Vegagjöld í stað olíu- og bensínskatta

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, er enn farinn að ámálga vegagjöld sem viðbótarskattheimtu af bíleigendum til að fjármagna vegaframkvæmdir, þó nú þegar séu innheimt vegagjöld í olíu- og benslínverði, ásamt ýmsum öðrum sköttum og gjöldum.

Fyrir skömmu voru Ögmundi afhentar undirskriftir rúmlega fjörutíuþúsund manns, sem mótmæltu öllum hugmyndum ráðherrans um auknar skattaálögur á bifreiðaeigendur, en eins og við var að búast af ráherra í núverandi ríkisstjórn, þá ætlar Ögmundur greinilega ekki að taka mark á vilja almennings í landinu, heldur þjösnast áfram með hverja viðbótarskattheimtuna á fætur annarri.

Einu rökin sem réttlæta veggjöld, er sú að með því móti væri hægt að láta alla bifreiðaeigendur greiða sama gjald fyrir notkun veganna, burtséð frá því hvaða orka knýr bifreiðina áfram á ferðum hennar um vegina, hvort sem það er olía, bensín, metan, rafmagn eða hvaða annar orkugjafi sem er.

Þannig gætu veggjöld stuðlað að jafræði milli bifreiðaeigenda og hver þeirra tæki þátt í kosnaði vegna þjóðveganna í samræmi við notkun sína af þeim, en algert skilyrði fyrir slíkri breytingu á veggjöldum yrði að vera, að vegaskattar yrðu þá felldir út úr olíu- og bensínverði og útsöluverð þess lækkaði til samræmis.

Þannig kæmu þessir nýju skattar í stað annarra sem féllu niður, en ekki sem viðbót við annað skattahækkanabrjálæði sem á þjóðinni hefur dunið undanfarin tvö ár.


mbl.is 200 króna veggjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þeir félagar Nágrímur og Ömmi Blanki, forystusauðir hins vonlausa WC vilja að allir verði 101kaffelatte-rottur. Það verðiu bannað að fara út fyrir höfuðborgharsvæðið nema láta veskið af hendi til þeirra til að skoða hversu miklu þeir geta rænt úr því meðan eigandinn synnir erindi sínu utan 101.

Óskar Guðmundsson, 18.4.2011 kl. 09:22

2 identicon

Ný gjöld bætast alltaf ofan á, - það er svona ákveðið lögmál að það bara ER svoleiðis.

Í þessu tilfelli er hugmyndin að skatta Sunnlendinga með nýju gjaldi. Ekki von á öðru en að það fjúki aðeins í þá.

Ég á eftir að sjá það að aðrir skattar falli niður EF þetta kemst nokkurntímann í gegn.

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 09:40

3 identicon

1. Fáránleg hugmynd?

2. Þeir sem búa  utan Rvík og vinna í Rvík kaupa mun meira bensin (borga þar með meiri skatta) 

3. Hvað myndu vesturbæingar segja ef  þeir yrðu að borga vegatoll til að komast í austurborgina?

Elli (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 10:23

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Axel.

Forsemnda vegskatta er að sjálf sögðu að skattlagning á eldsneyti verði lögð af. En hvað þá með alla þá umferð sem er á stór Reykjavíkur svæðinu? Vissulega eru stofnbrautir þar innanum sem eru á ábyrgð ríkissins en flestar götur í þéttbýli eru á vegum sveitarfélaga. Því vart séð hvernig ríkið getur innheimt sömu upphæð með veggjöldum og það innheimtir með eldsneytissköttum.

En gefum okkur að það væri mögulegt, án þess að landsbyggðin tæki á sig aukna skattheimtu.

Þá er alveg út úr kortinu að setja upp tollhlið til að innheymta þessi gjöld, kosnaðurinn við rekstur þeirra væri svo stjarnfræðilega hár og sá kostnaður mu vissulega leggjast á vegskattinn. Því er eina leiðin, eins og innanríkisráðherra hefur reyndar sjálfur sagt, að setja GSM senda í hveja bifreið.

En bíðum aðeins. Hvað kosta slíkir sendar? Og hvernig á að innheimta þennan skatt?

Það er ljóst að slík kerfisbreyting yrði mjög kostnaðarsöm, stofnkostnaður mjög hár og viðhaldskostnaður töluverður. Þá á eftir að reikna þann kostnað sem innheimtukerfið leiðir af sér. Allur þessi kostnaður verður að sjálf sögðu lagður á bifreiðaeigendur.

Sú hugmynd sem Ögmundur kastar fram þarna um 200 kr. veggjald á þó ekkert skilt við svona kerfisbreytingu, þarna er um hreina viðbót að ræða!

En skoðum aðeins þau gjöld sem ríkið innheimtir nú þegar af eldsneyti. Það er vitað að einungis brot af þeim sköttum fer til viðhalds og nýbygginga vegakerfisins. Stæðsti hlutinn fer í ríkishýtina. Þá eru aðrir skattar ótaldir, svo sem tollar af innflutningi bifreða, bifreiðagjaldið sjálft og svo tollar af öllum vörum og þjónustu tengt viðhaldi bifreiða.

Ef allar tekjur ríkissins sem af bifreiðaeign stafa erum við að tala um mjóg stórar upphæðir.

En aftur í eldsneytisskattana. Sumir þeirra voru settir á á sínum tíma til ákveðins verkefnis, aldrei hafa þeir þó verið teknir af aftur. Ef allir þeir skattar sem eru á eldsneyti væru nýttir til vegakerfisins þyrfti ekki að kvarta.

En hvers vegna komast stjórnvöld upp með að leggja á skatt til ákveðins verkefnis og nota hann svo til annars? Af hverju eiga bifreiðareigendur að standa skil á rekstri einhvers bákns sem þeir nýta sér aldrei og er í raun algerlega óháð þeirra akstri?

Það væri gaman að vita í hvað þessir fjármunir fara sem bifreiðaeigendur leggja til ríkiskassans, sérstaklega íbúar landsbyggðarinnar. Fara þessir fjármunir í ofvaxna utanríkisþjónustu? Erum við kannski að greiða fyrir ESB aðlögunarferlið?

Hver veit!!

Gunnar Heiðarsson, 18.4.2011 kl. 10:42

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Megin hugmyndin hlýtur að vera sú að þeir borgi skatt til þess er þeir nýta, ef hægt er að koma því við. Önnur þjónusta, sem ekki er hægt að halda uppi með skattlagningu á þá sem nota hana, svo sem grunnþjónustan, á að fjármagna með jafnri skattlagnngu allra þegna landsins.

Það á ekki og má ekki láta einhvern einn hóp greiða meira til þeirrar sameiginlegu þjónustu en aðrir.

Gunnar Heiðarsson, 18.4.2011 kl. 10:48

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eitt enn sem ég vil benda á. Ég þarf að aka á eigin bíl til vinnu á eigin kostnað. Bara eldsneytið sem ég þarf að kaupa til þessa kostar nú um 14.000 kr á mánuði. Af þesum 14.000 fer nærri helmingur til ríkissins. Því er ég að borga um 7.000 krónu hærri skatt í ríkiskassan en nágranni minn, sem getur labbað til sinnar vinnu. Af þessum 7.000 kr fer ekki nema um 1.000 kr til viðhalds og nýbygginga vegakerfisins!!

Gunnar Heiðarsson, 18.4.2011 kl. 10:53

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gunnar, í núverandi kerfi er það ríkið sem fær allar tekjur af bifreiðanotkun en sveitarfélögin fá ekki neitt sinn hlut, þó þau þurfi að standa undir öllu viðhaldi gatna innan sinna vébanda.  Sveitarfélögin leggja á gatnagerðargjald til stofnframkvæmda við göturnar, en viðhaldið kemur allt úr sveitarsjóði og tekjur ekki sérmerktar til þeirra verkefna, heldur innheimtar með útsvari, fasteignagjöldum o.s.frv.

Enginn þarf að láta sér detta í hug annað en að ríkið muni finna upp nýja skatta til að ná inn tekjum af "umhverfisvænum" bílum, sem ekki ganga fyrir olíu- og bensíni, eftir því sem slíkir bílar verða stærra hlutfall af bílaflotanum þegar fram líða stundir.

Að sjálfsögðu er sanngjarnt að allir sitji við sama borð vegna skatta sem eiga að fara til vegaframkvæmda, hver sem orkugjafi bílsins er og því fyrirséð að breytingar verða á innheimtu umferðarskatta í framtíðinni.  Af þeim sökum er enn mikilvægara að fylgja því fast eftir að þessar fyrirséðu skattabreytingar verði ekki til þess að auka skattheimtuna af bíleigendum, heldur verði skattar sem nú eru lagðir á olíu- og bensín lækkaðir, eða felldir niður, þegar skattheimtunni verður breytt í þeim tilgangi að ná inn tekjum af "umhverfisvænu" bílunum.

Af þessum sökum verða bifreiðaeigendur að vera algerlega á tánum gagnvart skattaóðum ráðherrum, núverandi og væntanlegum.

Axel Jóhann Axelsson, 18.4.2011 kl. 11:15

8 identicon

Það er komin tillaga um aukagjald sem leggst aðallega á suma landsbúa.

Það er ekki komin tillaga um að leggja einhver gjöld niður.

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 11:39

9 identicon

,,Forsemnda vegskatta er að sjálf sögðu að skattlagning á eldsneyti verði lögð af.",  kvað Gunnar Heiðarsson. Hvar í fréttinni kemur það fram?

Óli ljóti (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband