Hneyksli á Alþingi

Alger upplausn varð á Alþingi og þingfundi var skyndilega frestað eftir að Atli Gíslason flutti framsögu um tillögu nefndar sinnar um að stefna fjórum fyrrverandi ráðherrum fyrir Landsdóm og ekki síst þegar hann upplýsti að tillagan væri byggð á leynigögnum, sem þingmenn myndu ekki fá að sjá eða kynna sér.

Slíkri aðferð hefur einu sinni áður átt að beita á Alþingi, en það var þegar Steingrímur J. ætlaði að keyra Icesave"samninginn" ofan í kok á þingheimi óséðum, en varð að falla frá þeirri fyrirætlan, enda létu þingmenn ekki bjóða sér slík vinnubrögð þá og gera varla nú, þegar ætlast er til að þeir afgreiði tillögu um að ákæra ráðherra, nánast fyrir landráð.

Mbl.is orðar þessa upplausn á þinginu á snyrtilegan hátt, þegar sagt er:  "Eftir framsöguræðu Atla settist þingmannanefndin á fund og einnig var haldinn fundur forseta Alþingis með þingflokksformönnum í hádeginu. Eftir því sem mbl.is kemst næst varð niðurstaðan sú, að fresta þingumræðunni til mánudags og meta um helgina hvort veita eigi þingmönnum aðgang að gögnum þingmannanefndarinnar og þá að hvaða gögnum." 

Burt með allt pukur, þingið sameini tillögurnar og stefni a.m.k. sex ráðherrum fyrir Landsdóminn og hætti öllum pólitískum hrossakaupum um þetta alvarlega mál.  Þessi málsmeðferð er ekki bjóðandi í þjófélagi, sem á að kallast siðað.


mbl.is Umræðu frestað til mánudags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Innilega sammála þér í þessu.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.9.2010 kl. 14:23

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Atli Gíslason lauk máli sínu með því að vara þingmenn Samfylkingarinnar að taka málið út úr þingmannanefndinni og flytja það yfir í Allsherjarnefnd þingsins.  Slíkt liti hann á sem vantraust á sitt starf og meirihluta þingmannanefndarinnar og slíkt yrði ekki liðið.   Er Atli að hóta stjórnarslitum?

  Fari málið fyrir Allsherjarnefnd, þá myndar væntanlega Samfylkingin meirihluta í nefndinni með Sjálfstæðisflokki og gæti lagt fram tillögu um að vísa frá tillögum um Landsdóm. 

Atli er enn og aftur að opinbera vanhæfi sitt með dómgreindarleysi sínu.  Fyrsta opinberun dómgreindarleysis hans var að hleypa málinu úr þingmannanefndinni í ósátt og vissu um að hvorug tillagan um Landsdóm hefði þingmeirihluta og því myndi þurfa pólitísk hrossakaup eða eitthvað þaðan af verra til að fá aðra hvora tillöguna samþykkta.  Síðan leggur hann fram tillögu þess hóps er hann tilheyrir í nefndinni, án þess að leggja fram öll gögn að baki þeirri tillögu og ber við trúnaði. Trúnaði byggðum á einhverjum verklagsreglum sem í raun giltu bara á meðan nefndin, var að komast að niðurstöðu með þessar tillögur sínar.  Svo að lokum hótar hann stjórnarslitum, verði mál sem hann ræður ekki við tekið úr hans höndum, sem hann ræður  ekki við.   

 Að baki Atla standa þingflokkar Vinstri grænna, Framsóknar og Hreyfingar, með blóðbragð í munni og einbeittan vilja til þess að hefja pólitísk réttarhöld, til uppgjörs við markaðshyggjuna og kalla það réttlæti. 

 Í alvöru talað, þá er vart tilefni til annars en að rjúfa þing og efna til kosninga að nýju.  Alþingi er gersamlega óstarfhæft á meðan þetta mál vofir yfir því.

Kristinn Karl Brynjarsson, 17.9.2010 kl. 14:47

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristinn Karl, þingið er búið að vera nánast óstarfhæft mánuðum saman vegna ósamkomulags innan stjórnarflokkanna og á milli þeirra.  Það hefur ekki þurft þetta mál til að gera þingið nánast óstarfhæft, en ekki bætir það úr skák og gæti reyndar sprengt samstarfið endanlega.

Hins vegar er bráðnauðsynlegt að rjúfa þing og boða til kosninga, þannig að takast megi að koma á starfhæfri ríkisstjórn.

Axel Jóhann Axelsson, 17.9.2010 kl. 14:51

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Reyndar hefur þingið verið nánast óstarfhæft vegna ósamkomulags hér og þar í stjórnarflokkunum og milli þeirra.  En þetta er kornið, sem fyllti mælinn. Nú er þingið ekki lengur "nánast" óstarfhæft, heldur algjörlega óstarfhæft.

Kristinn Karl Brynjarsson, 17.9.2010 kl. 15:05

5 Smámynd: Rafn Gíslason

Ég er þér sammála að rjúf þurfi þing og boða til kosninga. Þar gefst þjóðinni tækifæri á að segja sitt um störf þessarar ríkisstjórnar og kannski ekki síst um störf alþingis og meðferð þess á þessu máli, Því það má öllum vera ljóst að það hverfur ekki þó svo að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn nái að koma því úr þeim farveg sem það er nú. Það er kannski rétt að kjósendur fái að segja álit sitt á því í kosningum.

Rafn Gíslason, 17.9.2010 kl. 17:31

6 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Heimurinn batnar því miður svo ósköp lítið við það sem við erum að gera af veikum mætti. Okkar spilling er nefnilega alveg nauðaómerkileg miðað við það sem gengur og gerist annars staðar í hinum siðmenntaða heimi. Væri ekki best að loka bara áfram augunum fyrir þessu öllu saman?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 17.9.2010 kl. 18:06

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Vinstri grænum, eftir að hafa tekið U-beygju gagnvart , Icesave, ESB og AGS ásamt því að hafa þvælst fyrir hverju atvinnutækifærinu á fætur öðru, tekst nú vart að vinna einhvern kosningasigur vegna klúðurs Atla og meðhlaupara hans í þessari þingmannanefnd vegna Landsdómsins.  Þá væri þjóðinni vart viðbjargandi................

 Það vinnur enginn flokkur kosningasigur með því að garga á Landsdóm og hafa enga trúverðuga stefnu til uppbyggingar í atvinnulífinu. 

 Í rauninni myndu báðir ríkisstjórnarflokkarnir bíða afhroð í kosningunum.  Fólk kysi samkvæmt þeirri mynd sem það hefði fyrir sér í þeim raunveruleika, sem við því blasti á kjördag.  Fjöldauppboð á heimilum almennings  og atvinnuleysi að aukast með haustinu og ná hámarki í vetur. 

 Framsóknarflokkurinn klofinn í ESB-málinu, mun ekki komast upp með annað hvort eða stefnu í ESB, nema hann ætli að halda sér í núverandi fylgi. Auk þess sem að flokkar þeir sem nú standa með Framsókn í Landsdómsmálinu, munu stöðugt minna á þátt Framsoknar, fyrir 2007. 

 Hreyfingin vex ekkert, minnkar frekar.

 Sjáfstæðisflokkurinn líklega í sínu 30-35% fylgi. 

 Líklega greið leið fyrir ný framboð til að hrifsa til sín töluvert fylgi.

 Með öðrum orðum þetta Landsdómsmál á annað hvort eftir að springa í andlitið á VG, Framsókn og Hreyfingu, eða einfaldlega, verða undir í umræðunni þegar fólk fer að missa ofan af sér heimili sín. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 17.9.2010 kl. 18:23

8 Smámynd: Hafþór Baldvinsson

Sæll Axel. Við erum ekki alltaf sammála en mér sýnist við geta sameinast um hverjir ættu að vera ákærðir. Sjálfum finnst mér skrýtið að ráðherrarnir sem hafa svarað þingmannanefndinni notast við þau rök helst að það hefði ekki getað komið í veg fyrir hrunið og nota haustið 2008 sem viðmiðun. Staðreyndin er sú að frá 2006 áður en ríkisstjórn GHH og ISG var mynduð voru upplýsingar sem lágu í ráðuneytum um að bankakerfið væri of stórt en þær upplýsingar voru ekki nýttar. Hvers vegna voru þær ekki nýttar? Fram að hruni liðu 2 ár og svo virðist sem ríkisstjórnin hafi afskaplega lítið gert. Hefðu bönkunum verið gert að minnka efnahagsreikninga sína á árinu 2006-2007 (ríkisstjórn ISG og GGH tók við í maí 2007) hefði verið hægt að afstýra ansi miklu eins og því að færa fjárfestingahluta Kaupþing undir breska lögsögu, færa útibú Landsbankans í sérstakt dótturfélag í Bretlandi. Ekkert af þessu var gert. Það þýðir lítið að koma á haustdögum og vísa í samtöl og skrif árið 2008 þegar allt var á suðupunkti.

EN hneykslið á Alþingi ætlar engan enda að taka og virðist sem flokkspólitík muni ráða ferð en ekki heilbrigð skynsemi og vilji til þess að láta ráðherra sæta ábyrgð á embættisrekstri sínum frá 2007-2008. Geir H. Haarde áriðn 2005 -2006 bjó yfir upplýsingum um gríðarlega stærð bankakerfisins en gerði lítið sem ekkert.

Hafþór Baldvinsson, 19.9.2010 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband