Fjárlagakák Steingríms J.

Fjárlög ríkisins fyrir árið 2011 virðist vera svo illa unnin að meira að segja hörðustu stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar og þar af fyrrverandi ráðherrar, a.m.k. Kristján Möller, segjast ekki styðja þau, enda séu þau arfavitlaus og gangi af allri velferðarþjónustu á landsbyggðinni dauðri.  Ekki er annað að sjá, en frumvarpið sé unnið eingöngu af embættismönnum ráðuneytanna og hvorki ráðherrar eða þingmenn hafi verið hafðir með í ráðum, enda reyna þeir, hver sem betur getur, að sverja fjárlögin af sér.

Vegna nauðsynlegs sparnaðar í rekstri ríkisins, er tækifærið notað til að koma í framkvæmd gömlum draumi ýmissa kerfiskarla um að leggja meira og minna af alla sjúkrahússþjónustu á landsbyggðinni og flytja nánast allt sem heitir læknisverk til Reykjavíkur, enda sé landsbyggðarfólk ekkert of gott til að sækja alla sína þjónustu til höfuðborgarinnar. 

Fullkomin fæðingardeild er á Akranesi, Keflavík og Selfossi, en þær á allar að leggja niður og skikka verðandi mæður um allt Suðurland, Suðurnes og Vesturland til að fæða börn sín í Reykjavík og mun þetta fyrirkomulag kosta tugþúsundir ferða þessara mæðra til borgarinnar vegna mæðraskoðana og fæðinga.  Sama er að segja um skurðdeildir nánast allra sjúkrahúsa, annarra en Landspítalns í Reykjavík. 

Engum virðist hafa dottið í hug, að ef nýta þarf betur landsbyggðarsjúkrahúsin, þá sé nákvæmlega jafn dýrt að flytja reykvíska sjúklinga út á land til læknishjálpar eða verðandi mæður til fæðinga, eins og kostar að flytja landsbyggðarfólk til Reykjavíkur.  Meira að segja eru vegalengdirnar þær sömu í báðar áttir, þó Reykvíkingum þyki það reyndar meiriháttar ferðalag að fara upp fyrir Ártúnsbrekkuna.

Ef meira viti og jafnvægi verður ekki komið í fjárlögin, mun ríkisstjórnin ekki lifa afgreiðslu þeirra af.


mbl.is Munu fjárlögin njóta þingmeirihluta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég ætla bara að vona það.

Steingrímur er búinn að vera í stjórnarandstöðu alltof lengi, rífandi kjaft yfir öllu,án þess þó að koma nokkurn tímann með rökfærslur og tillögur um úrræði. Núna þegar hann er kominn í stjórn og embætti kemur í ljós að hann virðist bara vera það sem ég kalla huglatur, kann ekki að hugsa hlutina til enda og klúðrar þ.a.l. flestu.

 Hvers vegna hafði maðurinn ekki samráð við neinn af þeim sem stjórna heilbrigðisþjónustunni á landsbyggðinni. Það er engin skömm að því að leita ráða hjá fagfólki, skömmin liggur á að gera það ekki.

Bergljót Gunnarsdóttir, 11.10.2010 kl. 05:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband