Jón Gnarr bregst ekki

Á einu sviði bregst Jón Gnarr aldrei og það er í kjánaskapnum, en hvar og hvenær sem hann kemur fram til að svara spurningum varðandi málefni borgarinnar, er hann eins og álfur út úr hól og getur engu svarað.  Ekki er nóg með að hann hafi ekkert kynnt sér starfsemi borgarinnar þá tæpu hundrað daga, sem hann hefur verið í embætti, heldur er engu líkara en að hann hafi aldrei heyrt eða lesið frétti fjölmiðla af því sem gerist innan borgarmarkanna.

Í vikunni var Jón Gnarr í viðtali á Útvarpi Sögu og var raunalegt að hlutsta á manninn standa á gati við nánast hverri spurningu varðandi borgarmálin og t.d. sagðist hann HALDA að byrjað væri að vinna í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næst ár, en vissi það ekki fyrir víst.  Þó það hafi ekki komið fram, veit hann líklega ekki að um þetta leyti árs er vinna við fjárhagsáætlunina yfirleitt langt komin, en nú er ekki einu sinni farið að ræða málin í nefndum og ráðum borgarinnar.

Hvenær sem einhver fíflagangur á sér stað og Jón Gnarr kemur að, þá stendur hann sig ágætlega, enda trúður af skárri gerðinni, en hins vegar verður hann að hafa fyrirfram skrifaða rullu til að leika, því honum er ekki lagið að semja grínið fyrirvara- og fyrirhafnarlaust.

Borgarstjóri getur vel leikið trúð, en ekki er öllum trúðum vel gefið að vera borgarstjórar.  Jón Gnarr er þannig trúður.


mbl.is Jón Gnarr: Héraðsdómur flytji sig annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn og aftur, mjög innihaldslaus jón gnarr færsla frá þér. Þú hefur ekkert annað að segja um þennan mann að hann geti ekki svarað fyrir sig og að hann sé trúður.

Hvað fannst þér um gönguna sem hann planaði gegn rasisma? eða að hann mótmælti hvernig farið var með kínverskan fanga? Fannst þér það fyndið líka?

Jakob (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 19:21

2 Smámynd: Kommentarinn

Þessi hugmynd að flytja héraðsdóm er bara mjög góð. Hvað hefur þú til málanna að leggja annað en að væla yfir að enn einn trúðurinn hefur tekið við embætti borgarstjóra?

Kommentarinn, 18.9.2010 kl. 19:23

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þó það nú væri, að meirihlutanum tækist að koma í verk einu og einu atriði, sem ekki þarf að skammast sín fyrir.  Bæði stuðningsbréfið við kínverska rithöfindinn og stuðningsgangan var af hinu góða og vel til fundið.

Það réttlætir hins vegar ekki algeran aulaskap við stóru verkefnin sem tilheyra rekstir borgarinnar og fyrirtækja hennar.

Axel Jóhann Axelsson, 18.9.2010 kl. 19:31

4 identicon

Skelfing er þreytandi að lesa þetta eilífa væl um borgarstjóra voran frá manni sem dásamr og styður mestu og verstu niðurrifsöfl sem komist hafa að í borgarstjórn, öfl sem bera 150% ábyrgð á slæmri fjárhagsstöðu borgarinnar og gera nú ekkert annað en sjúga spenanni.

Hoppandi (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 20:10

5 identicon

Skelfing er þreytandi að lesa þetta eilífa væl um borgarstjóra voran frá manni sem dásamar og tilbiður mestu og verstu niðurrifsöfl sem komist hafa að í borgarstjórn, öfl sem bera 150% ábyrgð á slæmri fjárhagsstöðu borgarinnar og gera nú ekkert annað í endalausu fýlukasti yfir því að vera ekki lengur í meirhluta en sjúga samt spenann og þvælast fyrir.

Hoppandi (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 20:12

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég var aldrei stuðningsmaður R-listans, sem var í meirihluta í borgarstjórn í tólf ár af síðustu sextán, en hins vegar hef ég verið stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins, sem reyndi með þokkalegum árangri að taka til eftir vinstri flokkana, en höfðu því miður ekki nema tæp þrjú ár af síðasta kjörtímabili til þess.

Axel Jóhann Axelsson, 18.9.2010 kl. 20:23

7 identicon

Er eitthvað erfitt að skilja þetta? Jón Gnarr lofaði engu nema fíflaskap fyrir kosningarnar en kjósendur vildu hann frekar en hina frambjóðendurna.

Með þessu voru kjósendur að sýna að trúður væri betri en þeir sem fyrr voru við stjórnvölinn. Það voru skilaboðin það er líka raunveruleikinn. Við sitjum uppi með trúð sem þó segir sennilega sannleikann og er heiðarlegur í vankunnáttu sinni en kemur ekki með tilsniðna frasa frá pólitískum undirsátum sínum eða matreiddar yfirlýsingar frá flokkseigendafélaginu.

Við verðum að viðurkenna að í borgarstjórnarkosningunum var gerð bylting andskotans. Bylting andskotans gerði það að verkum að loksins getum við trúað borgarstjóranum. Hvort hann hefur svo eitthvað að sega er annað mál. En hvort er betra? lígi, yfirklór, dramb, dónaskapur við kjósendur eða bara fölskvalaus vankunnátta?

Ég gat nú ekki heyrt betur en Hanna Birna og Dagur væru samt til í að vinna með Jóni. Voru það ekki bara embættin og bitlingarnir sem kitluðu þau? Varla var það þörfin til að vinna fyrir kjósendur.

Gummi Sighvats (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 21:06

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað buðu Hanna Birna og Dagur sig fram til að vinna fyrir kjósendur og væntanlega Reykjvíkinga alla.  Það er rétt, að Jón Gnarr gaf fá loforð um annað en fíflagang, en hann sagðist lika ætla að svíkja öll kosningaloforð.

Hann hefur staðið við loforðið um fíflaganginn og sýnt hvað eftir annað að hann er algerlega vanhæfur til að gegna embætti borgarstjóra.

Ég kannast ekkert við lýsingar þínar af mótframbjóðendum hans og tel að flestir þeirra taki hlutverk sitt alvarlega og geri sitt besta.

Ef Jón Gnarr hefur sýnt sitt besta það sem af er ferlinum, líst mér ekkert á framhaldið.

Axel Jóhann Axelsson, 18.9.2010 kl. 22:04

9 identicon

Það er hreinlega grátlegt að lesa ummæli fólks um annars mjög þörf skrif þín hér um störf borgarstjórans í Reykjavík. Það er sem sagt allt í lagi að slá öllu uppí grín af því staðan er svo slæm og af því að þetta er allt sjálfstæðisflokknum að kenna. Ég verð bara að spyrja ykkur hvenær þið ætlið að vaxa úr grasi og sjá að þessi trúður er alendis óhæfur í þetta starf. Ég hef ekki séð Dag B Egg reyna fyrir sér í uppi standi enda með afbrigðum ófyndinn maður, en hann er pólitíkus. Ég hef séð Jón Gnarr í uppistandi, mjög fyndinn á köflum. Sem borgarstjóri er strák álfurinn bara grátlega hlægilegur. Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 00:32

10 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Það er hjákátlegt að hlusta á suma hér í andsvörum gegn Axel Jóhanni.Jakob, göngunni gegn rasisma! er það stærsta málið sem borgarbúar glíma við? eru atvinnu og íbúðarmál, að ekki sé talað um fátækt fólks sem ekki á ofan í sig og sín börn, ekki milljón sinnum stærra hagsmunamál en ganga gegn annars ágætum Kúbverja? Þið ættuð öll, sem kosið hafa þess óværu yfir okkur ærlega íbúa, ævinlega að skammast ykkar, ykkur finnst þetta eflaust allt ákaflega fyndið og skemmtilegt núna, en það verður það ekki þegar að allt kemst í kalda kol vegna óstjórnar þessa manna, eða ætti ég að segja "trúða og óskemmtikrafta" Það í sjálfu sér nægir það sem Axel sagði hér að ofan um Jón í viðtali á Sögu, hann vissi ekkert hvað hann var að tala um, hafði engin svör, þessi sami maður varð uppvís að því að grínast í erlendum fjölmiðlum um að hann færi hann á netið þá kysi hann helst að fara á "pornósíður" sem hann náttúrlega var að grínast með, en þetta er gott dæmi um manninn, hann er alls ekki hæfur til að stjórna borginni okkar!!

Guðmundur Júlíusson, 19.9.2010 kl. 00:43

11 Smámynd: Lýður Árnason

Elskur allar....  Jón Gnarr sagðist vera kosinn fyrir að vera hann.  Það er rangt, hann var kosinn fyrir að vera ekki hinir.  Við getum svo deilt um persónuna Jón Gnarr, getu hennar og getuleysi en munum:  Jón Gnarr var kosinn fyrir að vera ekki hinir.

Lýður Árnason, 19.9.2010 kl. 03:09

12 identicon

Gummi Sighvats virkilega vel mælt hjá þer gæti ekki fundið betri svar til þessara bitra manna,en gummi það eru summir sem ekki er hægt að tala við og útskýra hlutina fyrir jafnvel þó svo þu skrifir það skýrt eins og þu gerðir farðu að mínum ráðum og láttu þessa fílupúka vera. Guðmundur júlíusson hvað viltu að borgarstjorin geri i kreppumálum? það er ekki hans að fá lán erlendis frá eða skafa fólki íbúðir eg geri mig alveg grein fyrir stöðu landsinns en þu ert að gelta up i vilaust tré það er ekki honum að kenna hvernig er komin fyrir landinu og hann getur ekki lagað það bara einn tveir og bingo.held þu ættir að róa þig aðeins og ef þu þarft að taka lyf mundi eg gera það í þínum sporum.Helduru virkilega að Dagur og hinir gætu reddað fátækum meiri mat en þeir fá nú þegar? hvernig stendur á að þu sert svona blindur maður það er kreppa og Borgarstjórinn prentar ekki peninga og lestu aftur það sem nafni þinn skrifar að ofan.þetta vill eg og meirihlutin þvi við erum komnir með leið á lygatrúðum eins og eru buin að stjorna Borginni undan farin ár við viljum frekar trúð heldur en lygaratrúð

jon fannar (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 03:18

13 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Jón er að gera það sem honum lætur best - hann er enn að hafa þá sem kusu esta listann að fíflum - verst að hann skuli tjá sig þannig að útlendingar verði varir við það - auk þess sem virðingarleysi hans gagnvart borgarbúum er algjört - en það er væntanlega í samræmi við andlega getu hans og þroska.

Hinsvegar er reisn Hönnu Birnu og Dags ekki mikil - það ættu tafarlaust að taka höndum sama og jafnvel líka hafa VG með og mynda starfhæfann meirihluta í borginni - meirihlura sem kann til verka.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.9.2010 kl. 08:45

14 identicon

Mér finnst Jón Gnarr hafa staðið sig stórkostlega hingað til sem borgarstjóri. Auðvitað má búast við að hann eigi mikið eftir ólært, enda nýr í pólitík, en hann virðist samt hafa meira vit á þessu en nokkur borgarstjóri hefur áður haft. Mig hlakkar til að sjá og heyra hvað hann gerir næst.

Tromp (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 10:01

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er sama hvað sirkusáhugafólki finnst leiðinlegt að vakin sé athygli á slælegri frammistöðu uppáhaldstrúðs þeirra utan við sirkustjaldið, þá verður haldið áfram að vekja athygli á því, svo lengi sem Reykvíkingar þurfa að skammast sín fyrir frammistöðu hans.

Axel Jóhann Axelsson, 19.9.2010 kl. 11:01

16 identicon

Að kjósa Gnarr var nauðvörn almúgans eftir skelfilegan skrípaleik fyrri valdhafa.  Ef Axel finnst Gnarr skelfilegur hvað finnst honum þá um stjórnarætti sem borgarfulltrúar viðhöfðu fjögur árinn þar á undan?

Fólk hafði ekkert annað val.

Geir (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband