Óstjórn og klúður á Alþingi

Þingflokksformenn Samfylkingarinnar og VG klúðruðu því að koma frumvörpum um lagabreytingar vegna olíuleitar á Drekasvæðinu inn á lista yfir þau frumvörp sem nauðsynlegt var að afgreidd yrðu fyrir þingslitin um síðustu helgi.

Samstaða hafði náðst milli allra stjórnmálaflokka um málið, þannig að ekki hefði átt að taka langa stund að afgreiða það í gegn um þingið, en vegna óstjórnar og klúðurs við skipulag vinnunnar á þinginu síðustu dagana döguðu frumvörpin uppi og verða ekki afgreidd fyrr en í september n.k., ef ekki gleymist að leggja þau fram þegar þing kemur saman að nýju í haust.

Útboðsgögn hafa þegar verið útbúin og kynnt erlendis og miðuð við að lagabreytingin væri komin til framkvæmda áður en formlegt útboðsferli hæfist, en það átti að gerast þann 1. ágúst n.k.

Vegna þessara dæmigerðu handarbakavinnubragða ríkisstjórnarflokkanna er nú allt útlit að fresta verði útboðinu um olíuleitina.

Þetta mál sker sig svo sem ekkert úr öðrum vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Olíuleitarútboði frestað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er nú reyndar spurning hvort að bullið með kvótafrumvörpin sem enginn stuðningur var við í þinginu, hafi ekki verið sett í gang til þess að þetta mál "gleymdist". Þó talað sé um víðtæka samtstöðu í þinginu, þá er ekki þar með sagt að allir í Vg séu hrifnir af þessu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 14.6.2011 kl. 19:44

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er auðvitað rétt, að þó jafnvel sé bara talað um "víðtæka samstöðu" ríkisstjórnarflokkanna, þá er það engin trygging fyrir því að fólk sé sammála um hlutina.

Málskilningur stjórnarliða er svolítið annar en gildir á "almennum" heimilum.

Axel Jóhann Axelsson, 14.6.2011 kl. 19:55

3 identicon

Hjá þessari ríkisstjórn er atvinna og atvinnuuppbygging einfaldlega af hinu slæma. Fólk átti aldrei að flytja úr torfkofunum og það var slæmt að vélvæða landbúnaðinn og sjávarútveginn. Ætli Svandís Svavarsdóttir sé ekki að nýta tímann í að búa þannig um hnútana að olíuvinnsla á þessu svæði geti ekki orðið að veruleika.

Björn (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 20:06

4 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Alveg dæmigert fyrir þessa ríkisstjórn, sem verður að mínu mati að kallast óstjórn allra óstjórna. Auk þess held ég að Björn (í nr. 3) hafi alveg hárrétt fyrir sér hvað Svavarsdóttur varðar.

Magnús Óskar Ingvarsson, 14.6.2011 kl. 21:58

5 Smámynd: Sandy

Það ætti að neyða ríkisstjórn til að klára þetta mál fyrir frí, þó ekki væri nema vegna þess að búið er að kynna málið erlendis. Hvernig alit halda menn að sé á Íslandi ef þetta verður ekki klárað núna. Það stenst aldrei neitt af því sem sagt er, nema kannski aukin skattlagning hér innanlands.

Sandy, 15.6.2011 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband