Fidel lætur af völdum - loksins

Fidel Kastró hefur tilkynnt afsögn sína sem aðalritari kommúnistaflokks Kúbu og við embættinu tekur bróðir hans Raul, sem hefur gegnt afleysingastörfum fyrir "stóra bróður" undanfarin ár vegna veikinda hans, en Fidel er orðinn 84 ára, en Raul er 80 ára þannig að varla mun hann gegna æðstu embættum í mörg ár til viðbótar.

Kastró, ásamt Che Guevara og öðrum byltingarfélögum sínum komst til valda á Kúbu í ársbyrjun 1959, eftir að hafa steypt spilltri stjórn Baptista frá völdum, en stjórnarfar á Kúbu hefur alla tíð einkennst af spillingu og harðstjórn, sem ekkert minnkaði í  tíð Kastrós því stjórn hans byggðist á mikilli harðneskju og miskunnarleysi gagnvart öllum sem hugsanlega voru andstæðir honum og valdaklíku hans.

Nú, þegar Fidel lætur af embætti og "litli" bróðir tekur við, a.m.k. að nafninu til, fer senn að sjá fyrir endann á Kastrótímanum á Kúbu og von verður til þess að nýjir tímar, með nýjum stjórnendum og stjórnarháttum taki við á Kúbu með von um bætta og betri tíð fyrir þjóðina.

Merkilegum kafla er að ljúka í sögu Kúbu og bjartari tímar framundan.

 


mbl.is Kastró segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Vonandi taka ekki bara ný spillingaröfl við. Það er sama hvaða línu er fylgt, það er svo fáir sem ekki taka hliðarpor þegar völd eru annars vegar.

Bergljót Gunnarsdóttir, 19.4.2011 kl. 17:24

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tek heilshugar undir þessar vonir. Verður maður ekki að vona að þarna komist á raunverulegt lýðræði og helst með heiðarlegum og óspilltum stjórnmálamönnum.

Sennilega mun það þó taka tíma, eins og annarsstaðar þar sem einræðisherrar hafa verið við völd og á Kúbu þekkir fólk auðvitað ekkert til slíks, nema þá af afspurn.

Að minnsta kosti leyfir maður sér að óska íbúum Kúbu meira frjálsræðis í framtíðinni.

Axel Jóhann Axelsson, 19.4.2011 kl. 17:42

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Tek undir það.

Bergljót Gunnarsdóttir, 20.4.2011 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband