Síðasta verk Kristjáns - fyrsta verk Ögmundar?

Eitt síðasta verk Kristjáns L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, var að skrifa undir heimild til Flugmálastjórnar til að hefja skráningu flugvéla hér á landi fyrir hollenska fyrirtækið ECA Program Limited, en það hyggst flytja herþotur til Keflavíkurflugvallar og leigja þaðan út til heræfinga.

Mikið atvinnuleysi er á Suðurnesjum, enda skýrir ráðuneytið afstöðu sína til málsins á eftirfarandi hátt:  "Á Suðurnesjum er eitt mesta atvinnuleysi á landinu og afar brýnt að ný verkefni sem skapað geta atvinnu á svæðinu verði að veruleika sem fyrst. Þessi starfsemi á að geta skapað allt að 150 störf til lengri tíma en um 200 störf á uppbyggingartímanum sem gæti hafist strax á þessu ári þó að ekki verði búið að ljúka við reglugerðarbreytingu áður."

Mbl.is vitnar til orða Steingríms J. um þetta mál, sem hann lét falla þann 20 júlí s.l:  "Það hefur nú lítið gerst í því máli. Samgönguráðherra kom með minnisblað inn í ríkisstjórn sem var ekki tekið fyrir, það er á biðmálaskrá . Það hefur ekki nein afstaða verið tekin til þess hvort þetta er einhver starfsemi sem við ætlum að leggja nafn okkar við. Það er engin sérstök stemmning fyrir því í mínum herbúðum.“

Kristjáni vannst ekki tími til að ljúka við reglugerðarbreytingu tengda þessari starfsemi, enda skrifað undir skráningarheimildina í miklum flýti, svo ólíklegt verður að teljast að fyrsta verk Ögmundar Jónassonar, samgönguráðherra, verði að ganga frá henni, þannig að þessi starfsemi geti hafist á Suðurnesjum.

VG er nákvæmlega sama um atvinnuleysistölur og nota hvert tækifæri til að tefja og spilla öllum tilraunum til atvinnuuppbyggingar og sérstaklega er þeim uppsigað við Suðurnesin og hefur hingað til tekist að koma í veg fyrir allar tilraunir til uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra þar.

Nú þegar komin er til valda hrein Alþýðubandalagsríkisstjórn, þarf enginn að láta sér detta í hug, að áherslur hennar muni liggja á atvinnusviðinu.  Skattahækkanir munu verða hennar ær og kýr. 


mbl.is Heimilt að skrá vélar ECA hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það eru nú næg heimatökin hjá Ögmundi að leita ráða hjá flokkssystur sinni Svandísi Svavars, um það hvernig best sé að stöðva uppbyggingarverkefni sem komin eru í ferli.................. Vinstri hreyfingin grænt framboð, fer vart að svipta Suðurnesjamenn atvinnuleysinu....................

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.9.2010 kl. 15:06

2 identicon

Það mætti halda að það sé aðalkeppikefli V.G að viðhalda sem mestu atvinnuleysi.Það er nokk sama hvaða hugmyndir koma fram þá skal það stoppað.Ef það verður komið í veg fyrir æfingaherþotuverkefni þá eiga suðurnesjamenn að flykkjast í bæinn og gera Ömma ömurlega atvinnulausan

sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband