Losun gjaldeyrishafta ef.........

Í dag klukkan fjögur verður haldinn blaðamannafundur til að kynna áætlun um losun gjaldeyrishaftanna, en það hefur dregist í tvær vikur að birta hana miðað við fyrri áætlanir. 

Engum þarf að koma á óvart þó áætlunin verði kynnt með ýmsum fyrirvörum og sá allra líklegasti er að allt muni þetta byggjast á því að þjóðin hunskist til að samþykkja Icesaveþrælalögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 9. Apríl n.k. 

Ríkisstjórnin, seðlabankinn og nú síðast forystumenn ýmissa stórfyrirtækja hafa klifað á þeim boðskap undanfarna daga, að allt muni fara á versta veg hér á landi samykki kjósendur ekki að selja sig sjálfviljugir í skattaþrældóm í þágu Breta og Hollendinga til næstu ára eða jafnvel áratuga.  Jafnvel ASÍ og einstaka verkalýðsforingum finnst sjálfsagt að launþegar taki á sig þungan skattaklafa, en þykjast geta lofað örlitlum launahækkunum á næstu þrem árum til að létta fólkinu að greiða útlendingaskattinn.

Öllu er tjaldað til í áróðrinum fyrir samþykkt þrælalaganna og svo mun áfram verða alveg fram á kjördag.  Bæði Evrópska og Norræna fjárfestingabankanum hefur verið beitt í þessum tilgangi á síðustu dögum og lánafyrirgreiðsla þessara lánastofnana, sem Íslendingar eru meira að segja eignaraðilar að, til Búðarhálsvirkjunar verið skilyrt við samþykki fjárkúgunarkröfunnar.

Allir vita hins vegar að þetta er nákvæmlega það sem það lítur út fyrir að vera, þ.e. lygaáróður, því öll stærstu fyrirtæki landsins hafa verið að taka ný rekstrarlán og framlengja önnur hjá erlendum lánastofnunum á undanförnum mánuðum, þar á meðal Breskum og Hollenskum bönkum og það sem meira er, á ágætum vaxtakjörum.

Fróðlegt verður að sjá hvort spáin um Icesavefyrirvarann rætist ekki í dag, þegar áætlunin um losun gjaldeyrishaftanna verður kynnt.  Seðlabankinn hefur látið teyma sig út í annað eins á undanförnum mánuðum.

Samfylkingin leggur ofuráherslu á að þrælalöggin verði samþykkt, enda á að leiða þjóðina með öllum ráðum inn í ESB og það helst nánast ófjárráða. 

Eina leiðin til að koma í veg fyrir fjárhagslegar hörmungar er að segja nógu stórt NEI í kosningunum sem framundan eru.


mbl.is Kynna áætlun um losun gjaldeyrishafta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Væru starfræktir veðbankar hér opinberlega, þá hefði enginn þeirra verið svo vitlaus að leyfa fólki um að veðja um þennan spádóm.   Allt frá dögum Svavarssamningsins hefur það verið einbeittur brotavilji ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, að gangast við hverjum þeim samningi sem í boði er, óháð kostnaði ríkissjóðs.  Allt fyrir málstaðinn.

 Er fólk kannski búið að gleyma allri fyrirhöfn stjórnvalda og meðhlaupara þeirra úr háskólasamfélaginu, við að reyna að troða fyrri Icesaveklöfum upp á þjóðina?  Þar sem að hver heimsendaspáin á fætur annarri hefur verið gerð opinber.

Kristinn Karl Brynjarsson, 25.3.2011 kl. 14:41

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað er enginn búinn að gleyma spádómunum um að Ísland yrði eins og Norður-Kórea eða Kúba norðursins ef ekki tækist að koma Svavarssamningnum í gegnum þingið, óséðum eins og upphaflega átti að gera.  Þá tókst stjórnarandstöðunni, ásamt órólegu deildinni í VG, að koma í veg fyrir þær hörmungar sem sá samningur hefði leitt yfir þjóðina.  Samþykkt þess samnings hefði hins vegar gert Ísland að hálfgerðri Noður-Kóreu, eða Kúbu norðursins.

Á hátíðarstundum lýsa ráðherrarnir því fjálglega hve allt sé að snúast til betri vegar í efnahagslífi landsins og væri það rétt, þá hefur það gerst án samþykktar á þrælasölusamningum og væntanlega mun efnahagsbatinn loksins verða öflugur og kraftmikill, eftir að þjóðin veður búin að losa sig við þessa Icesaveumræðu í eitt skipti fyrir öll, með afgerandi þátttöku í kosningunum og algerri höfnun skattaþrældómsins.

Annars er alveg stórmerkilegt, að ekki einn einasti JÁsinni nefnir nokkurn tíma hvaða skatta eigi að hækka og/eða leggja á, til þess að borga þó ekki væri nema vextina úr ríkissjóði.  Ríkissjóður borgar nefninlega ekkert, nema með skattlagningu á móti útgjöldum.

Axel Jóhann Axelsson, 25.3.2011 kl. 14:55

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Að sjálfsögðu rættist spáin, því bæði Árni Páll, viðskiptaráðherra, og Már seðlabankastjóri hafa hamrað á því í fréttatímunum í kvöld, að úrslitin í þrælasölukosningunum muni hafa mikil áhrif, nánast úrslitaáhrif, á það hvernig muni ganga að aflétta höftunum.

Áróðursherferðin er komin á fullt skrið og mun fara stigvaxandi fram að kjördag.

Axel Jóhann Axelsson, 25.3.2011 kl. 18:37

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er nú kannski það merkilegasta við þetta, að stjórnvöld óttast dómstólaleiðina engu minna út frá því að málið vinnist, heldur en tapist.

 Hvað verður sagt um þann fjármálaráðherra sem talar fyrir greiðslu hundruða milljarða úr ríkissjóði, í þrígang,  til þess eins að komast hjá því að vinna mál fyrir dómstólum? 

Kristinn Karl Brynjarsson, 25.3.2011 kl. 19:00

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Samþykkt þrælalaganna er engin trygging fyrir því að ekki verði farið í dómsmál gegn íslenska ríkinu vegna "mismununar" innistæðueigenda.

Verði það gert og slíkt mál myndi tapast mun það hafa stóralvarlegar afleiðingar fyrir framtíð íslensku þjóðarinnar, ef hún asnast til að segja JÁ í þjóðaratkvæðagreiðslunni og vera þannig búin að samþykkja ríkisábyrgð á tryggingasjóðinn, sem þá myndi engan forgang eiga í bú Landsbankans.

Þar fyrir utan er það prinsippmál að láta ekki kúga sig til að samþykkja hvað sem útlendingum dettur í hug að neyða upp á okkur.

Axel Jóhann Axelsson, 25.3.2011 kl. 19:24

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það er skelfilegt að samlandar okkar og þess utan ráðamenn þjóðarinnar skuli reka þennan hræðsluáróður. Hvað óttast þeir svona? 

Ég myndi nú ætla að verði lögunum hafnað, geti allir farið að anda rólega. Maður gæti haldið að þeir vilji frekar sitja uppi með Já, en að viðurkenna þau mistök að hafa byrjað að hlusta á Breta og Hollendinga. Svo einkennilegt sem það er virðast allir þessir menn bera óttablandna virðingu fyrir þessum þjóðum, jafnvel þegar þeir hafa í hótunum við okkur. Segjum öll NEI!

Bergljót Gunnarsdóttir, 25.3.2011 kl. 23:46

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það sem að þau óttast og ættu að óttast er að ef þjóðin fellir Icesave þá eru þau væntanlega búinn að missa vinnuna sína....

Það vill engin sjá á eftir góðum launum ef hann kemst hjá því...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.3.2011 kl. 07:47

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mín skoðun er sú, að alls ekki eigi að blanda stjórnmálum, ríkisstjórninni eða forsetanum inn í þessa umræðu og ríkisstjórnin á ekkert að segja af sér þó þrælalögin verði samþykkt. Geti hún ekki starfað áfram, þá fer hún einfaldlega frá, en úrslit þessa máls eiga ekki að ráða því hvort hún er eða fer.

Afstaðan til málsins sjálfs á að ráða því hvernig fólk greiðir atkvæði, ekki líf eða dauði ríkisstjórnar, eða fylgispekt við ákveðna stjórnmálaflokka.

Í mínum huga snýst þetta um algert prinsipp, þ.e. að skattgreiðendum kemur þetta einfaldlega ekkert við og eiga því að sjálfögðu ekki að taka á sig fjárhagslegar byrðar vegna þess.

Axel Jóhann Axelsson, 26.3.2011 kl. 10:32

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Skattgreiðendur eiga ekki að taka á sig fjárhagslegar byrðar, sem svo geta valdið allskyns öðrum vanda málum heimilanna í kjölfarið  .

Hvað ríkisstjórnina snertir, þá er hún löngu búin að sýna vanhæfi sitt til flestra hluta, og þess vegna fellur hún varla á neii kjósenda,   Hún  þekkir ekki sinn vitjunartíma.

En eins og þú segir svo réttilega Axel þá snýst þetta ekki um ríkisstjórnina, þó svo að hún hafi komið okkur í þessa aðstöðu. Ég er þér fullkomnlega sammála þar.

Bergljót Gunnarsdóttir, 26.3.2011 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband