Atvinnusköpun eða ríkisstjórnina frá

Bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. hafa marg lýst því yfir að kreppunni sé lokið og mikill hagvöxtur sé framundan og það án þess að nokkurt einasta átak verði gert í atvinnumálunum.  Skýringar á því hvernig töfraformúla ríkisstjórnarinna eigi að virka án átaks í atvinnusköpun hefur ekki verið útskýrt, enda skilur enginn hvernig hún á að ganga upp.

Enginn hagfræðingur er sammála ráðherrunum og hvorki hafa verkalýðshreyfingin eða samtök atvinnurekenda trú á henni heldur.  Á þingi ASÍ sagði Ólafu Darri, hagfræðingur ASÍ, að nú hilli undir að botni verstu efnahagskreppu lýðveldistímans verði náð og miðað við óbreytt ástand myndi hagvöxtur verða afar hægur á næstu árum.  Hann hvatti til að framkvæmdum við álver í Helguvík yrði komið af stað strax, enda gætu þær framkvæmdir tvöfaldað hagvaxtaspá ASÍ fyrir árið 2011.

Í fréttinni af ræðu Ólafs kemur þetta fram í fréttinni, m.a:  "Ólafur Darri sagði engan vafa leika á að það myndi skipta mjög miklu máli ef vinna við álverið í Helguvík færi í fullan gang. Reiknað væri með að um 1300 manns fengju vinnu meðan á framkvæmdum stæði."  Þessi eina framkvæmd gæti þannig útvegað 11% þeirra sem nú eru á atvinnuleysisskránni atvinnu á framkvæmdatímanum.

ASÍ spáir því að atvinnuleysi verði 6% á árinu 2013, þannig að þá verði um 10.000 manns á atvinnuleysisskrá og þá mun einnig fjöldi fólks verða dottið út úr kerfinu vegna þess að það hafi verið atvinnulaust í þrjú ár, eða meira og þar með verður neyð þess enn meiri en nú er.

Að lokum skal þessi skoðun Ólafs Darra undirstrikuð:  "Hann sagði ljóst að það væri ekki hægt að „svelta sig út úr vandanum“ eins og hann komst að orði. Við yrðu að auka tekjur okkar með aukinni atvinnusköpun."

Engar líkur eru á því að ríkisstjórnin geri sér ekki grein fyrir þessum staðreyndum.  Hún er því að vinna viljandi og skipulega að því að framlengja kreppuna og eymd þjóðarinnar, með öllum þeim eitruðu meðulum sem hún hefur yfir að ráða.

 


mbl.is Erum að ná botninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Jóhanna lofaði þjóðinni frjálsum handfæraveiðum, hefði hún efnt þetta, leystist atvinnuvandi

Íslendinga, 1, 2 og 3!!!

Frjálsar handfæraveiðar gæfu venjulegu fólki, tækifæri á gríðarlega flottri vinnu,  

 á litlum Handfæra Bát getur þú haft 1. milljón í laun, eftir daginn!!!

Aðalsteinn Agnarsson, 21.10.2010 kl. 14:12

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Aðalsteinn, þessi þráhyggja þín um handfæraveiðar leysir ekki atvinnuleysisvandann.  Þú virðist vilja algerlega frjálsar veiðar og að allir geti fengið sér trillu til að róa á.  Ef helmingur Íslendinga fengi sér trillu, c.a. 150.000 manns og veiddu 20 tonn hver yfir sumarið, yrði heildarveiðin 3.000.000 tonna.  Jafnvel þó hver þeirra veiddi aðeins tvö tonn yfir sumarið færi þorskveiði þessara trilluveiðimanna fram úr heildarkvótanum í þorski, eins og hann er núna.

Þetta er bara rugl og tekur því ekki að vera að eyða mörgum orðum á þetta.

Axel Jóhann Axelsson, 21.10.2010 kl. 14:28

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Hvernig dettur þér í hug Axel, að 150.ooo manns hafi áhuga, þetta er ekkert rugl, Jóhanna lofaði þessu!!

Nokkur þúsund manns mundu hafa áhuga, nógu margir til að útrýma öllu atvinnuleysi á Íslandi!!!

Ég er alin upp við frjálsar handfæraveiðar, það þótti ekkert rugl þá, þér finnst þetta rugl, ert þú

ekki bara ruglaður Axel minn ?

Aðalsteinn Agnarsson, 21.10.2010 kl. 14:55

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jú, ég er nógu ruglaður til þess að sjá, að ef allir sem eru á atvinnuleysisskrá, 12.500 manns myndu fara að róa samkvæmt þinni fyrirsögn og myndu veiða þó ekki væri nema 25 tonn á ári, þá yrði veiðin 312.500 tonn og það er meira en tvöfaldur árlegur þorskkvóti eins og hann er núna.   Svona reiknum við rugludallarnir þetta einfaldlega út af borðinu.

Það þarf viturlegri atvinnuuppbyggingu en þetta til að útrýma atvinnuleysinu, en auknar fiskveiðar væru vissulega til bóta, þó þær einar og sér leysi vandann ekki.

Axel Jóhann Axelsson, 21.10.2010 kl. 15:06

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það sem kannski má kalla "frjálsar handfæraveiðar" í mýflugumynd, strandveiðarnar, sýndi svo ekki er um villst að þeir sem stunduðu þær, voru ekki með á hreinu, eða hirtu um meðferð á afla.  Útgerðar og fiskvinnslufyrirtæki, sem vegna kvótaskerðingar áttu erfitt með að uppfylla gerða samninga og neyddust til að kaupa fisk á markaði, lentu vandræðum, vegna þess að meðferð aflans var ekki allskostar á þann hátt sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir.   Fiskur á fyrsta eða öðrum degi, getur litið vel út, þó svo að meðferð hans hans hafi ekki verið viðeigandi. Gallar eða skemmd á hráefni geta komið síðar.

Frjálsar handfæraveiðar myndu væntanlega verða til þess, að hver sá sem að á því hefur áhuga og aðstæður til róðra, gæti róið til fiskjar óháð þekkingu um meðferð afla, og það sem meira er, án grunnþekkingar í siglingarfræði.  Einnig væri það nær pottþétt að margri fleytunni í mismunandi ástandi yrði stefnt á miðin, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, hvað varðar mannslíf, ef illa færi.

Ef að svigrúm er að auka fiskafla í það magn sem frjálsar handfæraveiðar gætu borið að landi, þá er það þjóðarbúinu fyrir bestu að þann afla veiði og komi á markað sem þekkingu og reynslu hafi í greininni, en ekki einhverjir amatörar með skipstjórann í maganum.  Það ber fyrst og fremst að hafa í huga að markaðsstaða íslenskra sjávarútvegs, er að stærstum hluta vegna þeirra gæða, sem  að íslenskar sjávarafurðir eru þekktar fyrir.  Frjálsar handfæraveiðar, ekki bara gætu, heldur eru meiri líkur en minni á því að þær myndu spilla þeirri ímynd.

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.10.2010 kl. 15:08

6 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Frjálsar handfæraveiðar er það sem vantar, þær leysa atvinnuvanda Íslendinga,

ekki nýjar lántökur!!!

Aðalsteinn Agnarsson, 21.10.2010 kl. 15:38

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hver var að tala um lántökur?  Auðvitað þarf fjármagn til að byggja upp ný framleiðslufyrirtæki og oftast er stór hluti þess lán, en ef um erlenda fjárfesta er að ræða, koma þeirra skuldir ekki mikið við okkur.

Varla reiknar þú með að allir sem eru á atvinnuleysisskrá eigi fyrir bátunum, sem þeir þurfa að kaupa til að róa á.  Ætli þeir þurfi ekki flestir að fá lán fyrir fjárfestingunni.  Þá er eftir öll fjárfestingin í vinnslunni, því varla á að selja allan þennan afla óunninn úr landi, eða hvað?

Axel Jóhann Axelsson, 21.10.2010 kl. 15:50

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er auðvitað engin ástæða til annars en að gefa handfæraveiðar frjálsar með nokkrum hindrunum þó á því að stórútgerðir geti myndast. Hinsvegar bjarga þær einar og sér ekki atvinnuástandi á Íslandi. Handfæraveiðar skipta nákvæmlega ekki neinu máli í tilliti fiskverndar þótt það kunni að hljóma ofstækisfullt. En málið er einfalt: Þegar fiskur gefur sig á færi þá er nægur fiskur og þá er bara allt í lagi að fiska. Þegar fiskur hættir að gefa sig þá hefur hann flutt sig til eða er einfaldlega búinn að læra að varast öngulinn.

Þessi færni öngulsins hefur verið prófuð og sýnir 0,6 % syndandi fiska taka öngul. Þegar fiskur hættir að taka þá hætta sjómenn einfaldlega að sækja sjó og prófa svo aftur seinna. Ég leyfi mér að taka til máls um þetta því ég hef fylgst með handfæraveiðum meira og minna frá barnæsku og gæti mjög líklega verið afi ykkar sem hér takið til máls.

Kristinn Karl: Hversu lengi varst þú í ferskfiskmati ríkisins? Ég man ekki eftir þér þar svo þú hlýtur að hafa verið hættur þar þegar ég hóf þar störf. Líklega ertu bara miklu eldri en ég þegar að er gáð. Þú tekur til máls eins og sá sem þekkingu hefur.

Fiskmarkaðir sjá um góða meðferð á fiski. Sá bátur sem ítrekað verður uppvís að því að selja skemmdan og illa ísaðan fisk selur ekki sinn fisk fyrir olíukostnaði eftir  þrjá daga. Og annað hvort hættir eigandinn útgerð eða lærir meðferð á fiski.

Afar einfalt en auðvitað mjög flókið öllum þeim sem ekki ætla sér að skilja.

Frjálsar handfæraveiðar myndu hleypa lífi í fjölmörg sjávarþorp sem nú bíða eftir því að síðasta fjölskyldan gefist upp og flytjist í burtu.

Árni Gunnarsson, 21.10.2010 kl. 16:25

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er nú Árni minn hægt að öðlast þekkingu á ferskfisksmati án þess að hafa numið þau fræði innan ríkisrekinnar stofnunnar.  Ég nærri fimmtán ára starfsferil hjá einu stærsta útgerðar og fiskvinnslufyrirtæki landsins.  Vann ég bæði í vinnslunni sjálfri auk þess sem ég vann um tíma við löndun og frágang afla hjá sama fyrirtæki.   Það að hafa ekki pappír uppá eitthvað þýðir því ekki endilega, að maður sé rúinn kunnáttu, varðandi efnið.

Í þeim tilfellum, sem að það útgerðarfyrirtæki, sem ég talaði um hér í fyrra innleggi, "keypti" gallaða vöru, var líklegast talið að sá fiskur sem keyptur var, hafi þrátt fyrir að hafa komið ísaður að landi, ekki fengið nógu fljótt þá meðferð sem nauðsynleg er, til þess að gæðin haldist alla leið. 

Líklegast má þá telja að sá sem þann fisk veiddi hafi talið svo, að sá tími sem að færi í að ísa fiskinn jafnóðum, tæki frá honum þann tíma, sem að hann annars gæti verið að draga fisk. Semsagt fremur hugsað um magn en gæði.

Af öllum þeim aðilum sem ég hef haft samskipti við, varðandi gæði hráefnis, er það mál þeirra allra að sé fiskur ekki kældur (ísaður) við eins fljótt og mögulegt er, þá rýrna gæði hans.  Ég ætla samt ekki að fullyrða að einhver þeirra sem slíku hefur haldið fram í mín eyru, hafi einhvern tíman unnið hjá Ferskfiskmati ríkisins. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.10.2010 kl. 16:46

10 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Íslendingar verða að fá mannréttindi sín aftur, að fá að róa til fiskjar á litlum bátum,

og mega fénýta aflann!!

Aðalsteinn Agnarsson, 21.10.2010 kl. 18:13

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er enginn svo bandvitlaus að hann setji fisk á markað og fái ítrekað verðfellingu án þess að bregðast við. Það er líka alveg dagljóst að margir munu byrja þessar veiðar án nokkurar haldbærrar þekkingar. Svo mun það alltaf verða. En það eru ósköp vandræðaleg rök.

Og fyrst þú Kristinn Karl hefur bæði reynslu og þekkingu á málefninu hefðir þú kannski gaman af eftirfarandi frásögn.

Yfirverkstjórinn í Vinnslustöðinni í Eyjum fékk mig til að halda sýnikennslu fyrir nemendur Sýrimannaskólans. Ég sýndi þeim flattan fisk í hinu margbreytilegasta ástandi ferskleika. Allir voru afar áhugasamir fyrir verkefninu og margir viðurkenndu að þeir hefðu bara aldrei prófað né séð hvað illa með farinn fiskur eða netaleginn væri orðinn lélegt hráefni þegar honum væri landað. Orðið "sjálfsmelting" var þeim held ég öllum óskiljanlegt fyrr en þarna. 

Handfæraveiðar fyrir alla á eigin bátum er partur af mannréttindum og engum til tjóns. Ábatinn gæti orðið umtalsverður.

Árni Gunnarsson, 21.10.2010 kl. 19:34

12 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur, Árni, var þetta Stefán R ?

Aðalsteinn Agnarsson, 21.10.2010 kl. 20:00

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nei, þetta var sómadrengurinn Viðar Elíasson. Stefán Runólfsson sá öndvegismaður var látinn hætta sem framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar skömmu eftir að ég hóf störf í fiskmatinu hjá Samtogi h/f.

Árni Gunnarsson, 21.10.2010 kl. 23:25

14 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Sammála þér Árni, með þá báða.

Aðalsteinn Agnarsson, 21.10.2010 kl. 23:55

15 Smámynd: Friðrik Jónsson

Það er dálítið einhæf stefna sem menn eru að ræða hér,af hverju tala menn ekki frekar um að styðja við uppbyggingu smáiðnaðar og verndun starfa fyrir íslendinga,verndun launa,uppbyggingu verkalýðshreyfinga.

Það þarf að stöðva útflutning á óunnu hráefni og hjálpa litlum vinnslum til að byrja vinnslu,þá er ég ekki að tala um að gefa þeim neitt,frekar að gefa þeim sjens á að byrja,það er ekki gert í dag.Það er jákvætt að leyfa frjálsar veiðar yfir sumartímann og hjálpar mörgum,en það er ekki að nein töfralausn en gott með.

Það er enn verið að flytja inn vinnuafl hér sem er bara klikkun og sannar að verkalýðshreyfingin er steindauð og þá virðist vera orðið sjálfsagður hlutur að bjóða fólki vinnu gegn því að halda sömu launum og atvinnuleysisbætur og í mínum augum er það siðleysi af verstu sort,að atvinnurekandi skuli lifa á eymd fólksins.SVO Á AÐ TAKA KVÓTANN AF ÖLLUM SEM HAFA ÞURFT AFSKRIFTIR,EIGA HANN EKKERT LENGUR.

Friðrik Jónsson, 22.10.2010 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband