Verður Jón Gnarr forsætisráðherraefnið?

Guðmundur Steingrímsson, flokkaflakkari, hefur nú loksins fundið sér samastað í pólitíska litrófinu, en það er í faðmi þess stjórnmálaflokks á landinu sem enga stefnu hefur og ekkert markmið haft fram að þessu annað en að koma Jóni Gnarr í borgarstjórastólinn.

Enginn hugsandi maður lét sér detta í hug að grínframboð myndi fá nokkurt fylgi sem heitið gæti í kosningum, en það gerðist nú samt og fíflagangurinn náði völdum í stjórn Reykjavíkurborgar, sem varð að athlægi um víða veröld fyrir vikið.

Nú fást fáir til að viðurkenna að þeir hafi kosið þetta flokksskrípi í síðustu borgarstjórnarkosningum, en það aftrar ekki Guðmundi Steingrímssyni frá því að gagnga sjálfviljugum í þetta bjarg forheimskunnar, enda sýnt og sannað í störfum sínum á Alþigi að hann á best heima í flokki með öðrum liðleskjum.

Kjósendur sýndu reyndar og sönnuðu í síðustu borgarstjórnarkosningum að skynsemi ræður ekkert endilega för í kjörklefanum og því skal hreint ekki útilokað að næsta ríkisstjórn verði samsett úr "Besta flokknum" og Samfylkingunni.

Í þeirri ríkisstjórn yrði Jón Gnarr auðvitað forsætisráðherra.


mbl.is Hyggja á framboð til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldur þú virkilega að aðrir flokkar myndu gera betur í RVK, hefur 4flokkur ekki siglt þjóðarskútunni í strand á skerjum spillingar og vanhæfis; Hefur eitthvað breyst, hefur eitthvað verið gert til að bæta hag almennings...
Kannski væri best að allir kjósi bara Besta flokkinn, gefa honum hreinan meirihluta.. staðan getur varla versna; Menn geta varla verið í einum af 4flokk að ausa aur yfir Besta flokkinn; 4flokkur hefur margsannað sig sem það versta sem ísland hefur alið; Bara hræsni að reyna að segja annað.

DoctorE (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 07:33

2 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæll Axel, það voru fjórir Borgarstjórar á s.l. kjörtímabili allir settir á biðlaun, besti flokkurinn fór ekki með yfirstéttarstelpunni frá Hörpunni í siglingu á menningarnótt man liðið ekki eftir dauðaslysinu þegar par drukknaði inn við sund, áfengi og siglingin kostaði okkur skattborgara rúma miljón.

Hvað hefði gerst ef báturinn hefði orðið fyrir einhverskonarslysi? hefðu allir farið í sama björgunarbátinn eins og lögreglan í Ósló og báturinn sökk, ég fór á sjóinn 1963 14.ára áfengi var bannað úti á hafi.

Það þarf að fara að byggjaupp landsbyggina gömlu flokkarnir geta það ekki þeir hafa eyðilagt landið.

Bernharð Hjaltalín, 21.9.2011 kl. 10:56

3 Smámynd: Gunnar Waage

Þetta er bara sannkallaður hryllingur þetta lið, rekstur borgarinnar var loksins með miklum ljóma í höndum Hönnu Birnu, þá þurftu einhverjir rugludallar endilega að kjósa þessa grínista.

Alveg hrikalegt fiasko. Því miður verða líklega alltaf einhverjir talibanar tilbúnir að kjósa svona sjálfsmorðsveit yfir okkur borgarbúa, því miður. Sama gildir líklega um landsmálin. Það leynast talibanar vítt og breytt.

Gunnar Waage, 21.9.2011 kl. 12:49

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þrátt fyrir mikla hæfileika á "gríni"- þá er ekki neinn möguleiki á að "grínistum Bestaflokksins" nái að  slá þeim við, sem eru nú eru  fulltrúar  fjórflokkanna, og þó sérstaklega SF og VG

Eggert Guðmundsson, 21.9.2011 kl. 14:31

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"Í þeirri ríkisstjórn yrði Jón Gnarr auðvitað forsætisráðherra."

Það væri þó skref upp á við - ekki satt???

Varðandi talibanana - þá virðast þeir einkennast af blindri tryggð og vilja til að fórna öllu fyrir málstaðinn. Það kemur ekki beint heim og saman við kjósendur Besta - er það???

Haraldur Rafn Ingvason, 21.9.2011 kl. 16:58

6 Smámynd: Gunnar Waage

Jú það kemur fullkomnlega saman við kjósendur Besta Flokksins sem kjósa menn ekki málefni.

Gunnar Waage, 21.9.2011 kl. 17:18

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Á nookrum athugasemdunum hér að framan sést að til eru fleiri rugludallar á landinu en þeir sem sitja núna í borgarstjórn fyrir "Besta flokkinn".

Það er svona óábyrgir aðilar sem eru stórhættulegir fyrir lýðræðið og stjórnskipunina.

Axel Jóhann Axelsson, 21.9.2011 kl. 18:27

8 identicon

Hanna Birna er alveg hugsanlega ágæt; Hún hefur samt ekki séð ástæðu til að segja sig úr spillingarbælinu sem er sjálfstæðisflokkurinn.

Eruð þið búnir að gleyma því rugli sem var í gangi í borgarstjórn, öllum ruglukolunum sem flæktust í kringum hina hugsanlegu ágætu Hönnu Birnu, eruð þið virkilega búnir að gleyma því?

En hey, lesser stupid is still stupid; Ég held að það kjósi enginn besta flokkinn til að fá eitthvað betra, mun frekar til að gefa skít í 4flokk og hyskið innan hans.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 11:13

9 Smámynd: Gunnar Waage

Kæri Doctor,

Ertu ekki að fylgjast með ? Allur sóðaskapurinn í stjórnmálum á Íslandi undafarin 3 ár er á magföldunarscala á við það sem áður var. Sóðaskapurinn er allur á höndum Samfylkingarinnar og Besti Flokkurinn er bara Trójuhestur Samfylkingingarinnar.

Horfðu af raunsæi á það arðrán sem er að fara fram beint fyrir framan nefið á okkur, ekkert annað í sögu landsins kemst í hálfkvisti.Með fullri virðingu fyrir andúð manna á stjórnvöldum fyrrir tíma þá er auðvelt að vera eftiráspámaður. Menn verða virlilega að reyna að greina ástandið eins og það er í dag og það er ákaflega slæmt.

Við erum með ríkisstjórn sem selur og einkavæðir bankana og segir ykkur ekkert.

DoctorE, þú ert nú helv. góður, en ég vona að þú endurskoðir þessa linkind þína í garð hjálparkokka Samfylkingarinnar.

Gunnar Waage, 22.9.2011 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband