafa verið hafa verið algerlega andvígir "niðurstöðu" Ögmundar og eru alveg einhuga um að vegurinn skuli lagður á láglendi, en ekki um fjöll og firnindi, þrátt fyrir andstöðu tveggja eða þriggja landeigenda.

Viðbrögð Ögmundar við því að meirihluti fundargesta skuli hafa gengið út af fundi hans á Patreksfirði í mótmælaskini og til að tjá atkvæði sitt við frávísun "sáttaleiðar" Ögmundar, voru nokkuð undarleg, en hann sagði m.a. við mbl.is:  "Ef menn kjósa að ganga af fundi þá gera menn það þótt ég hefði gjarnan viljað heyra sjónarmið fleiri."

Ögmundi gat eingan veginn orðið að þeirri ósk sinni að heyra fleiri sjónarmið, því þau voru ekki fyrir hendi.

Hefðu fleiri tjáð sig hefði hver einasti maður yfirgefið fundinn og Ögmundur orðið einn eftir með sitt fylgislausa  sjónarmið. 


mbl.is Hefði viljað heyra fleiri sjónarmið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gott  kvöld

Mig minnir að Hæstiréttur hafi bannað að vegur yrði lagður um skóginn og sé það rétt hvað á ráðherrann þá að gera??

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband