21.12.2010 | 16:30
Lilju Mós. langar að verða "maður ársins"
Lilja Mósesdóttir hefur gefið í skyn, bæði í opinberum fjölmiðlum og á Facebooksíðu sinni, að hún liggi undir einelti illgjarnra þingmanna Samfylkingarinnar og VG vegna þess að hún sé eini þingmaðurinn í Íslandssögunni sem hafi eigin skoðanir og standi fast á þeim, hvað sem á bjátar og hvað sem samstarfsmenn segi um það.
Lilja er einhver mesti lýðskrumari sem á þingi hefur setið og þykist geta gert "allt fyrir alla" með því að hækka alla skatta ennþá meira en þegar hefur verið gert og henni finnst alveg hræðilegt að ekki skuli vera búið að finna upp miklu fleiri "skattstofna" til að "nýta að fullu" eins og hún og aðrir kommúnistar kalla skattahækkanabrjálæðið sem hjáir þá.
Hjarðeðli Íslendinga beinist nú allt að því að vorkenna Lilju vegna þessara ofsókna ímyndaðra óvina hennar og þessa dagana er verið að kjósa "mann ársins" á flestum fjölmiðlum og má nánast örugglega reikna með að Lilja nái því kjöri víða og verði sjaldan neðar en í öðru sæti.
Lilju hefur tekist snilldarlega upp við að afla sér vorkunnar og mun vafalaust uppskera eins og hún sáir: LILJA MÓS. verður kjörinn maður ársins á Íslandi 2010.
Það er oft hægt að hlæja dátt að því hvernig hægt er að spila á hjarðeðli landans.
Ekki níð um nokkurn mann segir Ólína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:42 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ólína Þorvarðardóttir dregur dám af hinni njólunni í Samfylkingunni. Jóhann Sigurðardóttir segist einn vita hvert Icesave-stjórnin eiga að stefna og þá þurfi ekki að fara eftir rituðum stjórnarsáttmála. Ólína veit auðvitað betur en Lilja Mósesdóttir, hvað í stjórnarsáttmálanum stendur. Ólína segir:
Vonandi kemst Lilja fljótlega að sömu niðurstöðu og flestir aðrir landsmenn, að Icesave-stjórnin er mesta ógæfa sem yfir eina þjóð getur dunið. Þetta er ríkisstjórn sem í öllum málum vinnur gegn almenningi. Burt með þessar fúnu og daunillu njólur.
Loftur Altice Þorsteinsson, 21.12.2010 kl. 16:48
Algerlega sammála þér Loftur.
Axel Jóhann Axelsson, 21.12.2010 kl. 17:14
Mikið til í þessu. Held samt að Lilja myndi aldrei viðurkenna að hún væri að spila með hjarðeðli þjóðarinnar.
Merkilegast í þessu öllu þessa dagana er að fjölmiðlamenn hafa ekki áttað sig á því að manneskjan hefur logið að þeim og þjóðinni undanfarnar vikur.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 17:42
Loftur, heitirðu Alice?
Það er margt bitastætt í færslunni þinni, en mér leiðist alveg með afbrigðum að lesa svona subbuhátt frá samkynhneigðar fasistum. Kemurðu úr fortíðinni, eða ertu bara svona forstokkuð?
Bergljót Gunnarsdóttir, 21.12.2010 kl. 20:25
Bergljót, það munar mikið um téið sem þú sleppir í miðnanfninu hans Lofts.
Ekki næ ég nú hvað þú kallar subbuhátt samkynhneigðarfasista í athugasemd hans og er þó búinn að lesa hana nokkrum sinnum.
Axel Jóhann Axelsson, 21.12.2010 kl. 21:11
"Jóhann Sigurðardóttir segist einn vita..", finnst þér það ekki nóg. Maðurinn er að tala um forsætisráðherra landsins, konu sem heitir Jóhanna Sigurðardóttir. Þetta finnst mér meira en nóg!
t-inu sleppti ég vísvitandi. Mér finnst nefnilega forvitnilegt hvernig svona manni finnst að vera kvenkenndur.
Bergljót Gunnarsdóttir, 21.12.2010 kl. 21:26
Verði Lilja kjörin maður ársins finnst mér aftur á móti kominn tími til að flytja úr landi.
Bergljót Gunnarsdóttir, 21.12.2010 kl. 21:27
Bergljót, ég var marg búinn að lesa þetta og tók þessu eins og hverjum öðrum prentvillum, enda eru þær algengar á blogginu, hjá manni sjálfum og öðrum.
Nú sé ég a.m.k. hvernig þú skildir þetta og vafalaust er það rétt hjá þér.
Axel Jóhann Axelsson, 21.12.2010 kl. 21:44
Bergljót,það er sama hvort Lilja verður kosin maður eða kona ársins eða ekki,það er kominn tími til að flytja úr landi,,,,fyrir löngu síðan
Casado (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 00:34
Ég má kannski skjóta því inn að Loftur Altice er verkfræðingur. Nafnið Altice er einfaldlega ættarnafn. Þekktast í Bandaríkjunum, en komið þangað frá Evrópu um miðja átjándu öld, eftir því sem ég veit.
Mikið væri nú annars gott ef á þingi sætu fleiri sem væru eins vel menntaðir í hagfræði og Lilja og þyrðu að hugsa sjálfstætt, og segja það sem þeir hugsa.
Ágúst H Bjarnason, 22.12.2010 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.