Spurningar til þeirra sem ætla að segja JÁ við Icesave

Samkvæmt skoðanakönnunum undanfarið er tiltölulega mjótt á mununum milli þess fjölda kjósenda sem ætla að segja JÁ og þeirra sem ætla að segja NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave, sem fram fer þann 9. apríl n.k., en JÁin eru þó í meirihluta þessara kannana.

Í tilefni þessara kannana vil ég óska eftir svörum frá þeim sem ætla að samþykkja lögin við eftirfarandi spurningum:

Hvaða skatta á að hækka og hvaða nýju skatta vilt þú láta leggja á skattgreiðendur til þess að standa undir þeim útgjöldum sem fylja munu samþykktinni, hvort sem verið er að tala um 60 milljaða eða 240 milljarða?

Er það bara eðlilegt að láta íslenska skattgreiðendur greiða erlendar kröfur, sem aldrei var gert ráð fyrir að á þeim myndu lenda, hvorki í samþykktum eða tilskipunum ESB, eða í íslenskum lögum?

Fulltrúar atvinnulífsins halda því fram að með samþykktinni opnist leiðir að ódýrari lánum frá erlendum lánastofnunum. Finnst fólki eðlilegt að skattgreiðendur niðurgreiði vaxtakjör fyrirtækja með sköttum sínum?

Er ásættanlegt að allar launahækkanir sem til geta komið á næstu árum fari til að greiða "erlendar skuldir óreiðumanna", þannig að kaupmáttur aukist ekki neitt á greiðslutímanum?

Ef niðurskurður útgjalda hins opinbera á að koma í stað skattahækkana, hvað á þá að skera niður til viðbótar við það sem þegar hefur verið ákveðið vegna fjárvöntunar ríkissjóðs?

Svör við miklu fleiri spurningum vantar, en gott væri að fá svör við þessum til að byrja með. Öllum þessum atriðum og miklu fleiri hljóta allir að hafa velt fyrir sér við ákvarðanatöku sína og hljóta því að hafa svör við þeim á reiðum höndum.

Tilfinningar, leiðindi og uppgjöf vegna langdreginnar umræðu getur ekki ráðið afstöðu til málsins og því er vinsamlega óskað svara við þessum spurningum.


mbl.is 42,6% styðja Icesave en tæpur fjórðungur er óákveðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Sæll Axel Jóhann.

Ég held að það sé dýrara fyrir okkur til lengdar að hafna Icesave. Við/ríkið erum þegar að borga helling af "skuldum óreiðumanna": hrun Seðlabankans, endurfjámögnun bankanna, Sjóvá, Spkef, o.s.fr. o.s.fr. Sem betur fer sleppum við þó að borga meginþunga af tíu þúsund milljarða skuldum skuldum föllnu bankanna, þær kröfur einfaldlega tapast.

Það er alls ekki svo að tilfinningar ráði þessari afstöðu minni, heldur fyrst og fremst lagaleg og siðferðileg rök, hagfræðileg rök, réttlæti og sanngirni.

Ég virði það að allir séu ekki sammála mér. Mín sjónarmið eru skýrð á síðu minni www.bloggheimar.is/einarkarl

.

Einar Karl, 26.3.2011 kl. 08:25

2 Smámynd: Sigurður Helgason

af hverju segja jáistarnir alltaf,,,,,, ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ, HUGSANLEGA,GETUR VERIÐ ?

Vita þeir ekkert ?

Sigurður Helgason, 26.3.2011 kl. 09:37

3 identicon

Sæll Einar Karl.Er þetta "held að það sé ódýrara"byggt á einhverjum rökum eða er þetta bara einhver tilfinning eða afleiðing þess hræðsluáróðurs sem hefur verið í gangi.Hvað er rangt við það að spyrja spurninga um málið og heimta svör.Og það er alls ekkert víst að það séu allir sammála um að notaðir séu peningar almennings til að endurfjármagna einkabankana og einkatryggingarfélag eins og gert hefur verið.Og eitt enn.Einu skoðanakannanirnar hafa verið gerðar eru á vegum viðskiptablaðsins og Áfram-hópsins.Báðir þessir aðilar hafa lýst stuðningi við Icesave.Það vekur upp spurningu um hvort þessar kannanir hafi verið "pantaðar".Og hver borgar? Ætla ekki að segja meira en ef niðurstöður kosninganna verða verulega frábrugðin þessum könnunum er rétt að rannsaka málið eins og hefði átt að gera þegar könnun kom þegar Svavara samningnum var skotið til þjóðarinnar.Hún sýndi meirihluta með samningi.Niðurstaðan:Var það ekki eitthvað um 90% á móti.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 09:38

4 Smámynd: Einar Karl

Josef:

Já.

Mat mitt að það sé ódýrara að samþykkja Icesave byggist á þeim rökum að það hefur alltaf reynst okkur farsælast að vera í sem mestum og bestum samskiptum við aðrar þjóðir. Einangrunarhyggja og vantraust á öðrum þjóðum, sem 'Nei'-hliðin þrífst á, gerir okkur fátækari. Það sýnir Íslandssagan.

Einar Karl, 26.3.2011 kl. 11:03

5 identicon

Sæll Axel, það er umdeilanlegt hversu góðar eða skynsamlegar spurningar eru en það er rétt að svara þeim.(Rétt að taka fram að ég hef ekki tekið endanlega afstöðu) .1. það liggur ekki fyrir að það þurfi að hækka skatta. margir óvissuþættir eru í dæminu t.d. endurheimtuhlutfall. Hins vegar er aðveg ljóst að skattgreiðendur hafa orðið að greiða gjaldþrot Seðlabankans(230 milljarðar?) en þá var eðlilega enginn spurður. 2. Íslensku bankarnir voru reknir af glæpamönnum sem vitandi vits stefndu þeim í þrot. Útibúin erlendis voru undir eftirliti og þar með ábyrgð íslenskra aðila. Þegar 2006 var ljóst að Seðlabankinn og FME hefðu átt að grípa í taumana og taka bankana niður. Þeir hefðu fengið erlenda sérfræðiaðstoð. Ekkert af þessu var gert. Reikningurinn vegna lágmarksinnistæðna fellur á íslensku þjóðina. Við kjósum hann ekki í burtu. 3. Erlent fjármagn er lífsnauðsynlegt fyrir atvinnulífið. Við lifum við höft og svo verður meðan ónýt örmynt er notuð. 4. Þessi spurning er óraunhæf. 5. Samanber svar við 1. sp. Almennt: að segja nei er(líklega) mun hættulegra/meiri óvissa en að segja já. Að segja nei er( líklega) mun dýrara en að segja já og þá er ekki endilega gert ráð fyrir töpuðum dómsmálum.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 11:13

6 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Get ekki séð að það sé einangrunarhyggja að vilja ekki borga óréttlætar kröfur. Það eru engin rök að kalla Nei-sinna einangrunarsinna það flokkast frekar undir hræðsluáróður.

Áróðursmaskínur samfylkingar og JÁ-sinna er sstór og mikil, gengur útá að allt fari hér á versta veg samþykkjum við ekki ógjörninginn...

Hvað gerðist síðast þegar ICESAVE var hafnað??? Og takið eftir að ég segi "síðast" því í mínum huga er sami samningur undir þó tölurnar breytist.

Það er líka þekt innan ESB að kosið sé trekk í trekk þangað til viðunandi niðurstaða kemur úr málinu...

Þess vegna sagði ég NEI áður og segi NEI núna og eins lengi og mér endist þróttur til...

Ólafur Björn Ólafsson, 26.3.2011 kl. 11:32

7 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég ættla ekki að færa rök fyrir minni ákvörðun, vegna þess að það breitir eingu, en ég ættla að segja nei við Icesave. kv Frá kanarý. bláskjár.

Eyjólfur G Svavarsson, 26.3.2011 kl. 12:20

8 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Heilbrigð skynsemi segir mér að ef maður kemur kemur inn í banka til að fá lán þarf maður að geta fullvissað bankastjórann um að maður geti borgað lánið til baka, þá er skoðað greiðslumat og jafnframt hvort maður sé í ábyrgðum, til að meta líkur á endurgreiðslu ef allt fer í vaskinn hjá lánþega og ef maður hefur verið of viljugur við að ábyrgjast - þá einfaldlega fær maður ekki lánið..........

Hvernig í ósköpunum geta þá já sinnar fullyrt að samþykkt Icesave liðki fyrir lántökum íslendinga erlendis...........

Eyþór Örn Óskarsson, 26.3.2011 kl. 12:45

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Sá kostnaður sem að jásinnar nefna gjarnan er ,,bara" 30 milljarðar.  Gott og vel. En það eru 30 milljarðar út úr ríkissjóði, til ársins 2016, ef ég man rétt.  Það þarf því, að fjármagna þá upphæð, á einn eða annan hátt, þó hún sé ,,bara" 30 milljarðar.  Hvort sem það sé gert með skattahækkunum, strax, eða lántökum, þá þarf jú að borga þau lán og það verður ríkissjóður sem að það gerir.

Lántökur fresta því bara skattahækkunum og munu að öllum líkindum auka á þær skattahækkanir sem þyrfti að fara í til þess að borga af láninu.  Enda er það þannig að sá sem fær lánað fé, borgar hærri upphæð til baka, en hann fær lánaða, þar sem lán eru veitt með vöxtum.

 Jásinnar taka þann kostinn að horfa bara á ,,dómstólaáhættu", vegna synjunar á samningnum.  Samt er það svo að samþykkt samningsins, bætir ekki að fullu fyrir þá meintu ,,saknæmu mismunun" sem áminningarbréf  það frá ESA er stjórnvöld hafa slag í slag fengið frest á að taka til varna og svara.  

 Samþykkt samningisins og frestun á svari á áminningarbréfi ESA, felur í sér ákveðna játningu á þeirri sök, er ESA ,,gerir" okkur upp.   Þrátt fyrir játninguna, er þó ekki tjón allra bætt.  

Það er því kjánaskapur að ganga út frá því, að sá hópur innistæðueigenda Icesavereikninga, ofur-innistæðueigendurnir, muni ekki reyna að krefjast þess fyrir dómi, að fá sitt tjón bætt að fullu. 

 Vinni innistæðueigendurnir málið, sem varla telst ólíklegt, í ljósi ,,játningar" stjórnvalda með samningnum og í raun hunsunnar á ámenningarbréfi ESA, bætist á ríkissjóð greiðsla innistæða umfram þessar 20.000 evrur rúmar, sem tryggingarsjóðnum var ætlað að bæta.   

 Vinni hins vegar íslenska ríkið málið, þá falla engu að síður milljarða tugir á ríkissjóð, í formi aukinna vaxtagreiðslna, þar sem dómsmálið mun tefja greiðslur úr þrotabúi Landsbankans.  Samkvæmt samningnum þýða tafir á útgreiðslum úr búinu hærri vaxtagreiðslur ríkissjóðs.   Einnig er það ákvæði í samningnum, að allur réttarágreiningur vegna hans, skuli leystur fyrir breskum dómstólum, ekki íslenskum.

 Það er því með ólíkindum að jásinnahópurinn, með öfugmælanafninu ,,Áfram", skuli láta sér detta sú vitleysa í hug, að byggja sinn málflutning á því að, það sé nær ,,öruggt" að ,,bara" 30 milljarðar falli á ríkissjóð.  Það sem gerir þessa vitleysu jásinna kannski enn alvarlegri, er að þetta er hópur manna og kvenna og sem vilja ýmist láta taka sig alvarlega sem viðskiptamenn eða  forsvarsmenn fyrir hagsmunum launþega (skattgreiðenda) í landinu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.3.2011 kl. 12:59

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er athyglisvert að svör JÁsinna einkennast að mestu af sömu slagorðunum og beitt var í áróðrinum fyrir samþykkt Svavarssamningsins og síðan Icesave II og eru svo endurnýtt ennþá vegna Icesave III.

Hrafn svarar þó spurningunum beint, en svörin eru alls ekki rökrétt, þar sem enginn hefur haldið því fram, eins og hann, að endurheimtur krafna Landsbankans muni duga til að greiða alla Icesavekröfuna og jafnvel þó innheimtist fyrir öllum höfuðstólnum, þá munu allar vaxtagreiðslur falla á skattgreiðendur ef þeir samþykkja að taka á sig ábyrgð á málinu.  Í þessu sambandi er ekki deilt um hvort þurfi að borga vexti, heldur hve mikla vexti og þá verið nefndar tölur á bilinu 40-240 milljarðar, eftir þeim forsendum sem menn gefa sér.  Rétt er að minna á að Bretar og Hollendingar höfnuðu 47 milljarða eingreiðslu vegna þess að þeir töldu áhættuna af að þiggja þá of mikla fyrir SIG og vildu því með öllum ráðum koma áhættunni á íslenska skattgreiðendur.

Hrafn segir líka að þar sem bankarnir hafi verið reknir af glæpamönnum þá falli ábyrgð á þeim á íslenska skattgreiðendur.  Þetta stenst auðvitað ekki, því tilskipun ESB og íslensk lög gera einmitt ráð fyrir því að ekki sé um ríkisábyrgð að ræða á tryggingasjóðunum, enda ef svo væri þyrfti ekki að samþykkja slíka ríkisábyrgð með sérstökum lögum núna.

Vitað er að erlend lán eru nauðsynleg fyrir atvinnulífið, en spurningin var sú, hvort réttlætanlegt væri að skattgreiðendur niðurgreiddu vexti af þeim lánum, jafnvel með öllum væntanlegum launahækkunum næstu árin.  Þeirri spurningu svaraði Hrafn ekki.

Að endingu segir Hrafn að líklega verði dýrara að neita lögunum staðfestingar en að staðfesta þau, en getur ekkert um það fyrir hvern það yrði dýrara.   Varla lendir þá sá aukakosnaður á skattgreiðendum nema í gegn um hærra vöruverð, sem auðvitað er eðlilegri leið til að velta kostnaði á neytendur en að niðurgreiða hann með sköttum.

Samþykkt skattaþrælalaganna kemur ekki í veg fyrir málaferli vegna "mismununar", því mörg dómsmál eru í gangi vegna neyðarlaganna og tapist þau mun forgangur tryggingasjóðsins og Breta og Hollendinga í bú Landsbankans falla niður og þá myndu gríðarlegar upphæðir falla á íslenska skattgreiðendur, verði þeir svo óforsjálir að samþykkja að taka á sig ábyrgð á þessari algerlega ólögbundnu kröfu.

Axel Jóhann Axelsson, 26.3.2011 kl. 14:05

11 identicon

Sæll Axel, varðandi 1. Samkvæmt samningnum falla skiptist vaxtakostnaður milli Íslendinga, Breta og Hollendinga. Vaxtaprósenta er afar lág eins og m.a. Lárus Blöndal hefur bent á. Hins vegar er annað mikilvægt atriði sem hafa verður í huga. Með neyðarlögum er kröfur tryggingasjóðs innistæðueigenda,,, gerðar að forgangskröfum. Nú þegar hefur þýskur banki hafið mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að fá þessu hnekkt. með dómi verður úrskurðað hvort þetta ákvæði stenst. Enn annað mikilvægt atriði er að sjálfsögðu hugsanleg ákæra ESA hjá Eftirlitsdómstóli. Ef íslenska ríkið verður dæmt fyrir að hafa brotið samninginn hefur það pólitískar og lagalegar afleiðingar. Ríkið verður að tryggja með aðgerðum að slíkt endurtaki sig ekki og breskir/hollenskir aðilar geta höfðað skaðabótamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir munu gera kröfur í erlendum myntum þar sem skaðinn er í erlendum myntum. 2. Bankarnarnir voru reknir af glæpamönnum en það skapar ekki bótaskyldu eða skyldu til að greiða lágmarksbætur. Þetta voru íslenskir bankar, höfðu höfuðstöðvar á Íslandi, voru undir eftirliti íslenskra aðila. Íslensk stjórnvöld hafa innleitt evrópsk lög á sviði efnahagsmála og verða að haga sér í samræmi við það. 3. Þessi spurning er vitlaust framsett eða snertir ekki kjarna málsins. Það skiptir öllu máli að erlendir fjármálamarkaðir séu opnir fyrir íslenskum fyrirtækjum. Fjármögnunarvandamál Landsvirkjunar eru skýrt dæmi. Fjárfestingar skapa atvinnu, veltu og auknar skatttekjur opinberra aðila. Fjárfestingar eins og skynsamleg skattastefna auka skatttekjur ríkisins. Þannig væri hægt að borga vaxtagreiðslunar með auknum skatttekjum vegna hagvaxtar. með góðum kveðjum

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 14:39

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Verði neyðarlögunum hnekkt fyrir dómstólum verða Íslendingar mun ver setti með ríkisábyrgð á Icesave, þar sem tryggingasjóðurinn fengi þá miklu minna út úr búi Landsbankans, en ef lögin standast, því með þeim lögum fékk hann forgang í búið.  Falli sá forgangur niður, þá munu miklu stærri upphæðir falla innan ríkisábyrgðarinnar en annars og þá ekki eingöngu vaxtakostnaður.

Íslensk fyrirtæki hafa ekki átt í neinum vandræðum með sín erlendu lánamál undanfarið og nægir að nefna Marel, Össur, Bakkavör, Actavis og Landsvirkjun, sem öll hafa sótt lánafyrirgreiðslu til útlanda undanfarið á ágætum vöxtum.  Einu erfiðleikarnir sem Landsvirkjun hefur lent í, er vegna Evrópska og Norrænu fjárfestingabankana sem beitt hefur verið í pólitískum tilgangi til þrýstings á samþykkt Icesavelaganna.  Forstjóri Landsvirkjunar lét þess getið að fáist lánið frá Evrópska fjárfestingabankanum yrði leitað á önnur mið, enda væri vaxtaumhverfið erlendis fyrirtækinu hagstætt um þessar mundir.

Allar arðvænlegar fjárfestingar hérlendis munu laða að sér fjárfesta og lánsfé erlendis frá, hvað sem um Icesavelögin verður, enda er í sjálfu sér ekki skortur á fjárfestum um þessar mundir, heldur er það ríkisstjórnin sem stendur í vegi fyrir öllum þeim framkvæmdum sem áhugi hefur verið á að koma í gang hér á landi undanfarið ár a.m.k.

Axel Jóhann Axelsson, 26.3.2011 kl. 14:50

13 identicon

Axel, ef allt fer á versta veg, við förum með málið fyrir dómstóla og við töpum. Ætla þá nei-sinnar að borga þann reikning fyrir mig? Ef svo er þá er kannski í lagi að segja nei við IceSave III, því ég ætla ekki að borga þann reikning.

Ég legg því til að þú og félagar þínir skilji eftir nafn og kennitölu á atkvæðaseðlinum, svo við vitum hvert á að senda bakreikninginn.

Bjöggi (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 15:38

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Málið sem hætta er á að tapist, er deilan um neyðarlögin.  Verði þau dæmd ógild verður reikningurinn sem á þjóðinni lendir gríðarlegur ef búið verður að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave.  Sú áhætta verður ekki fyrir hendi ef lögin verða felld úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Þú kemur með endurnýttan brandarann sem NEI sinnar hafa verið að klína á JÁsinna, en í þeirri útgáfu hljóðar hann upp á að JÁsinnar láti kortin sín fylgja atkvæðaseðlinum, þannig að hægt verði að færa kostnaðinn inn á þá sem endilega vilja borga það sem skattgreiðendum kemur ekki við að taka á sínar herðar.

Þegar upp verður staðið sleppa allir við að borga vextina af Icesave, ef meirihlutinn segir NEI, en eiga á hættu að fá í hausinn gríðarlegar skattahækkanir ef þeir segja JÁ og neyðarlögin verði síðan felld úr gildi fyrir dómstólum.

Það er málefninu ekki sæmandi að nota svona útúrsnúninga og rökleysur í umfjöllun um það.  Beiðni mín í upphaflegu færslunni var um svör við ákveðnum spurningum, sem eru í sjálfu sér ekki flóknar, en af einhverjum ástæðum vilja fáir horfast í augu við það, hvernig á að fjármagna málið.

Axel Jóhann Axelsson, 26.3.2011 kl. 15:54

15 identicon

Ertu þá að segja með þessu að það felist engin áhætta í því að segja Nei? Ef svo er þá skal ég segja nei ef þú lofar að borga fyrir mig reikninginn ef hann kemur. Ef þú ert svona viss þá ætti það ekki að vera neitt mál ;)

Og ef það er ekki málinu sæmandi að nota svona útúrsnúning og rökleysur, afhverju byggir þá málfuttningur nei sinna nær einungis á útúrsnúningum, rökleysum og í sumum tilvikum hreynni lygi?

Bjöggi (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 16:19

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bjöggi minn, ég hef ekki hugmynd um það hvers vegna einhverjir NEIsinnar stunda útúrsnúninga, rökleysur og lygi, frekar en ég botna í því hvers vegna þú gerir það.

Axel Jóhann Axelsson, 26.3.2011 kl. 16:26

17 identicon

Mér sýnist nú á þessu bloggi og svörðum þínum og þú sért einn þeirra sem notist við slíka aðferðafræði. Eru allir nei-sinnar svona blindir?

Bjöggi (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 16:29

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bjöggi, ef þú hefur ekkert til málanna að leggja og getur ekki tekið þátt í  neinum umræðum eins og fullorðinn maður, þá ættir þú bara að sleppa fíflalátunum og fara út að leika þér með hinum krökkunum.

Axel Jóhann Axelsson, 26.3.2011 kl. 16:35

19 identicon

Sæll Axel, eins og þú veist eru tvær krónur í gangi, verðtryggð og óverðtryggð. Sú verðtryggða er hin raunverulega króna. Sú sem hefur stöðugt gildi. Mörg íslensk fyrirtæki eru alþjóðleg fyrirtæki sem hafa sagt skilið við krónuna. Allt bókhald þeirra, viðskipti, velta og ársreikningar eru í evrum. Slík fyrirtæki eiga auðvelt með að fá lán erlendis. Þau hafa stöðugar tekjur í erlendri mynt. Hér tilvísun í matsfyrirtæki sem er eitt þeirra sem metur stöðu íslenska ríkisins:Moody’s sovereign bond ratings for Iceland (Baa3, negative outlook) will be affected by the
outcome of the country’s forthcoming referendum on the revised agreement to resolve the
dispute over the Icesave offshore bank deposit scheme. In the event that the agreement is
approved by Iceland’s electorate, we would likely change the outlook on the government’s
current Baa3 ratings to stable from negative. If the agreement is rejected, we would likely
downgrade Iceland’s ratings to Ba1 or below, given the negative repercussions that would
follow for the country’s economic and financial normalisation.

http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=8549

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 16:51

20 identicon

Ég er ekki sáttur við Icesave.  Ég heyrði enga óánægju þegar Landsbanki Íslands opnaði Icesave eða þegar Kaupþing opnaði Kaupthing Edge.

Þá áttu viðvörunarbjöllur að hringja, en þær gerðu það ekki.

Það er erfitt að kyngja þessu, en Íslandi ber því miður að greiða þetta.  Þess vegna segi ég já.

Ef við horfum á viðrbrögð íslenskra stjórnvalda allt frá árinu 2006 þá fáum við það marg oft staðfest að íslensk yfirvöld sögðust ætla að tryggja innistæður breskra einstaklinga.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 17:31

21 Smámynd: Björn Birgisson

Miðað við öll rökin, bæði með og á móti, er líklega best að sitja bara ringlaður heima og bíða eftir úrslitunum!

Björn Birgisson, 26.3.2011 kl. 17:35

22 identicon

Björn:  Ég hlakka til að heyra "útlistanir" manna eftir kosningarnar

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 17:39

23 Smámynd: Gróa Hreinsdóttir

"Útibúin erlendis voru undir eftirliti og þar með ábyrgð íslenskra aðila. Þegar 2006 var ljóst að Seðlabankinn og FME hefðu átt að grípa í taumana og taka bankana niður."

Hvurs vegna gerðu þeir ekkert? Þjóðinni var ekki sagt frá þessum aðstæðum ÞÁ ..... hún hefði kannski risið uppá afturlappirnar með látum EF hún hefði vitað. En þjóðin er ekki í vinnu í Seðlabankanum eða hjá FME .... þeir sem vinna þar eru þá bara ábyrgir !!!

ÉG SEGI NEI þann 9. apríl.

Gróa Hreinsdóttir, 26.3.2011 kl. 18:30

24 identicon

Gróa:  Þjóðin fær ekki að vita allt.  Þess vegna átti Icesave aldrei að vera sent til þjóðarinnar.  FME og Seðlabankinn unnu ekki sína vinnu.

Við eigum ekki að gefa Bretum og Hollendingum puttann eins og gert verður ef við segjum Nei.

Við eigum að þrýsta á íslenska stjórnmálaflokka og stjórnvöld hér á Íslandi.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 18:37

25 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Gróa, það var stöðugt verið að benda á veikleika bankakerfisins, menn brugðust ekki við.

Ég tók þessar viðvarandi saman ... viðvörun úr riti Seðlabankans.

Lúðvík Júlíusson, 26.3.2011 kl. 18:41

26 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lúðvík, Peningamál Seðlabankans eru sáralítið lesin, nema af fáeinum sérfræðingum og fréttamenn virðast ekki einu sinni glugga í þau.

Stundum hefur maður kíkt á boðskapinn og fyrir nokkuð löngu síðan vitnaði ég á svipaðan hátt og þú gerir í þinni færslu og viðvaranir Seðlabankans er hægt að skoða a.m.k. aftur til ársins 2004 og t.d. varðaði bankinn mjög alvarlega við erlendri lántöku einstaklinga, sem einmitt komst í verulega tísku á árinu 2005.

Það var búið að vara margoft við bönkunum, en enginn, hvorki stjórnvöld eða aðrir, virðast hafa kveikt á perunni. Það breytir hins vegar því ekki, að Icesave er ekki á nokkurn hátt á ábyrgð almennings í landinu og með því að breyta forgangskröfum í bú Landsbankans í þágu tryggingasjóðsins var allt gert sem hægt var að gera til að koma til móts við innistæðueigendur á Icesavereikningunum.

Áhættan vegna neyðarlaganna er allt of mikil til að hættandi sé á að samþykkja ábyrgð skattgreiðenda á þessum reikningum.

Axel Jóhann Axelsson, 26.3.2011 kl. 19:12

27 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hún er afskaplega þreytt þessi klisja að fyrst skattgreiðendur þurfi að borga gjaldþrot Seðlabankans eigi þeir auðvitað að borga Icesave skuld einkabankans Landsbanka Íslands líka. Eigum við þá ekki bara líka að borga hrun banka í öðrum löndum, fyrst að menn segja að það sé allt í lagi að bæta við meiri skuldum fyrst við þurfum að taka á okkur einhverjar skuldir?

Tvennt enn við þetta að athuga.

  • Ég tel að fyrst 230 milljarða gjaldþrot Seðlabankans lendir á okkur er það einmitt rök gegn því að demba Icesave á okkur líka. Þá er nú varla rétt að vera að bæta enn meiri byrðum á fólk.
  • Þrot Seðlabankans er í íslenskum krónum, sem Seðlabankinn getur prentað og búið til með skuldabréfaútgáfu, a.m.k. upp að vissu marki. Icesave er í erlendum gjaldeyri, sem við getum bara borgað með áþreifanlegum verðmætum eða með gjaldeyriskaupum Seðlabankans, sem auðvitað skapar þrýsting á að krónan falli í verði. Á þessu tvennu er þannig mikill munur.

Theódór Norðkvist, 26.3.2011 kl. 19:50

28 identicon

Theódór, þetta er misskilningur hjá þér. Seðlabankinn er miðbankinn þ.e. banki viðskiptabankanna. Hann stjórnar peningamagni að mestu og stýrir peningastefnu út frá gefnum markmiðum. Hann er einnig banki ríkissjóðs. Ríkissjóður verður að endurfjármagna bankann en af því leiðir engin greiðsluskylda gagnvart öðrum aðilum. Skiptir þá engu hvort um er að ræða fjármálastofnanir eða ekki. Innlendar eða ekki. Endurfjármöfnun kostar mikla peninga og hún er á endanum greidd úr ríkissjóði. Annað mál og óskylt er hvort við greiðum Icesave , eins og sagt er.Endurfjármögnun Seðlabanka gerist ekki með því að prenta peninga. Peningaprentun þýðir einfaldlega verðbólga og verðrýrnun peninga.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 20:11

29 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari á Akureyri, skrifar góða grein á Pressunni, þar sem hann lætur í ljós svipaðar skoðanir og reifaðar hafa verið á þessu bloggi, einungis betur orðaðar og skilmerkilegar fram settar. 

Í pistlinum hrekur Tryggvi margt af því, sem JÁsinnar nota í málflutningi sínum.  Greinina má lesa HÉRNA

Axel Jóhann Axelsson, 26.3.2011 kl. 20:28

30 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ríkissjóður verður að endurfjármagna bankann en af því leiðir engin greiðsluskylda gagnvart öðrum aðilum. (Hrafn)

Hvers vegna eru þá Icesavesinnar að nota þetta sem rök fyrir því að borga Icesave?

Theódór Norðkvist, 26.3.2011 kl. 22:20

31 identicon

Það er bráðfyndið að sjá Ráðherrabræðurna hérn á blogginu þá Stefán og Lúðvík Júlíussyni (Katrínar Júlíusdóttur) Þá er frekar hann Stefán blessaður en hann ritaði blogg á síðu sína þann 13/2 kl:14:47 og pistill hans hét ,,Stjórnmál og Samfélög,, Þar ritar þessi Stefán spekingur eftirfarandi    ,,Í raun munu Íslendingar ekki greiða Icesave,heldur Íslenska ríkið,,   Þetta virðist vera speki Samfylkingarmanna úr innsta kjarna.

Númi (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 01:24

32 identicon

Númi;  Þú skilur ekki hvað ég átti við;) 

Sérð þú um alla skuldabréfaútgáfu ríkisins?  Eða hvað?

Þess vegna skrifaði ég þetta;)  Hvorugur sér um skuldabréfaútgáfu ríkisins, en samt segjast sumir vera ríkið;))

Eins og þú númi.  Af hverju stöðvar þú ekki alla skuldabréfaútgáfu ríkisins? 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 01:45

33 identicon

Já-menn telja að áhættan sé meiri af því að fella samninginn en að samþykkja hann og margoft komið fram hvað þeir halda að muni gerast þó lítið virðist hafa ræst úr öllu því sem sagt hefur verið hingað til.  Nei-menn hafa alltaf verið á móti samningunum og telja að þeir geri illt verra við þær vondu aðstæður sem nú ríkja og að við séum ekki lagalega skuldbundin til að borga. 

En hvaða áhættu halda nei-menn hér að felist í því að fella hann og hvaða gagn halda já-menn að það geri að fella hann?  Gaman væri að fá svör við þessum sérkennilegu spurningum, en þó þær séu sérkennilegar verður fólk að velta ýmsu fyrir sér áður en það kýs.

Skúli (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 02:39

34 identicon

Og bræður munu berjast. Hér er ágæt grein eftir Ingvar Gíslason um hættuna af dómsmálaleið.


Dómstólaleið í Icesavemáli er vandrötuð og áhættusöm

Ingvar Gíslason er fv. alþingismaður Framsóknarflokksins og félagi í Heimssýn, samtökum sjálfstæðissinna

Ingvar Gíslason skrifar:

9. apríl nk. er boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um svokallað Icesavemál. Lagt er fyrir kjósendur að staðfesta lög frá Alþingi um skuldagreiðslu ríkissjóðs í máli þessu eða hafna þeim. Valið stendur á milli þess að segja já eða nei. Deilan um málið felst þá m.a. í því, hvort leysa eigi það með samningi eða dómi.

Skuldamál þetta er hins vegar þannig til komið, að það hlaut að verða að deilumáli meðal íslensku þjóðarinnar. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það þótt sú skoðun kæmi fram að skera yrði úr því fyrir dómi, hvort ríkissjóði væri skylt að lögum að greiða fyrir skuldir sem ríkissjóðir Breta og Hollendinga kröfðust. Eigi að síður var það sjónarmið skjótt ríkjandi meðal ráðamanna í landinu hvar í flokki sem var, að dómstólaleiðin væri áhættusöm og vandrötuð, þ.e. að samningaleiðin væri farsælli.

Ferill málsins sveigðist inn á þá braut að verða milliríkjamál, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þegar svo er komið er langeðlilegast að gera út um slík mál með samningum. Sögulega séð hafa Íslendingar yfirleitt tekið samningaleið framyfir dómstólaleið í milliríkjadeilum. Með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hafa Íslendingar fórnað fullveldisrétti í ríkum mæli m.a. í dómsmálum. Í Icesavemálinu hefur þjóðin fengið smjörþefinn af því evrópska alríkisdómsvaldi, sem yfir okkur er, með áminningarbréfi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Kjósendur ættu að kynna sér þetta bréf og þá áhættu sem þjóðinni stafar af dómstólaréttlæti EES og ESB, ef á það reyndi. Á dómstólaleiðinni væru Íslendingar eins og hvert annað peð í höndum framandi alríkisdómstóla. Ef samningaleiðin er farin hafa íslensk stjórnvöld vald á málsmeðferð með virkum hætti að sínu leyti, eða eins og gerist í samningaviðræðum. Núverandi samningur í Icesavemálinu felur í sér viðunandi lausn deilunnar, tryggir góð málalok. — Fráleitt er að túlka samninginn sem "aðgöngumiða að Evrópusambandinu". Þar er blandað saman óskyldum málum.
 

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 14:10

35 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ingvar Gíslason skrifar þarna dæmigerða grein fyri sjónarmið þeirra sem eru algerlega búnir að gefast upp fyrir hræðsluáróðrinum um "dómstólaleiðina". Allir eru sammála um að hér sé um ólögvarða kröfu að ræða, en samt er hamrað á áróðrinum um hryllinginn sem mun gerast ef Íslendingar tapa málinu. Auðvitað myndi slíkt mál vinnast fyrir hvaða dómstóli sem er.

Axel Jóhann Axelsson, 27.3.2011 kl. 15:51

36 identicon

Sammála Hrafni að öllu leiti, Axel Jóhann. Engin leið að verja né upphefja þá, sem lögðu grunninn að hruninu.

Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 12:07

37 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Aðalbjörn, hvar og hver hefur verið að upphefja þá sem lögðu grunninn að hruninu?  Hvers vegna eiga skattgreiðendur að taka á sig meiri byrðar en þeim ber samkvæmt lögum? 

Vinsamlega svaraðu upphaflegu spurningunum og þá munum við hinir skilja þína afstöðu betur.

Axel Jóhann Axelsson, 28.3.2011 kl. 12:30

38 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

"Grein 10.9 Lög sem gilda. SAMNINGUR ÞESSI OG MÁL, KRÖFUR EÐA ÁGREININGUR SEM RÍS VEGNA HANS EÐA Í TENGSLUM VIÐ HANN, HVORT HELDUR ER INNAN EÐA UTAN SAMNINGA (e. CONTRACTUAL OR NON-CONTRACTUAL), SKULU LÚTA   ENSKUM LÖGUM OG TÚLKAST SKV. ÞEIM.“

Skildu einhverjir hinna átta lögmanna, er krefjast samþykktar á Icesave III, vilja axla þá ábyrgð að verja neyðarlögin fyrir breskum dómstólum skv. breskum lögum, þegar  ofur-innistæðueigendurnir, krefjast þess fyrir dómi að fá tjón sitt bætt að fullu?  Eða geta lögmennirnir ábyrgst það að ofur-innistæðueigendurnir fari ekki í mál?

Innistæðueigendurnir, hafa upp á vasann, verði lögin samþykkt,  ,,játningu" íslenskra stjórnvalda um að hafa með saknæmum hætti, mismunað innistæðueigendum Icesavereikninga.   Ásamt því að íslensk stjórnvöld hafa ekki svarað áminningarbréfi ESA. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.3.2011 kl. 14:05

39 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alveg ótrúlegt að fulltrúar sjálfstæðrar þjóðar skuli "semja" um að lúta erlendu dómsvaldi í einu og öllu varðandi málefni sem falla undir íslensk lög.

Bara þetta eina atriði ætti að duga öllu hugsandi fólki til að segja NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Axel Jóhann Axelsson, 28.3.2011 kl. 14:15

40 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Á fyrstu blaðsíðu samningsins er ríkisstjórnin að samþykkja að samningurinn sé skv. Brusselsviðmiðunum.  Ég veit ekki hvað ríkisstjórnin er að gera þegar hún fundar með IMF. En skv. síðustu endurskoðun IMF þá kom í ljós að staða Íslands sé langtum verri, en þegar Brusselsviðmiðin voru samþykkt.

Eggert Guðmundsson, 29.3.2011 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband