Jón Gnarr í útrás

Jón Gnarr mun vera kominn í útrás með hugmyndir Besta flokksins um græna borg, en hann er nú staddur í Brussel til að kenna Evrópubúum fræðin, enda þekkir enginn þar um slóðir gróður eða græn svæði, eins og allir vita sem komið haf til landa í álfunni.  Vonandi mun ekki fara fyrir útrás Jóns Gnarrs eins og endirinn varð á útrás fyrirrennara hans í þeim geira.

Besti flokkurinn hefur hins vega engan áhuga á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár, ramma- og aðgerðaáætlun, eða forgangsröðun verkefna og alls ekki sátt við borgarfulltrúa minnihlutans um þau efni, sem skipta hagsmuni borgarinnar og borgarbúa einhverju verulegu máli.

Líklega heldur meirihluti borgarstjórnar áætlunum sínum leyndum fyrir minnihlutanum og almenningi vegna þeirra hækkana á sköttum og þjónustugjöldum, sem líklega er ætlunin að skella á borgarbúa um áramótin og því verður komið seint og um síðir komið fram með tillögurnar, til þess að gefa sem minnstan tíma í umræður um þær.

Vonandi skrifar Jón Gnarr um flugþreytu og annað álíka uppbyggilegt í vefdagbók sína, en hingað til hefur dagbókin aðallega fjallað um þreytu, höfuðverk og úrillsku borgarstjórans. 


mbl.is Gagnrýna fjarveru á fundi borgarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband