Sá yðar sem syndlaus er......

Kirkjuþing hefur í dag fjallað um skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem yfirfór viðbrögð kirkjunnar manna við ásökunum á hendur Ólafi Skúlasyni, fyrrv. biskupi, um kynferðislegt ofbeldi sem hann framdi gagnvart nokkrum konum um það bil þrjátíu árum áður en ásakanirnar voru bornar fram.

Þeir glæpir Ólafs Skúlasonar eru algerlega óafsakanlegir, en hins vegar er hik og vandræðagangur þeirra presta sem að kærumálunum komu skiljanleg í því ljósi að atburðirnir gerðust áratugum áður og beindust gegn æðsta manni kirkjunnar.

Enn er hamast á prestunum, sem að málinu komu og höndluðu það vissulega klaufalega, en í skrifum margra á blogginu er nánast látið eins og þessir prestar hafi verið samsekir um nauðganir, en ekki verið að fjalla um löngu liðna atburði. Margur ómerkingurinn krefst þess að núverandi biskup og jafnvel fleiri, segi af sér embættum vegna aðkomu sinnar að málunum og meira að segja tekur sóknarpresturinn í Grafarholti, Sigríður Guðmarsdóttir, þátt í þessum ljóta leik.

Nú er meira en mál að linni og þó ekki sé í raun hægt að fyrirgefa Ólafi Skúlasyni hans gjörðir, er auðvelt að fyrirgefa þeim sem að málinu komu og reyndu að finna botn í það, þó klaufalega hafi verið að því staðið.

"Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum" sagði upphafsmaður kristninnar forðum.

Margur mætti hugsa til þeirra orða núna.


mbl.is Nefnd bregðist við skýrslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rangt hjá þér, þetta "Sá yðar sem syndlaus er"; Þetta kom í biblíu mörghundruð árum eftir meintan dauða Jesú, var líklega sett inn af einum af þýðendum biblíu(Eins og svo margt annað í bókinni)

þú verður að athuga að það er líklega ekki til falsaðri bók en biblían; Til dæmis komu flestar ofurkraftaverkasögurnar um Jesú ekki fram fyrr en mögrhundruð árum eftir meinta tilvist hans.

Það er nefnilega soldið fyndið að heyra menn nefna óumbreytanlegt orð guðs, því þetta meinta orð guðs hefur tekið þvílíkum stakkaskiptum að það hálfa væri nóg; Allt til að falla betur að tíðarandanum, til að hneyksla ekki fólk og svona.

doctore (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 17:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er fyrst og fremst boðskapur þessarar setningar sem skiptir máli, ekki skoðanir manna á því hvar, hvenær og hvernig hún er tilkomin, eða hver skrifaði hana fyrstur inn í Biblíuna.

Hins vegar vita allir að Biblían, eða Nýja testamentið, er ekki skrifuð af Jesú, heldur á hún að vera frásögn af verkum hans.

Axel Jóhann Axelsson, 14.6.2011 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband