Rýnihópur rannsaki kærunefnd sem úrskurðaði um hlutlausa ráðningu

Vitleysan í stjórnsýslunni ríður ekki við einteyming þessa dagana, frekar en flesta aðra.  Nú liggur Jóhanna Sigurðardóttir undir miklum ámælum vegna brota á jafnréttislögum, sem hún samdi sjálf og fékk samþykkt á Alþingi fyrir nokkrum árum, en meðan hún var í stjórnarandstöðu var hún manna hörðust í gagnrýni sinni á þá sem taldir voru brjóta eldri jafnréttislög.

Það eru því nöturleg örlög Jóhönnu, að verða fyrsta manneskjan í ráðherraembætti til að brjóta nýju og skeleggari lög um jafnréttismál og mun verða henni til háðungar, þegar stjórnmálaferill hennar verður rifjaður upp, en það mun þó verða sár upprifjun fyrir alla, því verri ríkisstjórn hefur ekki setið í landinu frá lýðveldisstofnun.

Til að kóróna alla vitleysuna í kringum þetta mál, lætur Jóhanna frá sér fara þá endemis dellu að skipa nýja nefnd til að rannsaka niðurstöðu Kærunefndar jafnréttismála, sem fór ofan í og úrskurðaði um afgreiðslu Jóhönnu og "óháðrar" nefndar á ráðningu í hið umdeilda skrifstofustjórastarf.

Fréttin af þessu máli endar svona: "Jóhanna segist ekki hafa viljað ganga gegn niðurstöðu ráðgjafa sem hafi lagt faglegt mat á umsóknir. Vill ráðherra að "hlutlaus rýnihópur" fari yfir störf kærunefndarinnar."

Verður hægt að slá vitleysuna í stjórnsýslunni út, eftir að skipaður hefur verið "hlutlaus rýnihópur" til að rannsaka hlutlausa kærunefnd sem hefur úrskurðað um afgreiðslu hlutlausrar ráðninganefndar?

Þetta slær jafnvel út klúðrið um stjórnsýsluráðið, sem nýtur stuðnings minnihluta Alþingis og þjóðar og mun því aldrei verða marktækt, eða niðurstöður þess til nokkurs nýtar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það þarf engan ,,óháðan" rýnihóp vina Jóhönnu ofan úr Háskóla til þess að rannsaka, hvað veldur þessu klúðri öllu.   Faglega ráðningaferli er stöðluð aðferð sem þykir henta vel í umhverfi, þar sem t.d. þarf ekki að taka tillit til jafnréttis, menntunnar og fyrri starfa.  Kerfi þar sem persónuleikinn getur skorað meira, heldur prófskírteini.  

Það hefur verið þannig alla jafna í gegnum tíðina, að hæfni fólks í stjórnunarstöður hjá hinu opinbera, er fyrst og fremst metin út frá menntun og fyrri störfum. Aðrar mælingar eða útkoma þeirra eru huglægar og meta í raun hæfnina út frá fyrirfram gefnum forsendum. Forsendum líkt og persónuleika og skoðunum. 

 Fyrir huglæga matið, þá hafa sá sem starfið fékk og sú sem kærði, verið talin jafnhæf.  Kærunefndin eða lögbundið verklag hennar, samkvæmt lögum sem Jóhanna sjálf samdi eða lét semja fyrir sig, metur eingöngu hæfni fólks eftir menntun og fyrri störfum. 

  Sé það satt að Jóhanna hafi þráspurt ráðuneytisstjóra sinn og þennan mannauðsfræðing, hvort að örugglega væri ekki farið að jafnréttislöggjöfinni, þá ætti kannski Jóhanna að hugleiða hvort ráðuneytisstjórinn sé nokkuð svo vel lesinn í þeirri löggjöf. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 25.3.2011 kl. 09:35

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er líka spurning hvort ekki eigi að taka þennan beiska kaleik að bera ábyrgð á ráðningum í ráðuneytin alveg frá ráðherrum, sem koma og fara, og láta ráðningar algerlega í hendurnar á einhvers konar ráðningarnefnd, sem ráði í allar helstu stöður ráðuneytanna allra og standi svo reikningsskap gerða sinna fyrir Kærunefnd jafnréttismála.

Hugsanlega gæti það líka orðið til þess að fækka "pólitískum" ráðningum og ráðuneytin yrðu full af hæfileikaríku óháðu fólki, sem gæti unnið með ráðherrum úr hvaða flokki sem er.  Það er varla réttlætanlegt að ráðherra sé að standa í mannaráðningum, því sumir ráðherrar stoppa stutt í ráðuneytunum og komast varla nokkurn tíma almennilega inn í starfsemi og starfshætti ráðuneytisins áður en þeir yfirgefa það aftur.

Kerfið malar áfram áratugugum saman, þó ráðherrar komi, fari og gleymist.

Axel Jóhann Axelsson, 25.3.2011 kl. 09:47

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Í sætum 2-4 í matinu, voru einnig konur.  Þær hins vegar ákváðu að kæra ekki og því urðu þær ekki aðilar máls og þess vegna tók kærunefndin ekki afstöðu til hugsanlegs brots gegn þeim.   En þá hlýtur að mega spyrja, í ljósi þess að þráspurt var hvort örugglega ekki væri farið eftir jafnréttislöggjöfinni,  hversu frábrugðið hæfnismatið var áðurgerðum hæfnismötum, þar sem skipaðar hafa verið nefndir, til að meta umsækjenda. 

 Sá sem ráðinn hlýtur að hafa haft töluverða yfirburði samkvæmt  hinu faglega mati mannauðsfræðinnar. Hvað í finu faglega mati mannauðsfræðinnar, setti Önnu Kristínu fyrir neðan þessar þrjár?  

 Það er vísbending til þess, að meðvitað hafi verið reynt að ,,komast" hjá því að ráða pólitískt í stöðuna.  Er það kannski ein af ástæðum þess að Anna Kristín var ekki ofar í matinu?   Sé svo, þá er það, eins einkennilega og það kann að hljóma, brot á stjórnsýslulögum, sem banna m.a. mismunun á grundvelli stjórnmálaskoðanna. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 25.3.2011 kl. 10:44

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, það er nokkuð einkennilegt ef stjórnmálaskoðanir fólks eru farnar að fella fólk niður í "faglegu" mati á hæfni til að gegna ákveðnum störfum. 

Þar hittir þá pólitíski rétttrúnaðarandskotinn ömmu sína, sem er greinilega ekkert frýnilegri en hann sjálfur.

Axel Jóhann Axelsson, 25.3.2011 kl. 11:11

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ein fyrsta málsvörn Jóhönnu var jú: ,,Hvað hefði verið sagt, hefði ráðið flokkssystur mína, sem var þar að auki í fimmta sæti í ,,faglega" unnu mati?"  Hefði Anna Kristín verið í fimmta sæti í löglega unnu mati?

Kristinn Karl Brynjarsson, 25.3.2011 kl. 11:29

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það þarf greinilega óháða nefnd, starfshóp, rýnihóp eða aðra "hlutlausa" aðila til að komast til botns í þessu öllu.

Almenningur og hvað þá ráðherrar, alþingismenn eða opinberir starfsmenn, skilja ekki upp eða niður í þessum málum lengur.

Axel Jóhann Axelsson, 25.3.2011 kl. 11:35

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Í þessu máli er bara verið að bera saman epli og banana.   Eitthvað tilgreint hæfnismat í ráðningarferli sem er byggt á starfsreglum, sem hafa í gildi minnisblaðs og þau lagalegu viðmið sem kærunefndinni ber að taka tillit til.

Kristinn Karl Brynjarsson, 25.3.2011 kl. 11:55

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er greinilegt að óháði mannauðsstjórinn og ráðuneytisstjórinn hafa ekki kynnt sér lögin um jafnréttismál og Jóhanna hefur svo ekkert kíkt á þau þegar hún skrifaði undir ráðninguna.

Hvað sem öðru líður er þetta mikill áfellisdómur yfir Jóhönnu og starfsmönnum hennar.

Axel Jóhann Axelsson, 25.3.2011 kl. 11:59

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

„Arndís Ósk Jónsdóttir, mannauðsfræðingur (ráðgjafinn) annaðist ekki umrædd viðtöl, það munu hafa annast starfsmenn ráðuneytisins, sem voru sumir góðkunningjar Arnars Þórs Mássonar, sem ráðinn var í embættið. (Þarna er eflaust átt við, fyrstu umferð í ráðningarferlinu. Fyrsti niðurskurður á hópi umsækjenda.)

Hann mun hafa unnið að ýmsum verkefnum fyrir ráðuneytið, tekið þátt í ráðstefnum og fundum með ráðuneytisstjóra mánuðina áður en staðan var auglýst. Vann hann þá á sömu sviðum og nýja skrifstofan fæst við. Hann var því vel tengdur og upplýstur, auðvelt fyrir hann að nefna í samtali við ráðgjafann dæmi um verkefni, sem hann mundi þurfa að sinna og hvernig hann mundi leysa þau.“

Kristinn Karl Brynjarsson, 25.3.2011 kl. 12:42

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er greinilega ýmsum aðferðum beitt til þess að geta svo sagt að ferlið sé allt saman gangsætt og "óháð". 

Axel Jóhann Axelsson, 25.3.2011 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband