Forseti ASÍ rassskellir VG

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði í ræðu sinni á ársfundi ASÍ ríkisstjórnina hafa svikið öll sín loforð, sem hún gaf og undirritaði í stöðugleikasáttmálanum í júní 2008.  Átaldi Gylfi ríkisstjórnina fyrir þann óheiðarleika sem hún hefur sýnt aðilum vinnumarkaðarins, t.d. með því að koma ekki hreint fram og segja sáttmálanum upp formlega, en svíkja hann hinsvegar grímulaust allan tímann frá undirritun.

Gylfi tók vinstri græna hreinlega á hné sér og rassskellti þá vegna skemmdarverka þeirra varðandi atvinnumál þjóðarinnar, en samkvæmt fréttinni sagði hann m.a, eftir að hafa farið yfir óheiðarleika stjórnarinnar í garð launþega:  "Það á við um loforð stjórnvalda um náið samráð í veigamiklum málum sem varða hagsmuni launafólks, en alvarlegast og sárast hefur þó verið ótrúlegt framtaksleysi stjórnvalda í atvinnumálum og nauðsynlegar atvinnu- og tekjuskapandi framkvæmdir. Það er mikið áhyggjuefni að svo virðist sem málaflokkurinn atvinnumál hafi verið tekinn í gíslingu fámenns hóps og ríkisstjórnin í raun misst forræði á málinu."

Þetta eru engar smáásakanir af hálfu forseta  ASí í garð "fyrstu hreinræktuðu vinstri stjórnarinnar", eins og hún kallar sig og segist jafnvel vera "norræn velferðarstjórn".  Stjórn sem ekki skilur að atvinnumálin séu undirstaða velferðar, getur aldrei orðið velferðarstjórn.

Slík stjórn getur eingöngu orðið ríkisstjórn kreppu og örbirgðar til langrar framtíðar.  Þannig er ríkisstjórnin sem Íslendingar sitja uppi með núna.


mbl.is Tóku atvinnumálin í gíslingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Jón Sveinbjörnsson

Þeir hjá ASÍ og aðrir í verkalýðsforustunni tala mikið en það eru verkin sem tala,eins og allir vita.

Kristján Jón Sveinbjörnsson, 21.10.2010 kl. 11:27

2 identicon

Gylfi hefur lög að mæla !

 " Atvinnumálin tekin í gíslingu fámenns hóps".

 Í fréttum RUV., í liðinni viku kom fram að íslenska þjóðarbúið hefði fengið " aðeins" 28 MILLJARÐA í tekjur, og það á EINU ári , frá álverinu á Reyðarfirði. TUTTUGU OG ÁTTA MILLJARÐA !!

 Ísland er örríki, og hagkerfið svo smátt að ekki þarf mikinn fjölda stórra verkefna til þess að koma gangverki hagvaxtarvélarinnar af stað, og margföldunaráhrifin taki að skila sér - öllum landsins börnum til hagsældar.

 "Stjórn sem ekki skilur að atvinnumál eru undirstaða velferðar, getur ALDREI orðið velferðarstjórn"

 Axel - þú hefur einnig lög að mæla !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 11:28

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Kalli Sveinss. Búast má við að útflutningsverðmæti áls aukast á þessu ári og verði komið í um 200 til 210 milljarða á árinu 2010 44 % verða eftir í landinu í hreinum gjaldeyrir eða um 85 til 92 milljarðar .

Rauða Ljónið, 21.10.2010 kl. 12:51

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar eru 13156 á atvinnuleysisskrá. Hafa ber þó í huga að 20% þeirra eru í hlutastarfi og fá bætur fyrir það sem vantar upp á 100% starfshlutfall.  Séu hins vegar þeir teknir sem enga vinnu hafa, þá er sá fjöldi tæplega 11.000.  Við hrunið töpuðust að því að talið er 22.500 störf.  Þannig að rúmlega 11.000 manns, eru farnir af vinnumarkaði, annað hvort til náms, eða þá fluttir erlendis.  

Lítil og meðalstór fyrirtæki í landinu, með færrri en 100 starfsmenn, eru u.þ.b. 20 - 25.000, ef ég man rétt.  Þó að ekki væri gert meira en að tryggja það að þessi fyrirtæki, gætu með lægri álögum hins opinbera, á starfsemi sína, ráðið að meðaltali hálfan starfsmann hvert, þá færi það langt með að tæma atvinnuleysisskrá.  Líklega tæmdist hún aldrei, því jafnvel í bestu árferðum, eru einhverjir á atvinnuleysisskrá.

 Það er líka vitað að við hvern þann sem fer af atvinnuleysisskrá og í vinnu hérlendis, batnar staða Ríkissjóðs um 3.000.000 kr., þannig að 10.000 þús ný störf á almenna markaðnum og þó þau væru ekki nema 5.000 myndu skila miklu. Slíkar aðgerðir, ásamt einhverju vitrænu til aðstoðar skuldavanda heimilana, myndu eflaust fara langt með að stöðva þann flótta fullfrískra og vinnufúsra handa úr landi.  Flótti sem er ekki bara einhver ákveðin tala á dag, viku eða mánuði, heldur flótti þekkingar og verkkunnáttu. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.10.2010 kl. 13:20

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristinn Karl, ríkisstjórnin er ekki bara að vinna skemmdarverk á atvinnu- og þjóðlífinu almennt með aðgerarleysi sínu í atvinnumálunum, heldur er hún að vinna algjör hryðjuverk, sem þjóðin verður að fara að berjast gegn.  Til dæmis lagast skuldavandi heimilanna aldrei, ef ekkert verður að gert til að skapa meiri verðmæti með nýjum útflutningsfyrirtækjum.

Axel Jóhann Axelsson, 21.10.2010 kl. 13:39

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Forsendubresturinn er óumdeilanlegur. Það er líka óumdeilanlegt að núverandi ástand í efnahags og atvinnumálum ýta undir þann forsendubrest.

Það hefur hins vegar ekki farið fram könnun á því, hversu margir hafa ratað í greiðsluerfiðleika vegna atvinnumissis eða tekjumissis.  Einnig hefur ekki farið fram könnun á því, eða þá að slík könnun hafi farið framhjá mér, hversu margar fjölskyldur yrðu greiðslufærar, yrði forsendubresturinn leiðréttur með handafli. 

Í fljótu bragði virðist því réttast að lækka frekar greiðslubyrði lána, tímabundið á meðan efnahags og atvinnumálum yrði sinnt á þann hátt að þau mál kæmust í þann farveg, sem eðlilegur getur talist í eðlilegu árferði.   Verði forsendubresturinn jafn æpandi að því ferli loknu, þá skuli stjórnvöld í samráði við þá sem málið varða, finna leiðir til leiðréttingar. 

Áframhaldandi ástand í atvinnu og efnahagsmálum, mun eingöngu búa til nýjan forsendubrest, fyrr en varir og því koma upp sú krafa að sá forsendubrestur verði einnig leiðréttur.

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.10.2010 kl. 14:41

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er málið, að jafnvel þó íbúðaskuldir allra yrðu lækkaðar um 20% yrðu margir sem færu í gjaldþrot eftir sem áður og ennþá fleiri sem myndu lenda í erfiðleikum með að greiða af lánum sínum síðar, t.d. þeir sem eru atvinnulausir og þeir sem lækkað hafa verulega í launum vegna minnkaðrar vinnu eða launaskerðinga.  Þess vegna verður slík aðgerð aldrei fullnægjandi, jafnvel þó hún kæmi á móti títtnefndum forsendubresti um stundarsakir.

Þess vegna sagði ég að skuldavandi heimilanna myndi aldrei lagast, nema með verðmætaaukningu í þjóðfélaginu og þar með fjölgun starfa og forsendum til launahækkana.

Axel Jóhann Axelsson, 21.10.2010 kl. 14:53

8 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Skuldavandinn er það víðtækur, eða í það minnsta virðist vera það, að hugsa þarf til margra ára fram í tímann við lausn á honum.  Annars festist Alþingi og stjórnvöld í þeim vítahring að vera alltaf að "leysa" sama vandann.

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.10.2010 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband