Illindin milli stjórnarliða og fyrirmyndirnar frá íhaldinu

Mikil illindi ríkja innan og milli stjórnarflokkanna, sem ekki eru nýjar fréttir en stöðugt magnast óánægjan og ósamkomulagið og er nú svo komið að VG er að klofna a.m.k. í tvennt og ríkisstjórnin er við það að verða algerlega líflaus, enda búin að vera lengi í öndunarvél.

Ósamkomulagið innan VG varðandi fjárlagafrumvarpið fólst ekki síst í því, að nokkrir þingmenn flokksins gátu alls ekki sætt sig við að skera niður það mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfi, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um að byggja upp áratugina tvo fyrir hrun og þessi ríkisstjórn er gjörsamlega ófær um að viðhalda.

Ásmundur Einar Daðasaon, þingmaður VG og fulltrúi í Fjárlaganefnd, sem formaður nefndarinnar vill ekki vinna með lengur, fjallar um fjárlögin í viðtali við mbl.is og segir þar m.a: "Á niðurskurðar- og krepputímum væri ekkert mikilvægara en að verja en velferðar- og menntakerfið. Sem dæmi um það væri niðurskurðurinn sem breski íhaldsflokkurinn stendur að í Bretlandi en hann sker ekki niður í heilbrigðismálum. Þetta hafði ég rætt bæði einslega við formann fjárlaganefndar, á meirihlutafundum í fjárlagnefnd og í mínum þingflokki."

Það er auðskilið, að þegar Ásmundur Einar bregst til varnar þeirri velferð sem Sjálfstæðisflokkurinn var í forystu um að byggja upp og treysta, að þá bendi Ásmundur á Íhaldsflokkinn í Bretlandi sem fyrirmynd, enda er íhaldsmönnum ekki síst annt um velferðar- og menntamálin, enda stefna þeirra að byggja upp mannúðlegt þjóðfélag, byggt á samvinnu stéttanna, frelsi borgaranna og aðstoð við þá sem minna mega sín, svo fáein dæmi um stefnu þeirra séu nefnd.

Vonandi tekst fyrstu hreinræktuðu vinstri stjórninni á Íslandi ekki að rústa því velferðarkerfi sem hér hafði byggst upp, áður en nýtt fólk sem hæft er til stjórnunarstarfa kemst aftur í ríkisstjórn hérlendis. 


mbl.is Hissa á ummælunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það séu nánast allir landsmenn gáttaðir á yfirganginum á stjórnarheimilinu. Er stjórnin ekki samansett af hreysisköttum sem svífast einskis til að halda sínum völdum í hverfinu.

Björn (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 23:04

2 identicon

Það má aldrei gleymast að það var sjálfstæðisflokkurinn sem setti Ísland á hausinn.

S. (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 01:02

3 Smámynd: Magnús Ágústsson

Andsk..... skotgrafarhernaður alltaf

það skiptir ekki máli hvaða flokkur var við stjórn 

það eru allur 4fokkurinn handónýtur

mín heitasta ósk ef að skipuð sé starfstjórn til 2ja ára og á þeim tíma verða öllum stuðningi við alla stjórnmálaflokka hætt 

þá er kannski von um að við fáum fólk með hugjónir á þing og annað hvað höfum við 300þ hræður að gera við 63 þingmenn og ráðherfur er ekki nægilegt að vera með 13 svona í virðingar skini við jólasveinana 

á 1 ári stofnaði þessi stjórn 150 nefndir HALLÓ 1 nefnd annan hvern dag það er ekki nema von að ekkert gerist á stjórnarheimilinu tíminn fer allur í að rífast á milli flokka og að ráða flokksgæðinga í nefndir 

Gleðileg Jól 

Magnús Ágústsson, 22.12.2010 kl. 03:03

4 Smámynd: Magnús Ágústsson

og á þeim tíma verða öllum stuðningi við alla stjórnmálaflokka hætt

þá er ég að meina öllum fjárútlátum úr ríkissjóði 

Magnús Ágústsson, 22.12.2010 kl. 03:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband