Enn ein Icesavelygin hrakin

Öllum eru í fersku minni þær dómsdagsspár sem Steingrímur J. og ríkisstjórnin létu frá sér fara um framtíð Íslands og efnahags landsins, ef Svavarssamningurinn um Icesave sem skrifað var undir í júni 2009, þegar menn nenntu ekki að hafa málið hangandi yfir sér lengur, yrði ekki samþykktur umsvifalaust og íslenskir skattgreiðendur gengjust þannig á hönd erlendra kúgunarþjóða sem skattaþrælar út tuttugustu og fyrstu öldina.

Sem betur fór tókst stjórnarandstöðunni á Alþingi að fá samþykkta svo harða fyrirvara við samninginn, að fjárkúgararnir sættu sig ekki við þá og því reyndu kúgararnir ásamt íslenskum samstarfsmönnum sínum í ríkisstjórn að troða öðrum samningi ofan í kok á þjóðinni, sem þá hrundi af sér fyrirhuguðu þrælaoki í eftirminnilegri þjóðaratkvæðagareiðslu og sló þannig vopnin úr höndum þrælasalanna um tíma.

Nú á að reyna í þriðja sinn að hneppa þjóðina í skattaþrældóm fyrir þessa erlendu yfirgangsþjóðir, þó í þetta sinn sé látið í það skína að nú muni þrælkuninni líklega ljúka um miðja öldina í stað aldarlok.  Enn er hamrað á því að landið muni einangrast efnahagslega verði ekki gengið frá málinu fyrir janúarlok og skuldatryggingarálag ríkissjóðs og landsins í heild verði svo hátt, að hvergi muni fást lán erlendis til framkvæmda eða endurfjármögnunar í framtíðinni.

Skuldatryggingarálagið á evrulánum íslenska ríkisins er núna 269 punktar og hefur ekki verið lægra síðan í júní 2008, þ.e. tæpum fimm mánuðum fyrir hrun, en um skuldatryggingarálag Evrópuríkja segir m.a. þetta í Morgunkorni Íslandsbanka:  "Hefur álagið á flest þessi ríki verið að hækka og á mörgum hverjum hefur það aldrei verið jafn hátt og þennan mánuðinn. Þetta á við skuldatryggingarálagið á Grikkland sem hefur að meðaltali verið 929 punktar það sem af er þessum mánuði og er sömu sögu að segja um álagið á Spán (319 punktar), Ítalíu (208 punktar), Belgíu (195 punktar) og svo Frakkland (98 punktar).

Þetta hefur gert það að verkum að meðaláhættuálagið á ríki Vestur Evrópu hefur ekki verið jafn hátt að jafnaði og einmitt þennan mánuðinn, en það hefur að meðaltali verið 204 punktar og því ekki langt frá álaginu á skuldir íslenska ríkisins."

Lygin um efnahagslegu einangrunina og himinháa skuldatryggingarálagið hefur nú endanlega verið afhjúpuð.  Hverju skyldi Bretavinnuflokkurinn og húsbændur hans finna uppá næst til að ljúga að þjóðinni?


mbl.is Álagið það lægsta frá hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig tókst stjórnarandstöðunni að koma fyrirvörum inní Icesave? Er stjórnarandstaðan með meirihluta á Alþingi?

marat (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 16:13

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nei, en stjórnin hafði ekki meirihluta fyrir málinu vegna þess að órólega deildin í VG stóð með stjórnarandstöðunni, eins og hún hefur oft gert síðan, nú síðast við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2011.

Axel Jóhann Axelsson, 21.12.2010 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband