Ætti aldrei að tjá sig opinberlega

Jón Gnarr hefur enn  á ný sannað, að hann ætti alls ekki að tjá sig opinberlega um nokkurn hlut, því honum farnast það svo illa og klaufalega, að leitun er að öðrum eins aulahætti nokkurs manns sem gegnir ábyrgðarstöðu.

Ef hann hefur haldið að það þætti fyndið úti í Evrópu, að hann skuli segjast liggja yfir klámi á netinu, þá er hann jafnvel skyni skorpnari en áður var talið og var þó ekki úr háum söðli að detta.  Reyndar þykir ekki heldur sniðugt hér á landi að kjörnir fulltrúar fólksins séu að gantast með klámfíkn og ef um einhvern annan en Jón Gnarr væri að ræða, færi allt á hvolf í þjóðfélaginu og viðkomandi yrði ekki vært í embætti eftir það.

Jóni Gnarr líðst þetta sjálfsagt, enda tekur enginn manninn alvarlega.  Verst er að hann er búinn að koma slíku óorði á borgarstjóraembættið, að langan tíma mun taka að endurvekja trúverðugleika þess.


mbl.is Ætlar aldrei aftur til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón Gnarr! Snillingur í alla staði! Sumir þurfa bara húmor.....

Sveinn Andri (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 21:18

2 identicon

Jón er allavega ekki snillingur sem Borgarstjóri.Enn það sem er það alversta er hvernig Sóley lætur.Að heimta að svona mál fari fyrir borgarráð er algerlega fráleitt.Henni eða öðrum kemur ekkert við hvað jón eða Borgarstjórajón skoðar í sinni tölvu

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 21:33

3 identicon

klám!?!?

ósköp eðlilegt,ég horfi á klám og konan mín á terabæt af klámi.

og eigum slatta af dóti :)

þetta stunda allir og það er afar mannlegt og siðlegt,og fallegt,og ekki síst..GAMAN!!

skil ekkert í þessari bældri þjóð að berjast gegn klámvæðingu,eru börn okkar þá getin úr viðbjóði?

ekki mín!

Svavar (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 21:33

4 identicon

Örlög Gnarrsins eru þau að hann mun grínlaust mála sig út í horn. Það kemur sá tími að grínið mun rísa gegn honum sem óvættur úr öllum áttum. Þannig mun honum finnast að sér þrengt ef hann finnur ekki meðhlæjendur í hverju horni. Utan spéfuglanna sem kusu hann og kætast daglega yfir undarlegum uppátækjum hans, þá skilur hann enginn. Hann sér því að sprellið er ekki að ganga upp. Óttinn nær því tökum á honum er hann hugsar; "af hverju fékk ég ekki bros í dag". Að lokum vill hann bara fá að hverfa á braut frá þeirri vondu veröld sem þrengir að þeirri einföldu þörf hans að fá að vera bara það hirðfífl sem hann er.

melur (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 21:40

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

 Hvað Jón Gnarr varðar, þá má hann örugglega taka það til athugunnar að Vaktaserían, Tvíhöfði og Fóstbræður eru ekki svo ýkja þekkt fyrirbæri erlendis.  Þegar erlendir fjölmiðlar taka viðtal við borgarstjóra Reykjavíkur eða annarar borgar, þá eru þeir að taka viðtal við borgarstjóra, en ekki grínista.  Lesendur þessara sömu fjölmiðla búast líka við því að viðtalið sé við borgarstjóra Reykjavíkur, en ekki við grínista frá  Reykjavík.  Það er vissulega vitað víða að Reykvíkingar kusu gamanleikara sem borgarstjóra, eða gamanleikari leiddi þann lista er fékk flest atkvæði.  En núna er hann eða á að vera borgarstjóri, en ekki gamanleikari.  Hann ekki bara borgarstjóri þeirra sem kusu hann, heldur allra Reykvíkinga.

Kristinn Karl Brynjarsson, 8.9.2010 kl. 21:43

6 identicon

jÁ af því að Villi borgarstjóri, Ólafur F, og ruglið með embættið fram og til baka, REI málið og öll helvítis vitleysan hafi ekki komið óorði á borgarstjóraembættið nú þegar uuu... ERT ÞÚ EKKI BÚINN AÐ VERA FYLGJAST MEÐ EÐA....

Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Ólafur F, skitu drullu upp á bak.. 

VG og Samfylkingin eru bara froður. 

Jón Gnarr er að standa sig vel, ekki ennþá stigið feilspor, bíðið alla vega eftir- að maðurinn misstígi sig áður en þið drullið yfir hann. 

 Hvar var hann að gantast með klámfíkn ? Hvergi !

Hann sagðist skoða mest af klámi á netinu, hvað veist þú um hvað hann skoðar mikið internetið á dag? og hversu margar mínútur á dag fer þá í að skoða klám hjá honum, það veistu ekki. 

Berglind Ósk Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 22:02

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Maður gengur klárlega að léttleikanum vísum hér á þessari síðu sem áður..

hilmar jónsson, 8.9.2010 kl. 22:10

8 Smámynd: Pétur Harðarson

Jón Gnarr hefur gert meira fyrir trúverðugleika þessa embættis en nokkur annar borgarstjóri í fleiri, fleiri ár. Hann er einfaldlega í þeirri erfiðu stöðu að flokkarnir sem hafa haldið að þeir ættu guðgefinn rétt á þessu embætti eru sárir og svekktir og fylgisfólk þeirra þá líka. Þetta fólk bíður eftir að hann misstígi sig svo það geti bent á hann og hlegið.

Málið er samt að Jón Gnarr tekur ekki þátt í þessum dauðadansi sem borgarstjórnarpólitíkin hefur verið síðustu ár og það þýðir því lítið að tala með rassgatinu um eitthvað sem ekkert er í þeim tilgangi að koma höggi á hann.

Ég vil benda mönnum á að lesa viðtalið við hann í heild sinni skoða þetta "stóra klámmál" í því samhengi sem það er sett fram og hætta að tala út um óæðri endan. Það er alltof 2007 takk.

Pétur Harðarson, 8.9.2010 kl. 22:34

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Gnarr vill að það sé hlegið að honum.  Honum hefur orðið að þeirri ósk sinni, en ekki vegna þess að hann sé fyndinn.  Hann er bara hlægilegur.

Axel Jóhann Axelsson, 8.9.2010 kl. 22:37

10 identicon

Ég er mjög ánægður með að við skulum hafa borgarstjóra sem er svona hreinskilinn. Hann var kosinn á þeim forsendum að fara aðrar leiðir, ekki leika gamla pólitíkusarleikinn.

Flestir karlmenn skoða klám, staðreynd. Margir skoða mikið klám, jafnvel aðallega á netinu eins og Jón. Af hverju þarf það að vera eitthvað feimnismál? Borgarstjóri er mannlegur eins og aðrir.

Má borgarstjóri ekki viðurkenna að hann drekki áfengi vegna þess að unglingar gætu hermt eftir honum? Þvílíkt bull.

Geiri (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 22:37

11 Smámynd: Anepo

Ert þú kannski kyngeldingur Axel?

Skárra er að hafa einhvern sem segir sannleikann en að hafa einhvern sem lýgur þig fullan eins og hefur greinilega virkað að ljúga að þér.

Anepo, 8.9.2010 kl. 22:43

12 identicon

Chevy Chase for mayor!

Einar (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 22:45

13 Smámynd: Pétur Harðarson

Ef að Jón ætti að hætta sem borgarstjóri þá væri réttast að einhver annar úr Besta Flokknum tæki við, er það ekki? Ruglukrullukollurinn Dagur hefur til að mynda ekkert umboð í borgarstjórastólinn miðað við kosningarnar er það? Það væri þá Einar Örn eða Óttar Proppé sem tæki við sem er mjög gott mál.

Og hér erum við að tala um tvö orð sem borgarstjóri sagði í erlendu blaðaviðtali á meðan við erum með dæmdann glæpamann inná alþingi og fjármálaráðherra sem legði pólitískan feril sinn undir samning sem hefði lagt dauðaklifjar á þjóðina, samning sem nú hefur dæmdur ónýtur. Og allir láta eins og þetta hafi aldrei gerst. Ég sé það núna að auðvitað á Jón Gnarr ekki að vera borgarstjóri. Hann á að vera forsætisráðherra.

Pétur Harðarson, 8.9.2010 kl. 23:01

14 identicon

"And what of his Internet habits?

"Mostly porn," he says with a laugh."

segir þetta ekki allt ? Maðurinn sló á létta strengi, en auðvitað froðufella sjálfstæðismenn og reyna æsa þessi ummæli upp, því þeir eru í flogakasti yfir að vera ekki í meirihlutanum í borginni. 

X-D slaka á .. 

Berglind Ósk Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 00:21

15 identicon

Það er allt annar og skemmtilegri bragur yfir borgarstjóraembættinu núna en þegar risaeðlurnar úr Sjálfstæðisflokknum og aðrir pólitískir steingervingar sátu þar að sumbli og mökuðu krókana með illa fengnu fé eins og þeim einum var lagið. Gnarr gefi að sá tími renni aldrei upp aftur.

Hólímólí (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 05:42

16 identicon

Ég held við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því að Jón Gnarr eyðileggi orðspor Íslands á alþjóða vettvangi.....það gerðu útrásarvíkingar og atvinnumenn í pólitík með svo miklum stæl og alvöru að það verður væntanlega seinnt toppað. Spurning um að senda honum Jóni lista yfir uppáhalds klámsíðurnar mínar, ég er viss um að honum leiðist alveg skelfilega niðri í ráðhúsi með alla þessa fýlupúka í kringum sig.

Gunnar K. (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 07:46

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fróðlegt er að sjá, að aðalvörnin fyrir núverandi fíflagangi við stjórn borgarinnar, er að fólki finnst einhverjir aðrir hafi stjórnað illa áður.  Það verður að teljast aumt yfirklór og staðfestir eingöngu hvað málstaður Gnarrista er veikur fyrir.

Axel Jóhann Axelsson, 9.9.2010 kl. 08:34

18 identicon

Heimskulegar spurningar kalla á heimskuleg svör.

Ég kalla það heimskulega spurningu að spyrja fólk út í internetvenjur þess og Jón er greinilega á sama máli því hann svarar spurningunni út í hött.

Banani (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 09:09

19 identicon

Ég er ekki enn farinn að blæða fyrir neitt sem Jón Gnarr hefur gert, Það er meira en ég get sagt um atvinnumenn í pólitík. Við erum búinn að prufa virðulega, alvarlega menn og konur, með virðulega og alvarlega málstaði, og við enduðum í mjög svo óvirðulegum og alvarlegum aðstæðum.....en lengi getur vont versnað, og hvort það gerist kemur í ljós....en að mínu mati, so far so good.

Gunnar K. (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 09:12

20 identicon

no ur lame

coolface.jpg (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 12:33

21 identicon

Axel,

  Ég held að brandarinn sé á kostnað bloggara landsins. Þeir eru þeir einu sem froðufella

 Ef við lesum viðbrögðin, allt frá Svavari, sem segir að kærastan hans eigi 1 terabæt af klámi, ja hvað er það um 1300-1400 klámmyndir í fullri lengd, og síðan fullt af "dóti". Má kannski segja að þetta er ákv. framlengins af "brandaranum" hjá Jóni.

   Sá sem myndi horfa á bara s.s. 10% af því yrði allavega nett geðveikur, en málið er að það er fullt af fólki sem er hálf geðveikt af áhorfi á klám, kannski tabú að segja þetta, en því miður þá er þetta nú bara svona.

    Síðan til Berglindar, sem byrjar að troða Sjálfstæðisflokknum inn í þetta

  Málið er að Sóley Tómasdóttir og fleiri konur af hennar kalíberi, hafa nákvæmlega gert klámkóngum mikinn greiða með því að vera svona hálf-þroskaheftar. Það eru allir hættir að taka þær alvarlega, og síðan endar það með því að fólk hættir að taka málstaðinn sem þær þykjast berjast fyrir alvarlega.

  Jón Gnarr er einfaldlega að nota embættið til að að grínast, en það er þó mikil ádeila í þessu hjá honum líka.

Jón Gunnar (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 16:18

22 identicon

Jæja, sagði ég ekki.

 Hann sagði víst "grín", eftir ummælin. Síðan þessi nýjustu ummæli.

  Hafa menn engan húmor lengur

Jón Gunnar (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 16:41

23 identicon

Í gær skrifaðirðu: "Færeyingar eiga alls ekkert að skammast sín fyrir manninn heldur vera stoltir af því að í landi þeirra skuli vera málfrelsi " um Jenis av Rana en í dag skrifarðu að Jón Gnarr ætti aldrei að tjá sig aftur. Spurningin er þvi hvort þú sért einungis hlyntur málfrelsi þegar þér hentar? Eða viltu bara málfrelsi í Færeyjum en ekki á Íslandi?

Bjarki (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 18:27

24 Smámynd: Durtur

Góður, Bjarki! Hvernig orða þeir þetta aftur vestra... bösted?

Durtur, 9.9.2010 kl. 19:57

25 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu mikill snillingur Jón Gnarr er.

Hann er snillingur sem borgarstjóri og með teflon húð þegar kemur að pólitík.

Hann er snillingur sem leikar, því enginn veit hvenær hann er að leika og hvenær ekki.

Og hann er snillingur sem maður, því  hann er breyskur og er ekki hræddur við að fólk sjái það. 

Allt pirraða liðið sveiar og spýtir, af því að innst inni veit það að loks er búið að sýna fram á að hver sem er getur verið borgarstjóri, og staðið sig ágætlega.

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.9.2010 kl. 21:06

26 identicon

Ég held að þessir svokölluðu fjórflokkar hafi fyrir löngu verið búnir að eyðileggja trúverðugleika borgarstjóraembættisins.  Þarf engan Jón Gnarr í það - Mér hefur fundist hann koma mun betur frá þessu en ég gerði ráð fyrir í upphafi. 

Sammála Svani hér fyrir ofan um "pirraða liðið", einmitt það sem ég vildi sagt hafa.

Einnig góður punktur frá Bjarka (færsla 23)

Tómas (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 06:16

27 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bjarki (23):  Þú ættir að lesa það sem skrifað er, áður en þú skrifar athugasemdir þínar.  Ég sagði ekki að Jón Gnarr ætti aldrei að tjá sig aftur, heldur þetta:  "Jón Gnarr hefur enn  á ný sannað, að hann ætti alls ekki að tjá sig opinberlega um nokkurn hlut, því honum farnast það svo illa og klaufalega, að leitun er að öðrum eins aulahætti nokkurs manns sem gegnir ábyrgðarstöðu."  Þessi ráðlegging til Jóns Gnarrs flokkast ekkert undir að vilja takmarka málfrelsi hans, heldur er verið að benda á að enn einu sinni sanni hann, að vegna vanhæfni sinnar til tjáningar, ætti hann að halda yfirlýsingum sínum fyrir sjálfan sig og þá sem kunna að meta vitleysuna, en þeir virðast vera einhverjir eftir.

Durtur, var þetta það sem þeir fyrir vestan kalla....bösted?

Axel Jóhann Axelsson, 10.9.2010 kl. 08:43

28 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Jón Gnarr hefur gert meira fyrir trúverðugleika þessa embættis en nokkur annar borgarstjóri í fleiri, fleiri ár

Eitthvað segir mér að þetta er sagt bara að því að þetta er einhver annar en þeir sem hafa verið þarna í gegnum tíðina.

Það er allt annar og skemmtilegri bragur yfir borgarstjóraembættinu núna en þegar risaeðlurnar úr Sjálfstæðisflokknum og aðrir pólitískir steingervingar sátu þar að sumbli og mökuðu krókana með illa fengnu fé eins og þeim einum var lagið. Gnarr gefi að sá tími renni aldrei upp aftur.

Það er gaman að vita að það þarf bara einstaka brandarann á yfirborðinu til þess að halda sumum ánægðum meðan spillingin grasserar undir.

Ég er mjög ánægður með að við skulum hafa borgarstjóra sem er svona hreinskilinn. Hann var kosinn á þeim forsendum að fara aðrar leiðir, ekki leika gamla pólitíkusarleikinn.

Þó hann hendi af og til færslu í dagbók sinni þá þýðir það ekki að hann er hreinskilinn..

Jón Gnarr má eiga eitt sem borgarstjóri, hann er snillingur í að draga athyglina frá skítnum sem er að gerast bakvið í stjórnartíð sinni með því að henda af og til brauðmola hér og þar, eitthvað sem fréttamenn grípa upp og gera að stórfrétt, þessi maður er ekkert betri en það sem hefur verið í gegnum tíðina og hann er ekki að gera neitt nýtt, það er nákvæmlega samam bullið í gangi þarna og hefur verið í gegnum tíðina, vinaráðningar, gæluverkefni og spilling, eini munurinn að nú er kominn leppur fremst sem getur sagt brandara!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 10.9.2010 kl. 09:27

29 identicon

Það er ástæða fyrir að Gnarrinn var kosin. accept it.

Legato (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 10:38

30 identicon

Þette er óborganlega fyndin umræða sem nú tröllríður blogginu. Gnarrinn segir í fúlustu alvöru að hann skoði mest klámsíður á netinu. Svo þegar hann kemst í vandræði þá jókar hann að hann geri það ekki, he, he, he. Glottir og segir það ósiðlegt. Meira að segja femínistar halda að hann sé nú ekki að jóka!!! Frábært hvernig hægt er að spila á fólk. :) Saltkjöt og baunir túkall. Betri verða ekki 5 aura brandararnir Gnarrsins.

Jónki Tröll (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 22:09

31 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jónki Tröll

Jón Gnarr segist hafa gefið það til kynna við blaðamanninn að það sem hann sagði hafi verið sagt í gríni. Það var síðan tekið úr samhengi eins og blaðamönnum er tamt að gera. Ástæðurnar fyrir gríninu segir hann af tvennum orsökum, í fyrsta lagi að hann hafi vilja gera grín af þessum venjulegum pólitíkusum sem ætíð er umhugsað að gefa rétt svör við öllu, og í öðru lagi að hann sé haldin Tourette heilkenninu.

Hvernig færðu það út að Jón Gnarr hafi sagt þetta í fúlustu alvöru?

Auðvitað var þetta gott tækifæri fyrir feminista að skerpa á sínum baráttumálum. En það gerir sögu Gnarrs um að honum hafi ekki verið að alvara, ekkert ósennilegri.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.9.2010 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband