Lögbrjótur í ráðuneyti

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, var dæmd sem lögbrjótur í Héraðsdómi í dag vegna neitunar hennar á að staðfesta aðalskipulag Flóahrepps, en það gerði hún í anda þeirrar stefnu VG, að berjast gegn hvers konar atvinnuuppbyggingu, en með lögbroti sínu hugðist Svandís stöðva frekari virkjanir í Þjórsá.

Svandís sýndi fyrr í dag, að hún hikar ekkert við að túlka lög eftir sínu eigin höfði, en þá sagði hún um þá niðurstöðu nefndar um kaup Magma á HS orku, að kaupin hefðu verið fullkomlega lögleg, að hún ætlaði að "skoða" hvort ekki væri hægt að brjóta þau lög, t.d. með því að framkvæma ekki lögin sjálf, heldur "anda laganna".

Með þessu hefur Svandís sýnt að brotavilji hennar er staðfastur og að hún hiki ekki við að brjóta lög við framkvæmd tafa- og skemmdarverkastefnu VG í atvinnumálum.

Ráðherra, sem fær á sig dóm fyrir lögbrot og virðist einskis iðrast, eða sýna bætingu á hegðun sinni, ætti ekki að vera í valdaembætti.


mbl.is Synjun ráðherra ógilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ætti ekki neinn núverandi ráðherra að vera í embætti enn það virðist ekki stoppa þá í að gera sitt allra versta

sigurbjörn kjartansson (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 18:59

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Svandís fékk á sig dóm, vegna þess að hún að beitti "anda lagana", þ.e. lagði huglægt mat á málið sem að dæmt var í vegna.  Las kannski lögin en ákvað að hundsa þau því að henni fannst þau ekki passa sínum skoðunum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 17.9.2010 kl. 19:06

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Er þetta ekki fullmikið sagt, Axel?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 17.9.2010 kl. 19:16

4 identicon

Hvað heitir það þegar ráðherra misbeitir valdi sínu?

 

Heitir það kannski valdníðsla?

Gunnlaugur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband