9.10.2010 | 20:44
Níðingslegar árásir á útrásarvíkinga
Það er óhætt að taka undir með Pálma í Iceland Express, að endalausar árásir óvandaðra manna á fyrrverandi útrásarvíkinga eru algerlega óþolandi og ósanngjarnar, enda útrásarvíkingar eins og aðrir víkingar vanir að að sölsa undir sig eignir, gersemar og jafnvel lönd, án þess að mikil mótspyrna sé veitt.
Eftir að Pálma, í félagi við vin sinn Jón Ásgeir og fleiri, mistókst að eyðileggja Icelandair í eitt skipti fyrir öll, tókst Pálma að "bjarga" Iceland Express undan þrotabúi Fons og reynir nú sem best hann má, að knésetja Icelandair með því að setja upp áætlunarflug á alla viðkomustaði félagsins og ekki annað að sjá, en íslenskir ferðalangar styðji hann dyggilega í þeirri herferð.
Útrásarvíkingarnir hafa líklega þurft að þola nóg, með því að missa bankana sína, þó ekki sé verið að eltast við þá vítt og breitt um heiminn til þess að reyna að reita af þeim þá aura, sem þeim tókst að hafa út úr þjóðinni á útrásarvíkingatímanum.
Þjóðin hefur lengi þakkað Bónusgenginu allt það góða sem fyrir þjóðina hefur komið í gegn um tíðina og nú væri sanngjarnt að bæta Pálma í Iceland Express í þann hóp. Jafnvel fleiri útrásarvíkingum, þó þeir hafi ekki verið hálfdrættingar í góðverkum sínum á við Bónusgengið.
Slitastjórn í veiðiferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu ekki að grínast Axel, ef ég vissi ekki betur héldi ég að í dag væri 1 apríll!!! en ég kíkti á dagatalið og það er í raun 9 október, þú ert gersamlega út úr kú finnst mér núna með þessari bloggfærslu þinni og innileg sannfæring þín og meðaumkun um útrásarvíkinga smýgur í gegn um merg og bein hjá mér!
Guðmundur Júlíusson, 9.10.2010 kl. 21:24
Axxxeel........................ HVAÐA - HVAÐA ?
Benedikta E, 9.10.2010 kl. 21:31
Gott grín hjá þér Axel.
Gunnar Heiðarsson, 9.10.2010 kl. 21:58
Háð og grín. Ok.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 22:17
Tek undir það með þér Gunnar.
Hrólfur Þ Hraundal, 9.10.2010 kl. 22:19
Komið þið sæl; Axel Jóhann - og aðrir gestir þínir !
Axel Jóhann !
Á þetta; að vera háðs ádeila - eða setti sjálfur frjálshyggju predikarinn, uppi við Rauðavatn (þar syðra); Davíð Oddsson, þér þennan texta, undir dagsetur ?
Trúi því vart; fremur en margir, hér að ofan, að þér sé alvara, með þessarri grein þinn, Axel minn.
En; með beztu kveðjum samt, sem áður, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 23:46
Þú getur þá grínast, flott!
Eigum við ekki bara að falast eftir smá hjálp frá feðgunum í fínu fötunum, nöfnin þeirra byrja jú bæði á Björg, og það með stórum staf - og þakka síðan pent með tárvot augu.
Bergljót Gunnarsdóttir, 10.10.2010 kl. 05:29
Ekki datt manni í hug að nokkur maður myndi taka þessi skrif öðruvísi en þau voru meint, þ.e. sem háð og grín. Í raun átti þetta svo sem við öll banka- og útrásargengin, þó aðeins fáir væru nafngreindir, en svipað má segja um þá alla, enda segjast þeir allir vera misskildir snillingar, sem hafi unnið þjóð sinni mikið gagn í gegn um tíðina.
Sú siðblinda veldur mörgu tárvotu auganu.
Axel Jóhann Axelsson, 10.10.2010 kl. 12:48
Mikið grín mikið gaman en grátur í lokinn svo er fyrir okkur komið!
Sigurður Haraldsson, 10.10.2010 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.