Alþýðuflokkurinn endanlega þurkaður út

Ef þær fréttir reynast réttar að Guðbjartur Hannesson verði ráðherra í stað Kristjáns Möller, þá eru áhrif gamla Alþýðuflokksins endanlega afmáð í íslenskri stjórnmálasögu, því Kristján er síðasti Móhíkaninn úr röðum Alþýðuflokksins, sem setið hefur í áhrifastöðu í þjóðfélaginu.

Eftir þessar breytingar eru allir ráðherrar Samfylkingarinnar upprunnir úr Alþýðubandalaginu, nema Jóhanna Sigurðardóttir, sem á sínum tíma klauf sig út úr Alþýðuflokknum, stofnaði Þjóðvaka og gekk svo reyndar aftur í Alþýðuflokkinn, en var þar aldrei velkomin til baka af þeim sem vildu kalla sig "eðalkrata" og voru og eru undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar.

Við þessar ráðherrahrókeringar er með ólíkindum að Árni Páll Árnason skuli halda ráðherrasæti eftir öll þau hneykslismál sem honum tengjast og eins hefur hann margoft verið staðinn að hreinum ósannindum og valdníðslu.  Kristján Möller hefur hins vegar gegnt sínu starfi tiltölulega hljóðlega og þurft að vinna með þær fjárveitinagar sem honum hafa verið skammtaðar, þó vissulega hafi hann hyglað sínu kjördæmi á kostnað annarra, t.d. Vestfjarða.

Verði þessar breytingar, sem fréttir herma, á ráðherraliðinu, munu "eðalkratar" verða æfareiðir og margir þeirra munu hætta stuðningi við Samfylkinguna.


mbl.is Guðbjartur verði ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki viss um að þessi spá rætist enda eru kratar frægir fyrir þrjósku og langlundargeð. Þá er ljóst að Guðbjartur Hennsson höfðar til breiðs hóps langt út fyrir Samfylkinguna. Persónulegar vinsældir hans munu sennilega bjarga Samfylkingunni.

Sigurður Sveinss (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 10:44

2 identicon

Ég er nú svo ung að Alþyðuflokkurinn heyri einfaldlega sögunni til. Þess vegna hugsa ég bara um Samfylkinguna sem stjórnmálaflokk en ekki forsögu.

 Ég er hins vegar mjö ánægð með skipan Guðbjarts Hannessonar í ráðherra stól. Veit að svo er einnig um marga aðra sem hafa fylgst með störfum hans. Hef mikla trú á honum sem fulltrúa okkar. Til hamingju Gutti

Guðný Jónsd. (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 10:50

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, Guðbjartur er vænsti maður og nýtur virðingar út fyrir Samfylkinguna, einn manna, og mun líklega auka fylgi Samfylkingarinnar eitthvað, a.m.k. til að byrja með.  Verði hins vegar sami ræfildómurinn á verkum ríkisstjórnarinnar áfram, eins og hingað til, mun þessi hrókering duga henni skammt.

Jón Baldvin og félagar eru hins vegar ekki vera kátir núna.

Axel Jóhann Axelsson, 2.9.2010 kl. 10:50

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það hefði einhverntíman þótt saga til næsta bæjar að Kommúnistaflokkurinn væri einráður í ríkisstjórn - nú eða Alþýðubandalagið-

en svona er nú komið fyrir okkur og gamla Sovétstjórnunarkerfið í fullum gangi með kúgunum og skipulögðumníðingsverkum gegn íbúunum.

Eitt hafði þó rússneski Kommúnistaflokkurinn fram yfir hina tæru mistakastjórn sem hér situr - þeim datt ekki í hug að selja sjálfstæði sitt - heldur vörðu það með kjafti og klóm.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.9.2010 kl. 10:51

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það virðist styttast óðum í að draumur Jóhannesar úr Kötlum, um Sovét-Ísland, fari að rætast.

Axel Jóhann Axelsson, 2.9.2010 kl. 11:05

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það verður fróðlegt að sjá hvort þetta umrót í ríkisstjórninni skilar einhverju, ég hefði frekar kosið að stjórnin styrkti grunnin og undirstöðurnar og tryggði sér öruggan meirihluta á þingi í stað þess að mála þakið. Ég er ekki sáttur og ligg ekkert á því.

Ólafur, mikið er ég ánægður að sjá að enn skuli sumir vera fastir í fornum fótsporum og ríghalda í "gömlu góðu heimsmynd" kaldastríðsins og löngu falliin og horfin hugtök til að fróa brotinni sjálfsmynd sinni. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.9.2010 kl. 11:24

7 identicon

Að losna við óhæfa yfirstéttarkommann han Álfheiði getur ekki verið annað enn frábærar fréttir.Og Mullerinn er ósvífinn kjördæmaplottari og svoleiðis skítapakk þarf að hverfa úr öllum flokkum.

sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 12:09

8 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Spurning hvort Árni Páll, hafi eitthvað í bankamálin að gera.  Maðurinn hefur að eigin sögn verið í stöðugri vinnu við að semja við bankana, undanfarið ár um leiðréttingu lána.   Árangurinn ótal smáplástrar, sem engu halda, enda er um að ræða risasvöðusár, ekki smá skinnsprettur.  En er honum ekki bara sveiflað milli ráðuneyta, í þeim tilgangi að, fela slóð hans að ráðningu Yngva Arnar í framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóð?   Kannski betra að fyrrv stjórnarmaður Landsbankans, fyrir hrun,  Guðbjartur, skipi Yngva.

Ögmundur er fyrsti ólöglærði dómsmálaráðherrann, síðan Óli Guðbjartsson, gegndi því embætti skamma hríð, er Borgaraflokkurinn sálugi, kom inn í síðasta ráðuneyti Steingríms Hermannssonar, fyrir ca. 20 árum.  Svo er það auðvitað spurning, hvað gerist í Samgönguráðuneytinu, við komu Ögmunds þangað.  Samgönguráðuneytið, var í tíð Kristjáns Möller, eina ráðuneytið þar sem menn reyndu þó að hreyfa sig eitthvað til að skapa framkvæmdir og atvinnu. Einnig hlýtur "Flugvélaverkefnið", að verða sett á enn meira frost.  Svona til að hressa upp á móralinn á Suðurnesjum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.9.2010 kl. 12:44

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Árni Páll hefur ekki eitt eða neitt að gera í nokkurt ráðuneyti.  Hann hefur margsannað sig sem algerlega óhæfan í ráðherrastóli.  Um það þarf ekki að hafa fleiri orð.

Hins vegar er mikil hreinsun að Álfheiði úr ráðherraembætti og endurkoma Ögmundar í ríkisstjórn boðar að eitthvert baktjaldamakk hafi farið fram um Icesave og ESB.  Fróðlegt verður að sjá, hvort hann muni hafa afskipti af kærunni á hendur "níumenningunum" sem innrásina gerðu í Alþingishúsið undir hvatningum Álfheiðar, sem reyndi að stjórna óeirðaseggjunum til árása á þingið úr gluggum hússins.

"Flugvélaverkefnið" verður örugglega sett í frystikistuna yfirfullu og nú þegar ríkisstjórnin er orðin hrein Alþýðubandalagsstjórn, verður enn meiri kraftur settur í að tefja og skemma fyrir allri atvinnuuppbyggingu í landinu. 

Hrókeringarnar eru sagðar gerðar til að styrkja ríkisstjórnina og því verður fróðlegt að sjá hvaða dúsum hefur verið stungið upp í órólegu deildina í VG.

Axel Jóhann Axelsson, 2.9.2010 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband