2.9.2010 | 19:23
Ríkisstjórnin niðurlægir Kristján Möller
Fyrr í dag var greint frá því, að síðasta verk Kristjáns Möller í Samgönguráðuneytinu hafi verið að skrifa undir heimild til Flugmálastjórnar til að skrá herþotur hér á landi, með það í huga að þær yrðu gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í leiguverkefni sem snúa að heræfingum.
Á ÞESSU bloggi í dag var velt upp þeirri spurningu, hvort fyrsta verk Ögmundar Jónassonar í ráðuneytinu yrði að afturkalla þetta síðasta verk Kristjáns og ekki leið á löngu, þar til í ljós kom að þær vangaveltur voru á rökum reistar. Um leið og út spurðist um þessa leyfisveitingu, varð allt vitlaust innan VG, sem endaði með því að Jóhanna Sigurðardóttir neyddist til að gefa út yfirlýsingu með Steingrími J. um að ekkert samkomulag væri milli flokkanna um þetta mál og Ögmundur myndi "skoða málið" á næstunni.
Þar með má segja að búið sé að afturkalla leyfið og Kristján Möller verið niðurlægður af þessum fyrrum samráðherrum sínum og þar af var annar þeirra formaður þess flokks, sem Kristján hefur starfað fyrir frá því að hann var ungur "eðalkrati".
Í sjónvarpsfréttum kom fram í viðtali við Kristján, að hann hefði skrifað undir leyfið í fullu samráði við forsætis- og fjármálaráðherra og hefði ekki verið um neinn misskilning eða oftúlkun af hans hálfu á samkomulagi ráðherranna.
Ekki byrjar "nýja ríkisstjórnin" gæfulega.
Segja ekkert samkomulag um herþotur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:24 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mig minnir að þessi starfsemi ætti að skaffa mörg hundruð störf. En auðvita er það aukaatriði.
Sigurður I B Guðmundsson, 2.9.2010 kl. 21:09
Þetta virðist allt á miskilningi byggt. Steingrímur og Jóhanna sögðu Möllernum, að hann mætti alveg hrinda þessu af stað, en hann ætti samt alls ekki að gera það. Þeim þykir Suðurnesjamenn eiga alveg nógu bágt, svo að ekki ætti að svipta þá atvinnuleysinu líka.
Kristinn Karl Brynjarsson, 2.9.2010 kl. 21:20
Kristinn, þetta er auðvitað sérstaklega hugulsamt af ríkisstjórninni, þ.e. að vilja ekki svipta fólk atvinnuleysinu, hvorki Suðurnesjamenn eða aðra. Í því efni hefur stjórnin násast staðið sig aðdáunarvel.
Axel Jóhann Axelsson, 2.9.2010 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.