Jón Gnarr og hveitibrauðsdagarnir

Í stjórnmálum er nýjum meirihlutum í ríkis- og sveitarstjórnum gefnir hundrað dagar til að setja sig inn í þau málefni sem brýnust eru og móta endanlega stefnu sína og markmið fyrir framtíðina.  Nú eru liðnir hundrað dagar frá því að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar tók við meirihlutavaldi í Reykjavík og réðu Jón Gnarr sem borgarstjóra. 

Minnihlutinn í Reykjavík virðist ekki hafa verið að trufla borgarstjórann mikið við þá fánýtu iðju, sem þessi dýrasti starfskraftur Reykjavíkurborgar hefur verið að dunda sér frá ráðningunni í borgarstjórastarfið.  Í dag varð hins vegar breyting þar á þegar minnihlutinn fór að spyrjast fyrir um undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011, en undir venjulegum kringumstæðum væri sú vinna langt komin í nefndum og ráðum borgarinnar, en nú bregður svo við að engar línur hafa enn verið lagðar og engin stefna mörkuð, hvorki um tekjuöflun eða útgjaldaramma og engar línur verið lagðar fyrir nefndirnar og ráðin sem málaflokkunum stjórna.

Í allri sögu Reykjavíkurborgar hefur borgarstjórinn hverju sinni leitt umræður og vinnu við fjárhagsáætlanir, en nú brá svo við að Jón Gnarr hvorki tók þátt í umræðunum, né svaraði neinum spurningum sem til hans var beint.  Það er að vísu ekkert undrunarefni, því Jón Gnarr hefur margsýnt það frá því að hann settist í borgarstjórastólinn að hann hefur ekkert sett sig inn í málefni borgarinnar og fyrirtækja hennar og stofnana og virðist ekki heldur hafa nokkurn áhuga á að kynna sér þau.

Hvað skyldi þessi borgarstjórafarsi eiga að ganga lengi?  Varla verður klappað mikið fyrir aðalleikaranum öllu lengur. 

 


mbl.is Svarar ekki fyrir fjárhaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll þetta getur ekki versnað mikið frá því sem verið hefur er það?

Sigurður Haraldsson, 21.9.2010 kl. 23:31

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hanna Birna og Dagur verða að slíðra sverðin - taka höndum saman og VG með og leysa borgina úr herkví þessa einstaklings.

90.000 manna byggð bíður - landið allt bíður.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.9.2010 kl. 23:41

3 identicon

Áhverju áttu menn von þegar þeir kusu sér trúð fyrir borgarstjóra.

Ingvar Georgsson (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 23:42

4 identicon

Að slíðra sverðin og það helst án Samfylkingarinnar,en Samfylkingin stjórnar þessum ''Besta Flokki,, það er á hreinu.VG og Hanna Birna redda þessu,,,,,?????.Á morgun eru komnir hundrað dagar hjá þessari Borgarstjórn.

Númi (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 23:45

5 identicon

Ég skil Jón vel að nenna ekki að svara þessu naggi í borgarfulltrúanum. Getur hann bara ekki beðið eftir að þessi blessaða áætlun er tilbúin?

Hoppandi (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 01:26

6 Smámynd: Sigurður Helgason

hann var ekki eima, var er

Jón Gnarr segir í færslu sinni í Dagbók Borgarstjóra nú fyrir stundu að hann hafi einungis náð hálfum fyrsta fundinum vegna embættiserinda til útlanda. Sóley Tómasdóttir sagði fyrr í kvöld að Jón væri að virða borgarstjórn að vettugi með því að vera ekki viðstaddur umræðu um mikilvæg málefni.

Hann segist vera kominn heim og sé sorgmæddur og hugsi. „Hvað er að starfsháttum í stjórnmálum á Íslandi? Þrætur, klækir og rifrildi," segir Jón í færslu sinni. Hann spyr hvort að það sé ekki hægt að breyta þessu. „Er þetta svona allsstaðar? Skilst að Alþingi sé í svipuðum gír. Er hægt að breyta þessu?"
lendis í embættiserindum,,,,,,,,,,

betri fréttir á VÍS

Sigurður Helgason, 22.9.2010 kl. 02:52

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Axel - ósanngirni þín er hroðaleg - hefur þú einhverja hugmynd um það hvað það tekur langan tíma að mála sig - finna rétta kjólinn - taka sig til fyrir ferðir erlendis og undirbua sig fyrir viðtöl þar - koma svo heim - taka upp úr töskunum - snyrta sig OG LENDA SVO Í EINHVERJU KJAFTÆÐI UM BORGARMÁLEFNI  --   PENINGA --  ÁÆTLANIR - hverskonar óþverraháttur er þetta - svo er ætlast til þess að hann sitji fundi í borgarstjórn ofan á allt annað. Svo er ekkert tillit tekið til þess að hann var að kenna einum borgarbúa Yatsee í sumar. Látið manninn í friði -

Börnin fá ekki lengur frítt í sund - það þarf líka að hugsa um það -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.9.2010 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband