Pálmi og Jón Ásgeir pumpuđu loftinu í Icelandair

Ţađ hlýtur ađ vera nokkuđ óvenjulegt ađ forstjóri eins fyrirtćkis skuli halda fyrirlestur á fundum Samtaka um verslun og ţjónustu um rekstur helsta keppinautinn á markađinum og kryfja ţar bćđi eignir, skuldir, rekstur og eigiđ fé.  Ţetta átti sér ţó stađ nýlega, ţegar Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express fjallađi á fundi samtakanna um Icelandair, ţó eđlilegra hefđi mátt telja ađ hann fjallađi um sitt eigiđ félag, tilurđ ţess og viđskiptafléttur međ ţađ fyrir nokkrum árum, misfallegar og -heiđarlegar.

Í fréttinni er ţetta sagt m.a:  "Slík bókfćrsla rifji ađ mati Matthíasar upp minningar frá árinu 2007 ţegar ţađ hafi tíđkast ađ „setja loft“ í efnahagsreikninga félaga. Viđskiptavild upp á 16 til 18 milljarđa króna og réttur á flugvallarstćđum séu bókfćrđar sem óefnislegar eignir í bókum Icelandair. Viđskiptavildin sé metin á himinháa fjárhćđ og sé til ađ mynda mun meiri en hjá British Airways ţar sem hún sé 40 milljónir punda eđa á áttunda milljarđ króna."

Matthías hefđi mátt minnast á ţađ, ađ á ţessum tíma átti Pálmi í Iceland Express stóran hlut í Icelandair, ásamt "viđskiptafélaga" sínum Jóni Ásgeiri í Bónus og fleirum og ţeir afrekuđu m.a. ađ kaupa og selja flugfélagiđ Sterling á milli sín og blása upp efnahagsreikninga félaganna á víxl, međ hćkkun á mati flugfélagsins úr 5 milljörđum króna í tuttugu milljarđa á örfáum mánuđum, ţrátt fyrir ađ Sterling vćri rekiđ međ gríđarlegu tapi allan tímann og fćri svo á hausinn nokkru síđar.

Einnig afrekuđu ţeir félagar ađ skipta upp félaginu FL Group (síđar Stođir) og selja frá ţví eignir, t.d. Icelandair á rugluđu verđmati og létu fylgja ţví svo miklar skuldir, ađ vonlaust var ađ félagiđ gćti nokkurn tíma ráđiđ viđ ţćr.  Ţađ var einmitt á ţessum tíma sem "loftiđ" kom inn í efnahagsreikning félagsins vegna ćvintýramennsku Pálma og félaga.

Pálmi kom síđan Iceland Express og Asterus undan ţrotabúi Fons á spottprís og allt bendir til ţess ađ fléttan međ Icelandair hafi veriđ til ţess gerđ ađ koma ţví félagi á hausinn, svo Pálmi sćti einn ađ markađinum međ sitt félag, ţ.e. Iceland Express. 

Svona gerđust nú kaupin á eyrinni á "velmekatarárum" Jóns Ásgeirs, en velmektarár Pálma í Iceland Express virđast alls ekki liđin.


mbl.is Icelandair fullt af lofti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sama datt undirritađri í hug, ţegar ţessi frétt var lesin.

Ađ óefnislegar eignir séu hátt skrifađar hjá Icelandair er umrćđuefni út af fyrir sig.  

En ósjálfrátt vacumpakkar mađur allar umrćđur, vitrćnar eđur ei af hálfu ţeirra sem kýldu loftţrýstinginn upp í hámarksskala međ ţeim afleiđingum ađ allt sprakk.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.9.2010 kl. 14:27

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jenný, ţađ er alveg rétt, ađ óefnislegar eignir voru blásnar upp međan "loftbóluhagkerfiđ" var og hét og vćri vert umrćđu út af fyrir sig.

Ţess vegna er hlálegt ađ sjá ţátttakendur og janfvel höfunda "loftbóluhagkerfisins" (a.m.k. hér á landi) tala um ţessa frođu og hneykslast á henni hjá öđrum.  Ekki síst í ţessu tilfelli, ţar sem eigandi Iceland Express er einn ađalgerandinn í ruglinu sem átti sér stađ hjá FL Group á sínum tíma.

Axel Jóhann Axelsson, 22.9.2010 kl. 14:39

3 identicon

Mér finnst merkilegast hvernig fjárfestar gátu gleypt viđ loftinu ţegar félagiđ var selt út úr Fl-group (áđur Flugleiđir) og sett á markađ á genginu 27 ef ég man rétt? Ţađ voru ótrúleg viđskipti og auđséđ ađ vanur flugrekstrarmađur eins og Ómar Benediktsson og fleiri létu plata sig!

Nonni (IP-tala skráđ) 22.9.2010 kl. 14:50

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nonni, veruleikafirringin í ţjóđfélaginu var svo ótrúleg á ţessum árum, ađ engu líkara var ađ menn héldu ađ hćgt vćri ađ grćđa á öllu, ţegar sannleikurinn var sá, ađ ţeir voru ekkert ađ grćđa mjög mikiđ.  Hagnađurinn var ađ mestu leyti frođa, sem bráđnađi bara eins og frođa gerir, en hins vegar sátu skuldirnar eftir, sem slegnar voru út á upppumpuđu eignirnar.

Ţađ er vandamáliđ sem ţjóđfélagiđ situr uppi međ núna og kemur til međ ađ glíma viđ nćstu áratugina.

Ţađ má ţakka Pálma í Iceland Express, Jóni Ásgeiri í Bónus, Bjöggunum og félögum ţessara kóna, bćđi innan bankanna og fyrirtćkjanna sem tilheyrđu ţessum gengjum.

Axel Jóhann Axelsson, 22.9.2010 kl. 15:00

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Viđskiptablađiđ er ađ gera ţessu góđ skil ţessa daganna. Viđ lestur ţeirra úttekta vekur furđu ađ endurskođendur skyldu ekki gera neinar athugasemdir ţegar almenningshlutafélag eins og FL-Group átti í hlut. Virđast hafa tekiđ fullan ţátt í ţeim blekkingum. Enn meiri furđu vekur ađ sérstakur saksóknari eđa efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hafa ekki gefiđ út ákćrur ennţá sökum ţessara svika?

Kveđja ađ norđan.

Arinbjörn Kúld, 22.9.2010 kl. 18:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband