Alþingi kjósi líka um Jóhönnu og Össur

Mogginn veltir því upp í morgun, að líklegt sé að þegar tillagan um Landsdóm komi til afgreiðslu á Alþingi, verði greidd atkvæði um hvern ráðherra sérstaklega, sem fyrirhugað er að stefna fyrir dóminn, þ.e. þau Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu, Árna Matt. og Björgvin G. Sigurðsson.

Dálítið virkar það þó einkennilega, að aðskilja ráðherrana þannig í atkvæðagreiðslunni, en þó má réttlæta það með því, að þingmönnum þyki líklegra að sumir þeirra þeirra, en ekki allir, verði sakfelldir fyrir Landsdómi.  Slíkt er þó vandséð, þar sem ásakanir Atlanefndarinnar á þá alla snúast að mestu um sömu ákæruatriði um vanrækslu og aðgerðarleysi.

Ekki verður öðru trúað, en að breytingartillaga komi fram í nefndinni, eða á Alþingi, um að bæta nöfnum Jóhönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar á lístann yfir þá ráðherra, sem atkvæði verða greidd um að stefna fyrir Landsdóminn, enda voru þau bæði miklir þátttakendur í öllum fundum og ákvörðunum (ákvarðanaleysi) síðustu ríkisstjórnar.

Verði einhverjum af þessum ráðherrum stefnt fyrir dóminn en öðrum ekki, yrði slík afgreiðsla Alþingis bæði óréttlát og ósanngjörn og myndi eingöngu ráðast af pólitískum ofsóknum á hendur einstaka mönnum, en ekki heiðarlegri tilraun til að gera upp við "hrunstjórnina".

Uppgjör við fortíðina verður að byggjast á heiðarlegum rannsóknum, en ekki pólitískum duttlungum þeirra þingmanna, sem svo vill til að sitja á Alþingi núna.


mbl.is Kosið um hvern og einn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki þykir mér ólíklegt að nokkrum nöfnum til viðbótar verði bætt við, en þar vil ég nefna fyrstan Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson,Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Illugi Gunnarsson, Finnur Ingólfsson, Valgerður Sverrisdóttir, Kjartan Gunnarsson,  og að ógleymdum styrkjakóngi Íslands Guðlaugur Þór.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 08:14

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sá skrípaleikur sem í gangi er á alþingi þessa dagana er ekki uppgjör við fortíðina, þetta er uppgjör Steingríms J við sína pólitísku andstæðinga. Það er ljóst að þeir ráðherrar sem tilgreindir eru í niðurstöðu Atlanefndarinnar voru sekir, einnig þeir sem með þeim sátu í stjórn. Það er einnig ljóst að þeir ráðherrar og þingmenn sem setið hafa á þingi allt frá 1990 eru flestir sekir. Þetta fólk hefur fengið sinn dóm, dóm fólksins, landsdómur mun engu breyta þar um.

Því miður var kosið til þings of snemma eftir hrun, stóra skýrslan var ekki enn opinber og fólk hálf lamað. Því gátu fólk eins og Jóhanna og Össur laumað sér á þing og komst með aðstoð Steingríms í stjórn landsins. Steingrímur stóð frammi fyrir þeim vanda að verða að komast í stjórn, það var ekki hægt nema í samstarfi við einhven þeirra flokka sem hann kennir um hrunið. Hann varð því að flokka andstæðinga sína niður í mikla andstæðinga og minni.

Ekki þarf að tala um getuleysi Steingríms og hvenig hann hefur svikið öll sín kosningaloforð. Ekki þarf heldur að tala um getuleysi stjórnarinn. Þessa hluti vita allir.

Gunnar Heiðarsson, 23.9.2010 kl. 08:22

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fæst af þessu fólki sem þú nefnir, Helgi, voru ráðherrar í síðustu ríkisstjórn og reyndar hafa Illugi og Kjartan aldrei verið ráðherrar.  Þorgerður Katrín var það hinsvegar og hugsanlegt væri að bæta henni á listann, ef álitið væri að hún hefði haft með efnahagsmál að gera í stjórninni.

Þú verður að vita um hvað málin snúast og helst hugsa svolítið, áður en þú skrifar.

Axel Jóhann Axelsson, 23.9.2010 kl. 08:22

4 identicon

Sannleikurinn getur oft verið sár Axel minn..he he...sérstaklega fyrir ykkur sjálfstæðismenn.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 09:19

5 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Er eitthvað að, á að dæma skökkvuliðið fyrir íkveikju með brunavrörðunum vegna þess að þeir eyðilögðu parketið með vatninum sem slekkur í eldinmun.

Jóhann Hallgrímsson, 23.9.2010 kl. 09:32

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jóhanna var í sérstakri fjögurra manna ráðherranefnd um efnahags- og ríkisfjármál með þeim Geir Haarde, Árna Matt. og Ingibjörgu Sólrúnu, þannig að hún hlýtur að hafa haft sömu upplýsingar og hinir ráðherrarnir og ef ákærur Atlanefndarinnar eru skoðaðar, hljóta þær að eiga við um hana, alveg eins og hina. 

Össur leysti Ingibjörgu af í veikindum hennar og sat því ýmsa fundi í þeirri afleysingu sem fjölluðu um efnahags- og bankamál.  Því eiga ásakanir Atlanefndarinnar við hann, alveg eins og hina ráðherrana, en ásakanirnar á ráðherrana fjóra frá Atlanefndinni er nánast nákvæmlega eins í tilfelli þeirra allra og ásakanirnar snúast um sömu atriðin.  Því eiga þær einnig við um Össur.

Axel Jóhann Axelsson, 23.9.2010 kl. 09:39

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Helgi, hér eru birtar málefnalegar (og jafnvel ómálefnalegar) athugasemdir og jafnvel frá málsóðum, en ef þær leggja ekkert til umræðunnar, annað en perónulegt skítkast og óhróður um einstaklinga eða hóp manna, þá er þeim eytt um leið og þær uppgötvast.

Hafir þú ekkert til málanna að leggja annað en svívirðingar og óhróður, skaltu bara sleppa því að ausa úr hlandkoppi sálar þinnar á þessa síðu.

Axel Jóhann Axelsson, 23.9.2010 kl. 09:42

8 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Málatilbúnaður meirihluta Atlanefndar, er bara reistur á það veikum grunni, að hæpið verður fyrir þingheim að taka ákvörðun á þann hátt annan, en pólitískan.  Strax og skýrsla nefndarinnar kom út, komu athugasemdir þingmanna, vegna þess að stór hluti þeirra gagna sem að meirihluti nefndarinnar, byggði niðurstöðu sína á, átti að vera þingheimi hulinn.  Svona nánast eins og óséði Icesavesamingurinn sem að þingið átti að samþykkja hratt og vel.  Umræðan um leyndina, sem að varð í þinginu á föstudagsmorguninn, sem leiddi svo til þess að umræðum var frestað fram yfir síðustu helgi, var bara toppurinn af ísjakanum.  Orð margra kærusinna í þeirri umræðu, bentu klárlega til þess, að þeim varðaði ekkert um það, þó þeir hefðu ekki kynnt sér málið til fulls.  Þeir vildu bara kæra, punktur. Enda voru ummæli margra kærusinna, á þann veg, að þeir voru búnir að gera upp hug sinn, áður en eiginlegar umræður hófust í þinginu. 

Svo þegar umræðan hófst í þinginu af einhverju viti, þá kom í ljós, að álit meirihluta nefndarinnar, var byggt upp á minnisblöðum sérfræðinga, sem vildu ekki láta nafn sins getið og höfðu að sögn Atla, í rauninni ekki viljað það í fyrstu að minnisblöð sín, væru þingheimi til sýnis, ekki einu sinni í svokallaðri "Leyndarmálamöppu". Í umræðunni kom svo í ljós að flestir ef ekki allir þeir sérfræðinga, sem höfðu hugrekki til þess að koma fyrir nefndina, þing og þjóð, án nafnleyndar, hafa flestir ef ekki allir gefið það út, að málatilbúnaður Atlanefndar, sé á það veikum grunni reistur, að annað hvort verði málum allra vísað frá landsdómi á fyrstu dögum hans, eða þá að menn hljóti sýknu eftir allt að tveggja ára réttarhöld.   

Ákæruefnin er svo flest á þann hátt, að þau í rauninni snúast ekki um það sem að stjórnvöld, hefðu í rauninni getað gert, síðustu mánuðina fyrir hrun.  Stjórnvöld gátu ekki gert betur en að benda, bönkunum á að minnka sig, stjórnvöld gátu ekki minnkað bankana.  Bankarnir höfðu auk þess minnstan áhuga á slíku, hvað þá að flytja, enda var samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, höfuðstöðvar bankana hér á landi notaðar, til þess að dreifa þeim fjármunum sem eigendur bankanna, hirtu úr erlendum útibúum og hylja slóð þeirra fjármuna, með millilendingu í Luxemburg og fleiri stöðum á leið peningana til Tortola, eða þess háttar staða.   Úttekt á stöðu Ríkissjóðs, ef til bankahruns kæmi á hugsanlegu tjóni Ríkissjóðs, hefði af þeim sökum, einnig vart orðið marktæk, þar sem að staða bankanna, var loftbólukennd, nánast fram að hruni, bæði vegna meintrar þátttöku endurskoðenda bankanna við fölsun árshlutauppgjöra, álita matsfyrirtækja og fleiri aðila.  Það hefur t.d. enginn getað upplýst þing eða þjóð um það, hver staða Ríkissjóðs hefði verið, ef að eigendur og stjórnendur bankanna, hefðu ekki tæmt þá sjálfir í aðdraganda hrunsins. 

 Það verður bara því miður að segja, að kærusinnar á þingi, óttast meira dóm götunnar, en sína eigin samvisku. Ótti þeirra kemur í veg fyrir það, að hægt verði að taka ákvörðun um annað, en að hlýða kalli þjóðarinnar um landsdóm.   

 Eins og málatilbúnaðurinn hefur verið hingað til, eru allt eins líkur á því að málum ráðherrana verði vísað frá, eða þeir sýknaðir.  Hvað segir dómstóll götunnar þá?  Mun sá dómstóll gagnrýna kærusinna fyrir óvandaðan málatilbúnaði, eða beina gagnrýni sinni að dómurum sem taka ákvörðun og dæma samkvæmt lögum?

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.9.2010 kl. 10:56

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég vil að það sé byrjað ofanfrá og þá á Jóhönnu og Össuri en þau eru og hafa brotið Stjórnarskránna Lög kafla X un landráð, greinar 86,87,88 ofl. Þau eiga að gjalda þess og að fölsuð umsókn um inngöngu í ESB var send með Hraðboðanum Össuri Skarphéðinssyni. Þetta eru yngstu lögbrotin og þar skal byrjað. Það er búið að kæra þetta fyrir ríkissaksóknara af nokkrum aðilum en ekkert skeður.

Valdimar Samúelsson, 23.9.2010 kl. 11:33

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Góður pistill, Kristinn Karl.

Verði einhverjum ráðherrum stefnt fyrir Landsdóm er miklu meiri líkur en minni á því að þeir verði sýknaðir.  Þá mun dómstóll götunnar að sjálfsögðu formæla Landsdómi á svipaðan hátt og gert hefur verið gagnvart Hæstarétti, eftir vaxtadóminn.  Þá voru allir búnir að gleyma því, hvað þeir lofuðu sama Hæstarétt fyrir gengislánadóminn.

Hjarðhegðunin lætur ekki að sér hæða.

Axel Jóhann Axelsson, 23.9.2010 kl. 11:35

11 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Kristinn.  reystur á veikum grunni, Geyr leyndi ríkistjórn, sérstaklega bankamálaráðherra því að bankarnir voru að falla.  auk þess að hafa vitað þetta í næstum ár, að það væri möguleiki og hverjar afleiðingarnar yrðu án þess að tala um það í ríkistjórn er brot á stjónaskránni. það er auljóst að hann er sekur og ætti að dæma, veirkur grunnur á Björgvin og Inibjörgu kanski en ekki Geir, og Árna sem vissi það sem Geyr vissi.

Þetta er augjóst hverjum sem vill það sjá.

Jóhann Hallgrímsson, 23.9.2010 kl. 12:06

12 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Sá snillingur eða snillingar, sem virðast hafa fengið þá fáranlegu hugmynd að kjósa um einn og einn ráðherra, við afgreiðslu tillögunnar, hefur greinilega ekki áttað sig á því, að verði atkvæði Samfylkingarþingmanna til þess að Geir verði ákærður, þá hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins það hendi sér, hvort Ingibjörg, verði líka ákærð.  Varla teldist það sannfærandi og Alþingi sæmandi og hvað þá Atlanefnd sæmandi, að þingmenn Vg Framsóknar og Hreyfingar lippuðust niður í afstöðu sinni, til þess að forða Ingibjörgu við ákæru.  Þá fyrst væri Alþingi búið að glata trúverðugleika sínum í það minnsta væri þá traust þjóðarinnar til þingsins komið niður í pilsnerfylgi.

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.9.2010 kl. 12:07

13 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Geir leyndi Björgvin engu.   Flokkur Björgvins, eða forysta hans treysti honum ekki fyrir bankamálunum, þó svo að flokkurinn hefði skipað hann yfir þann málaflokk.  En það var fyrst og fremst gert vegna goggunnarraðar innan flokksins og til að koma í veg fyrir klofning hans að Björgvin hlaut þetta embætti.  Geir réð minnstu um það.  Þegar tveir flokkar eða fleiri mynda stjórn þá er hver flokkur fyrir sig ábyrgur fyrir eigin ráðherrum.  Þar fyrir utan ef að Geir yrði gert það að sök að hafa ekki upplýst Björgvin, þá þyrfti landsdómur að geta fært fyrir því rök að málin hefðu farið eitthvað öðruvísi, hefði hann verið upplýstur.

Ég vil að sjálfsögðu að ráðherrar verði kallaðir fyrir landsdóm, hafi þeir klárlega unnið til þess. En  með þessum pólitísku formerkjum, sem hafa í raun ekkert með sekt að gera, þá eru mál ráðherranna ekki í þeim farvegi sem   að þau ættu að vera í.

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.9.2010 kl. 12:19

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jóhann er greinilega að taka þátt í að gera þessar stefnur að pólitískum réttarhöldum, en ekki sakamála, með ruglinu um að Árni hafi vitað eitthvað sem Geir vissi, en Samfylkingarráðherrarnir ekki vitað eitt eða neitt, þó þeir hafi setið alla fundi um þessi mál með Geir.  Bankamálin féllu ekki undir Árna, heldur Björgvin og það voru Ingibjörg Sólrún, Össur og Jóhanna, sem héldu honum utan við málin og leyndu hann vitneskju um þau.  Það er á þeirra ábyrgð, en ekki Geirs.

Ég tek heilshugar undir með Kristni Karli, að auðvitað á að stefna mönnum fyrir rétt, ef meiri líkur en minni eru á að þeir séu sekir um refsiverða háttsemi, en að gera slík mál að pólitískum farsa, er algerlega óviðunandi.  Það er óviðunandi fyrir dómara í Landsrétti, Alþingi og þjóðina, að ekki sé talað um þá sem stefnt væri í slíkum skollaleik.

Axel Jóhann Axelsson, 23.9.2010 kl. 13:10

15 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ef við gefum okkur það, að ráðherranir séu sekir, en landsdómi verði ekki mögulegt að dæma þá, eða taka málið til meðferðar, vegna formgalla, þá fær meirhluti Atlanefndar, þeir þingmenn er hann skipa og þeir þingmenn sem ýta já hnappinn, dómsúrskurð um eigið vanhæfi.

Atlanefndin, nýtti bara brot þeirra úrræða, sem henni var heimil.  Nefndin kaus í stað þess að spyrja, þá ákærðu beint og fá svör þeirra við ákæruliðunum, að rökræða sín á milli um líkur sakfellingar, þangað til að henni tókst að sannfæra sjálfa sig um mögulega sakfellingu.  Nefndin leitaði ekki allra þeirra gagna sem í boði voru, til að negla sakfellingu, heldur eingöngu nægra gagna til að sannfæra sjálfa sig.  

 Það skyldi þá ekki vera svo að meirihluti Atlanefndar, hafi ekki haft það hugrekki sem þurfti til þess að hitta ráðherrana augliti til auglits og spyrja þá að þeim sökum sem hann vill bera upp á ráðherrana fyrrverandi?

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.9.2010 kl. 13:52

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er það endilega vitnisburður um hjarðhegðun að hafa skoðanir á Hæstarétti/Landsdómi? Mér er kunnugt um lögmenn sem undrast að Hæstiréttur telji sér fært að úrskurða um vaxtaprósentur sem eru aðeins hluti af því dómsefni sem varðaði lögmæti gengistrygginga á lánum í íslenskum krónum.

Reyndar hefði átt að vera óþarfi að vísa því máli til dóms því skýr lagaákvæði innan við tíu ára gömul beinlínis voru staðfest af ALÞINGI TIL ÞESS AÐ HINDRA ALLA SLÍKA HUGSANLEGA GERNINGA. 

Árni Gunnarsson, 23.9.2010 kl. 16:38

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Árni, það er Hæstaréttar að dæma um þetta, en hvorki mitt né þitt og ekki einu sinni einhverra lögfræðinga úti í bæ.

Það er dæmi um hjarðhegðun þegar hjörðin dásamar Hæstarétt í júní, en tryllist og snýr algerlega við í september.

Axel Jóhann Axelsson, 23.9.2010 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband