Stefna ætti sex ráðherrum fyrir Landsdóm

Þingmannanefnd Atla Gíslasonar mun líklega skila niðurstöðu sinni um hvort og þá hvaða ráðherra skuli kalla fyrir Landsdóm vegna ráðherraábyrgðar í aðdraganda efnahagshrunsins árið 2008, sem orsakaðist fyrst og fremst vegna ofvaxtar bankanna og óheiðarlegs reksturs þeirra.

Að því er fréttir herma er líkleg niðurstaða nefndarinnar sú, að fyrir Landsdóm skuli stefna ráðherrunum Geir Haarde, Árna Matthíasen, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Björgvini G. Sigurðssyni, en allt mun hafa farið upp í loft innan Samfylkingarinnar vegna Björgvins, þar sem Össur Skarphéðinsson berst hatrammlega gegn því, að honum verði stefnt fyrir dóminn og til að kaupa hann lausan er Árni boðinn í skiptum, þannig að einungis Geir og Ingibjörgu verði ákærð.

Þetta er vægast sagt einkennilegur póker, sem þarna er spilaður, sérstaklega þar sem aðalspilarinn, Össur Skarphéðinsson, ætti einnig að vera kallaður fyrir Landsdóm, enda leysti hann Ingibjörgu Sólrúnu af í veikindum hennar og sat fjölda funda um málefni bankanna fyrir hrunið.

Einnig ætti að stefna Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir Landsdóminn, því hún sat í sérstakri fjárhagsnefnd ríkisstjórnarinnar á þessum tíma, ásamt Geir, Árna og Ingibjörgu (Össuri) og ef einhverjum á að stefna fyrir dóm á annað borð, ætti það að vera þessi hópur ráðherra, sem fjallaði um öll efnahagsmál mánuðina fyrir hrunið.

Eðlilegast væri því að stefna sex ráðherrum fyrir Landsdóminn, en ekki fjórum, eða tveim, eins og yfirklórarinn Össur vill, til að frýja sjálfan sig og Jóhönnu allri ábyrgð.


mbl.is Líkur á landsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála og um leið hvernig eigum við að geta haft áhrif á hverjir verið stefndir fyrir dóminn þegar þau velja sjálf?

Sigurður Haraldsson, 9.9.2010 kl. 09:08

2 identicon

Á ekki að stefna Davíð lika fyrir afglöp í starfi seðlabankastjóra, þar gerði hann bókstaflega ekkert rétt.

joi (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 09:25

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Davíð var ekki ráðherra á þessum tíma og því hefur Landsdómur ekki lögsögu yfir honum.  Hafi hann brotið af sér í starfi á að stefna honum fyrir Héraðsdóm.  Að svo skuli ekki hafa verið gert, er væntanlega af því að hann sé ekki talinn hafa brotið lög, eða sýnt af sér annað það í störfum sínum, sem ástæða sé til að rannsaka sérstaklega og kæra til dómstóla.

Axel Jóhann Axelsson, 9.9.2010 kl. 09:31

4 identicon

Þú ert semsagt að segja að allt klúðrið hans Dabba hafi verið löglegt. Eða með öðrum orðum. (klár í að klúðra)

Ekki ertu að verja ein aðalleikandann í hruni Íslands ?

Óttar (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 09:53

5 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímssson og Finnur Ingólfsson eiga heima á þessum landráðalista.

Axel Pétur Axelsson, 9.9.2010 kl. 09:56

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Skildi ekki vera hægt að stefna fyrir gjörðir í dag og eftir hrunið fyrir þessum landsdómi. Þá á ég við Landráð sem framin voru á Alþingi þegar umsókn um viðræður var þröngvað í gegn og breytt í hafi í umsókn um inngöngu. Þetta þarf að athuga.  

Valdimar Samúelsson, 9.9.2010 kl. 09:56

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óttar, lestu athugasemd nr. 3 aftur og þegar þú skilur fullkomlega það, sem þar stendur, þá getur þú komið með spurningar um mína afstöðu.  Hún kemur hvergi fram í athugasemdinni, ég sagði að væntanlega hefði Davíð ekki verið stefnt fyrir dóm vegna þess að væntanlega hefði hann ekki verið talinn hafa brotið lög, eða sýnt af sér annað það í störfum sínum, sem ástæða sé til að rannsaka sérstaklega og kæra til dómstóla.  Það er ekki í mínum verkahring að rannsaka og kæra fólk fyrir störf sín, heldur annarra og það eru þeir, sem hljóta að hafa komist að þessari niðurstöðu.  Svo er það aftur annað mál, að ég er svosem á þeirri skoðun, að Davíð hafi staðið sig nokkuð vel í Seðlabankanum, miðað við aðstæður, eins og hans gerir í öllum störfum, sem hann tekur að sér.

Hlutverk Landsdóms er eingöngu að fjalla um ráðherraábyrgð og öðrum en ráðherrum verður ekki stefnt fyrir þann dómstól.

Axel Jóhann Axelsson, 9.9.2010 kl. 10:08

8 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála þér Axel með að byrja á þessari tölu 6 Ráðherrar fyrir þennan Landsdóm. Það eru miklu fleiri Ráðherrar sem ættu að eiga heima á þessum lista og væntanlega mun hver og einn benda á hvorn annan og þá skýrist væntanlega þessi farvegur sem fór... Ég er mjög fegin fyrir okkar hönd að þetta skuli vera komið svona langt, en finnst öllu verra að heyra það núna að Samfylkingin er að reyna að klóra sér við Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarmyndun sem ég vona að takist ekki. Það á að boða til kosninga núna og leyfa okkur almenningi að velja þá sem við viljum að vinni fyrir okkur... Það á líka að skera úr um það áður hvort Þjóðin vilji áframhald á þessu ESB aðildarferli sínu eða ekki það er mikil óánægja með það...

Fyrr kemur ekki vinnufriður segi ég....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.9.2010 kl. 10:27

9 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Vissu aðrir ráðherrar í þessari stjórn ekkert hvað var að gerast í landinu á þessum tíma og báru þeir enga ábyrgð þar sem þeirra embætti höfðu ekki með banka og fjármálageirann að gera.

Sigurður I B Guðmundsson, 9.9.2010 kl. 10:51

10 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Sex ofantalin eiga að verða kölluð fyrir Landsdóm.  Sé svo að einhverjum þeirra þar verði ofaukið vegna sakleysis þeirra, þá er það bara betra fyrir þau sjálf.  Þau hafa þá dómsúrskurð um sakleysi sitt.   Ef að menn eru að plotta um það hver eigi að koma fyrir dóm, líkt og þegar stríðsaðilar semja um fangaskipti, þá er allt eins gott að sleppa bara Landsdómi.  Lögin í landinu eru ekki umsemjanleg.   En eitt má Björgvin G. eiga.  Hann sá sér sóma í því að víkja af þingi, á meðan nefndin starfar, til þess að skapa ekki það sem hann kallaði, óþægilega nærveru.   Samfylkingarráðherranir tveir, sem til greina koma, að kallaðir fyrir Landsdóm, sitja sem fastast og í það annar þeirra, að víla með það hverjir fari fyrir Landsdóm.  Slíkt gerir Landsdóm aldrei trúverðugan.

 Hvað Davíð Oddsson varðar, þá sendi þessi þingmannanefnd hans mál tveggja annarra til setts saksóknara, er ákvað eftir að hafa kynnt sér málið að aðhafast ekkert frekar.   Áður en að fólk fer að hrópa upp einhver ljót orð vegna þessa, þá má benda á að þessi setti saksóknari hefur miklu meiri tengsl inn í Vinstri græna heldur en nokkurn tíman Sjálfstæðisflokksinn.  

Kristinn Karl Brynjarsson, 9.9.2010 kl. 11:02

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er að summu leiti sammála en mér finnst að ALLIR þeir sem voru ráðherrar í ríkisstjórn Geirs Haarde eigi að mæta fyrir Landsdóm, það er EKKERT til sem heitir að menn/konur geti SAGT að þeir/þær hafi ekki vitað hvað var í gangi því þeir hafi verið að fylgjast með málefnum "síns ráðuneytis".  Ég veit ekki betur en að hrunið hafi haft áhrif á ÖLL ráðuneytin.  Halda ráðherrarnir að þeir geti bara lokað sig inni í einu ráðuneyti og hætt að fylgjast með því sem er að gerast að öðru leiti?????

Jóhann Elíasson, 9.9.2010 kl. 13:13

12 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

unnu þau ekki saman sem "ein" heild - því að velja sérstaklega úr "ríkistjórnarhópnum"? sekur,  meðsekur

Jón Snæbjörnsson, 9.9.2010 kl. 13:19

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ríkisstjórn er fjöskipað vald og því bera ráðherrarnir eingöngu ábyrgð á sínum ráðuneytum og þeim málaflokkum, sem undir þau heyra.  Þess vegna átaldi Rannsóknarnefnd Alþingis Björgvin G. Sigurðsson, þar sem hann var viðskiptaráðherra og hafði bankamálin á sinni könnu, en ekki Ingibjörgu Sólrúnu og Össur, sem þó leyndu hann upplýsingum og mættu á fundi sem hann hefði með réttu átt að sitja.

Vegna þessa hefði maður talið að bæði Ingibjörg Sólrún og Össur ættu að mæta fyrir Landsdómi, ekki síður en Björgvin G., en svo veit maður auðvitað aldrei hvernig dómur fellur, því alls ekki er neitt öruggt í því, að gerðir ráðherranna hafi varðað við lög, þó ákvarðanir þeirra á sínum tíma hafi ekki allar verið þær bestu, a.m.k. eftir á séð.

Axel Jóhann Axelsson, 9.9.2010 kl. 13:28

14 identicon

Ég hefi alltaf litið á að ISG og Össur hafi fórnað Björvini !

Hann greyið vissi ekki allt, og þau héldu upplýsingu frá honum, en svo er hann látin sæta ábyrgð ?

En sammála um að þessi 6 séu öll ábyrg. Össur virðist fjótur að gleyma.

AFB (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband