Jón Gnarr og skælubókin

Jón Gnarr hefur þann háttinn á, áður en hann fer í háttinn, að gráta í opinberu skælubókina sína, sem hann birtir á netinu, en þar skráir hann skælur sínar reglulega um vonsku heimsins, hvað hann sé misskilinn snillingur, höfuðverk, leiðindi fundanna sem hann neyðist til að sitja, skapvonsku sína, undrun á því að ætlast sé til að hann sinni embættinu eins og maður og annað það, sem fer í hans viðkvæmu taugar þann daginn.

Nýjasta færslan í skælubókina hljóðar svona:  "Fundi númer tvö í borgarstjórn lokið. Náði reyndar bara hálfum fyrsta fundi vegna embættiserinda til útlanda. Kominn heim sorgmæddur og hugsi. Hvað er að starfsháttum í stjórnmálum á Íslandi? Þrætur, klækir og rifrildi. Er þetta svona allsstaðar? Skilst að Alþingi sé í svipuðum gír. Er hægt að breyta þessu?"  

Þessar skælur eru bókfærðar eftir borgarstjórnarfund, þar sem stjórnarandstaðan óskaði eftir umræðu um hvernig vinnu við fjárhagsáætlun borgarinnar miðaði og beindi spurningum til borgarstjórans varðandi málið.  Eins og venjulega stóð Jón Gnarr algerlega á gati, þegar reynt er að ræða við hann um alvarleg og brýn mál borgarinnar, enda tók hann ekki þátt í umræðunum og svaraði engri spurningu, sem að honum var beint. 

Auðvitað hljóta allir að vera hættir að reikna með að borgarstjórinn sé inni í nokkru máli, sem viðkemur borginni og stofnunum hans, en meðan hann gegnir þessu hæst launaða embætti borgarkerfisins, verður hann þó að neyðast til að sitja undir þessari leiðinlegu tilætlunarsemi um að hann geti svarað einföldum spurningum um það sem er að gerast hjá meirihlutanum.

Nú eru hveitibrauðsdagar borgarstjórnarmeirihlutans og Jóns Gnarrs, sem borgarstjóra, liðnir og því má reikna með að færslurnar í skælubókina verði með æ dapurlegri svip á næstunni.


mbl.is Sorgmæddur eftir borgarstjórnarfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Þú ert svaka harður kall hérna á þínu eigin vælufeni...skrítið hvernig þú vælir undann væli annarra.

Ég hef aldrei séð Axel Jóhann Axelson skrifa jákvæðann staf.....þú kemur fram sem hodgervingur þess sem Jón vogar sér að tala um. Óþroskuð umræða þín og neikvæðni er einmitt það sem Jón er að gagnrýna, en þér finnst það væl.

Er ekki komið nóg af leiðindum?

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 22.9.2010 kl. 11:07

2 identicon

Dagbók Borgarstjóranns! - Hann vill að við vitum hvað hann er að hugsa og augljóslega verður hann sorgmæddur þegar er verið að ásaka hann þannig að það sé eins og hann hafi bara labbað útaf fundi til að fá sér pulsu/pylsu....

CrazyGuy (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 11:09

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Umræðan yrði miklu þroskaðri ef meirihlutinn og borgarstjórinn sjálfur færu að sinna borgarmálunum af alvöru og hættu leikaraskapnum og vælinu um að allir séu vondir og tilætlunarsamir og hafi ekki gaman af trúðsleiknum endalaust.

Það er sannarlega komið nóg af leiðindum í skælubóknina og kominn tími til að fara að bóka þar um vinnu meirihlutans að borgarmálum.

Axel Jóhann Axelsson, 22.9.2010 kl. 11:14

4 identicon

Sko varðhundurinn Einhver Ágúst mættur. Flott hjá Best að hafa svona varðhund til að réttlæta bullið sem Besti stendur fyrir. Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 11:14

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Varðhundur? heheheh

Ég er ekki að réttlæta neitt enda er það yfirleitt fyrsta vísbending þess að maður hafi rangt fyrir sér....

Ég er bara að benda ykkur forhertu höturunum á hversu eitraðir og neikvæðir þið eruð, og rukka ykkur ekki einu sinni fyrir það.

Hvað er að því að ræða á hversu lágu pani samskipti í stjórnmálum eru? Afhverju er það væl?'

Plús að ég vildi nú frekar fá prik fyrir að eyða tíma mínum í að ræða við ykkur, ég sé ekki neinn annan "stjórnmálamann" hér......er ég ekki að reyna?

Sjálfbært gagnsæi og allt það.

Fjárhagsáætlun borgarinnar er í fullum gangi, þó að ekki sé unnið eftir verkstjórn Hönnu sem virðist enn halda að hún sé borgarstjórinn, þá er allt á fullu í þeim efnum, í mínu ráði sem annara.

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 22.9.2010 kl. 11:22

6 identicon

Takk fyrir góð skrif Axel um borgarstjórann. Honum veitir ekki af aðhaldinu. Það eru ekki margir að skoða hans störf með þeim hætti sem þarf. Störf flestra stjórnmálamanna á íslandi eru skoðuð og flestir hafa þroska til þess að sleppa því alveg að væla undan vinnunni sinni. Gs.

Guðlaugur (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 11:23

7 Smámynd: Einhver Ágúst

Voðalega ertu harður karl Guðlaugur....vantar þig knús?

Einhver Ágúst, 22.9.2010 kl. 11:27

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Gnarr og Besti flokkurinn hafði um það fögur orð fyrir kosningar að Hanna Birna hefði rétt fyrir sér í því, að formlegt meirihlutasamstarf væri í raun orðið úrelt og Jón Gnarr prédikaði, að hann myndi vinna með öllum borgarfulltrúum.  Nú upplýsir Ágúst að unnið sé að fjárhagsáætlun borgarinnar á leynifundum einhversstaðar úti í bæ og minnihlutinn fái ekkert að vera með í þeirri vinnu.

Ef þetta er opin og gagnsæ stjórnsýsla í anda Besta flokksins, má ég þá bara biðja um gömlu vinnubrögðin, þar sem minnihlutinn fékk að fylgjast með og gagnrýna meirihlutann og veita honum aðhald.

Axel Jóhann Axelsson, 22.9.2010 kl. 11:29

9 Smámynd: Einhver Ágúst

Nei ég upplýsti það ekki Axel, kynntu þér málin áður en þú ferð að snúa útúr og skálda eftir þínum eigin fantasíum.

Í mínu ráði sem öðrum eru sameiginlegir undirbúingsfundir fyrir ráðsfundi og allt opið. Tekist á um einstaka mál sem liggja pólitískt á milli hluta en afar gott samstarf get ég vitnað um í mínu ráði með Áslaugu Friðriks og Geiri Sveinssyni(ef þú skyldir vilja afla þér upplýsinga í stað þess að bulla svona).

Hvar upplýsti ég um leynifundi og að minnihlutinn fái ekkrt að vita?

Sameginlegur(meir og minnihluti) starfsdagur með sviðsfólkinu um daginn lagði línurnar fyrir sviði um tillögur til sparnaðar og eru þær væntanlegar.

Það er helst þarna í Borgarstjórn sem klækirnir og leiðindin verða og svo voru gerð leiðinda mistök að haf aekki minnihlutann með á skipulagsdögum með sviðinu, það var hugsunarleysi og skal viðurkennt.

Þú getur alveg skoðað það betur og lagt þig eftir einhverju öðru en bulli sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum.

Einhver Ágúst, 22.9.2010 kl. 11:38

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Var ekki minnihlutinn að bera fram spurningar um hvernig störfum vegna fjárhagsáætlunar liði?  Svaraði Jón Gnarr þeim spurningum sem til hans var beint á borgarstjórnarfundinum?

Ef unnið er að fjárhagsáætlun án þess að minnihlutinn sé með í þeirri vinnu, eða fái a.m.k. allar upplýsingar um stefnuna, sem meirihlutinn ætlar að fylgja, t.d. varðandi skatta- og gjaldskrár og útgjaldaramma, þá kalla ég það að unnið sé að málum á leynifundum.

Ágúst, þú viðurkennir að það hafi verið "mistök" að hafa minnihlutann ekki með á skipulagsdögum.  Gleymist kannski að hafa hann upplýstan á fleiri sviðum?

Axel Jóhann Axelsson, 22.9.2010 kl. 11:59

11 Smámynd: Einhver Ágúst

Ekki á mínu svið og ekki á þeim sviðum sem ég er nátengdur....

Ég var í starfshópum með Geir og Áslaug á starfsdegi velferðar, þau voru með í öllu sem viðkemur niðurskurði og áherslum í fjármálum Velferðarsviðs og niðurskurðar. Sviðið fékk okkar línur í þeim málum og nú koma þeirra tillögur.

Það er ekkert á huldu gagnvart minnihlutanum, enda ekki neinir meirihluta og minnihlutafundir í gangi í mínu ráði.

Já það voru mistök að hafa ekki minnihltuann með í skipulagsdögum......það var leitt og því var komið á framafæri.

Það sem er að angra Hönnu er að það er ekki farið eftir hennar eigin A4 blaði frá því fyrir 2 árum síðan, leiðinlegt hvað það pirrar hann mikið en það er bara þannig að hún er ekki lengur borgarstjóri og er kannski í smá fráhvörfum.

Einhver Ágúst, 22.9.2010 kl. 12:12

12 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Axel ég er sammála þér, það er eins og hann geti ekki aðlagast vinnustað sínum... Þetta er kannski spurning um hvort hann hafi nokkuð haft hugmynd um þá vinnu sem að felst í því að vera Borgarstjóri, ekki kæri ég mig um að hafa borgarstjóra sem gerir ekkert annað en væla undan vinnu sinni, hann á þá að vera meiri maður en svo, og segja bara eins og er að þetta er allt of erfitt fyrir hann og hætta. Það eru örugglega margir aðrir sem gætu unnið þessa vinnu án þess að þurfa að væla...

Það er greinilegt að þessi umræða fyrir fyrir brjóstið á Einhver Ágúst. En staðreyndin talar í ummælum Borgarstjóra því miður fyrir hann...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.9.2010 kl. 12:27

13 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það er greinilegt að þessi umræða FER fyrir brjóstið... á að vera.... fyrirgefist mér.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.9.2010 kl. 12:30

14 Smámynd: Pétur Harðarson

Guðlaugur, hvaða land ertu að miða við þegar þú talar um aðhald við stjórnmálamenn? Nú er verið að tala um ákærur á ráðherrum hrunstjórnarinnar á alþingi og þar hafa sjálfstæðismenn sagt að þeim finnist nóg að nöfn ráðherra og alþingismanna hafi verið birt í rannsóknarskýrslu alþingis og þar með hafi þeir axlað ábyrgð á sínum gjörðum. Sú staðreynd að alþingismenn beri sjálfir ábyrgð á að kalla sig til ábyrgðar ætti að segja nóg um aðhald stjórnmálamanna á Íslandi. Steini J. lagði sinn pólitíska feril undir Icesave svikasamninginn sem nú er ónýtt plagg en hann situr samt enn sem ráðherra. Árni Jónsen, hvítþveginn glæpamaður, situr enn á þingi eins og leikfléttan hans um árið hafi aldrei gerst. Svo hefur hefur þessi ríkisstjórn lítið talað um annað en hvað verkefni hennar eru erfið, talandi um væl.

Jón Gnarr er einfaldlega ekki inni í gömlu valdaklíkunni og því er skotið á hann linnulaust, vinstri og hægri. Hitt er svo annað mál að hann þarf að standa sig í starfi og sinna sínum skyldum en mér sýnist að hann ætli ekki að taka þátt í gamla skotgrafahernaðinum og skítkastinu sem hefur viðgengist á milli fjórflokkanna síðustu áratugi og engu skilað. Það hlýtur að teljast jákvætt.

Pétur Harðarson, 22.9.2010 kl. 12:50

15 Smámynd: Einhver Ágúst

Já já Ingibjörg...mjög fínt....

Hvað geri ég annað en að benda á hvað við erum að gera...

Ég stimpla mig útúr þessum þræði

Einhver Ágúst, 22.9.2010 kl. 12:59

16 identicon

Ímyndum okkur fyrirtæki þar sem mórallinn er eins og Jón Gnarr lýsir. Dettur manni í hug að hægt sé að reka slíkt fyrirtæki svo vel sé? Ekki get ég ímyndað mér það.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 14:41

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ragnar, slíkt fyrirtæki gengi allra síst, ef forstjórinn væri sígrátandi yfir því hvað allt sé erfitt og leiðinlegt og allir svo vondir við sig.  Ofan á allt saman hefði hann hvorki vit né áhuga á rekstri fyrirtækisins.  Það er rétt hjá þér, að slíkt fyrirtæki gengi aldrei vel.

Axel Jóhann Axelsson, 22.9.2010 kl. 14:45

18 identicon

Væl eða ekki, Jón er þó að benda almenningi á hversu bagalegir starfshættir eru við lýði í fyrirtækinu sem hann stýrir. Það finnst mér benda til þess að hann hafi talað um þetta við viðkomandi en væntanlega fengið bara "skæting" til baka.

Ég get ekki séð að það sé eitthvað betra að reka fyrirtæki þar sem forstjórinn lætur skætinginn yfir sig ganga.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 15:54

19 Smámynd: Jón Ragnarsson

Jón er meiri maður að segja frá eins og hlutirnir eru í staðinn fyrir að reyna að fegra sjálfan sig og helst koma skíti á pólitíska andstæðinga sína í leiðinni, eins og atvinnupólitíkusum er vant.

Jón Ragnarsson, 22.9.2010 kl. 16:15

20 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Jón er meiri maður að segja frá eins og hlutirnir eru í staðinn fyrir að reyna að fegra sjálfan sig og helst koma skíti á pólitíska andstæðinga sína í leiðinni, eins og atvinnupólitíkusum er vant.

Menn eru fljótir að gleyma, hvað var hann að tala um minnihlutann um daginn, hann í sakleysi sínu og fékk bara skæting, ég sé ekki betur en að þar sé hann að fegra sjálfan sig á kostnað minnihlutans.

Ekkert hefur breyst, stjórnsýslan er nákvæmlega eins og hún var fyrir utan það að nú er Jón Gnarr að dreyfa athyglinni frá hlutunum sem skipta máli yfir í hlutina sem skipta engu máli s.s. "vælubókin"..

Tók enginn eftir því að á meðan OR hækkaði verðskránna hjá sér um 30% þá voru allir þ.m.t fjölmiðlar að birta fréttir af einhverju rugli sem tengdist sígarettum og hausverk eða einhverju slíku af dagbókinni hjá honum.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 22.9.2010 kl. 19:08

21 identicon

Jón Gnarr fær ekki aðhald fjölmiðla á Íslandi því miður, eins og Halldór Björgvin bendir á hér að ofan það er sífellt verið að velta við einhverju sem engu máli skiptir. Þar ekki verið að ganga á borgarstjóra með spurningar um gang fjárhags áætlunar enda eru það örugglega leiðinleg mál að hans dómi. Og maður virðist ekki eiga að gera eitthvað sem er leiðilegt, bara segja brandara og slaka á. Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 22:51

22 identicon

Ég verð að segja að mér finnst frekar kjánalegt að halda því fram að Jón sé að reyna að fegra sjálfan sig. Hann hefur kallað sjálfan sig kjána, óviðeigandi og fleiri nöfnum sem er erfitt að telja til faguryrða. Hann fúslega viðurkennir mistök ólíkt nokkrum öðrum stjórnmálamanni sem ég man eftir. Svo segir hann frá hvernig mórallinn er á vinnustaðnum sínum og veltir því fyrir sér hvort þetta sé eins annars staðar og þá er hann sagður vera að fegra sjálfan sig.

Mér finnst margir vilja að hann eigi annað hvort að láta þetta yfir sig ganga eða svara í sömu mynt en alls ekki segja frá. Ef hann lætur þetta yfir sig ganga þá hljómar þetta eins og aðilinn sem lendir í einelti í skóla. Ef hann svara í sömu mynt þá versnar mórallinnog erfiðara verður að reka fyrirtækið. Ef hann segir frá þá er látið við hann eins og hann sé krakkinn í skóla sem lendir í einelti og klagar. Þá er ráðist á hann og þetta kallað væl.

Frekar vil ég að hann klagi svo það verði til þess að starfshættir í borgarstjórn batni svo hægt sé að reka þetta fyrirtæki svo vel sé.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 09:50

23 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Gnarr verður að sætta sig við gagnrýni á opinber störf sín, eins og aðrir stjórnmálamenn.  Hann er langt í frá yfir gagnrýni hafinn, þó hann sé vælukjói til viðbótar þeirri vanhæfni sem hann hefur sýnt til starfans, fram að þessu.

Axel Jóhann Axelsson, 23.9.2010 kl. 10:12

24 identicon

Að sjálfsögðu er Jón ekki yfir gagnrýni hafinn. Að halda öðru fram er fáránlegt. Það var einmitt þetta sem Jón var að gera. Hann gagnrýndi aðra stjórnmálamenn með því að benda á að starfshættirnir fælust í þrætum, klækjum og rifrildi. Þeir eru ekki yfir það hafnir frekar en hann sjálfur.

Að kalla þetta væl er útúrsnúningur til að forðast að ræða gagnrýnina sjálfa.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 10:21

25 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Gnarr er eingöngu að leiða athyglina frá sjálfum sér og eigin vanhæfni með þessum ummælum sínum um þrætur, klæki og rifrildi og gerir það vælandi.

Axel Jóhann Axelsson, 23.9.2010 kl. 10:25

26 identicon

Jón Gnarr er sko enginn vælukjói. Ég móimæli harðlega þeim orðum.

Hoppandi (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 11:06

27 Smámynd: Einhver Ágúst

Axel....þú ert búnn að tapa og farinn að ........snúa útúr?

Einhver Ágúst, 23.9.2010 kl. 12:45

28 identicon

Er Jón eingöngu að leiða athyglina frá eigin vanhæfni? Er þá ummæli hans um þrætur, klæki og rifrildi þá bara tilbúningur? Og hver er þá munurinn á þér og honum að leiða athyglina frá vanhæfni og lélegum móral stjórnarandstöðu með því að kalla þetta væl?

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 13:01

29 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ágúst, ég er ekkert að snúa útúr, en Ragnar er hins vegar kominn með málið í hring og þá er bara best að hoppa af hringekjunni, áður en sviminn sækir að.

Axel Jóhann Axelsson, 23.9.2010 kl. 13:13

30 identicon

Axel, það gat ekki endað öðruvísi miðað við hvernig þú settir þetta upp. Niðurstaðan er einföld. Það er mikil þörf á því að bæta starfshættina í pólitík. Það var vitað áður en Jón Gnarr sagði frá því. Líttu bara inn á Alþingi.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 14:30

31 identicon

Það er gott að þið gagnrýnið gnarrinn svona vægðarlaust. Reyndar skín andúðin á honum í gegn hérna, þ.a. maður getur verið nokkuð viss um að gagnrýnin sé amk ekki spöruð. Mér finnst bara frábært að sú gagnrýni sem ég les er yfir smámunum og tittlingaskít sem engu máli skiptir. Meðan borgarstjórinn gerir ekki verri hluti en þá hér er kvartað yfir, þá er ég sáttur. Mér finnst líka bara snilld að hafa borgarstjóra sem tjáir sig sem persóna en ekki PR-ímynd og kemst vel frá því.

Einar (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 21:15

32 identicon

Sá eini sem er vælukjói ert þú Axel. Grenjandi alla daga um okkar frábæra borgarstjóra.

Leifur (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband