Orðalagið "ný verkstjórn" vekur hroll

Hjörleifur Kvaran segir að ekki hafi verið um neinn trúnaðarbrest að ræða milli sín og Haraldar Flosa Tryggvasonar, stjórnarformanns OR og Gnarrvin, enda hafi aldrei myndast neinn trúnaður þeirra á milli.  Hjörleifur hafði áður starfað með sex stjórnarformönnum og gengið vel að starfa með þeim, en frá því að trúðarnir tóku völdin í Reykjavík breyttust öll viðhorf og samskipti manna í milli.  Nýji stjórnarformaðurinn var ekki ánægður með tillögur til hagræðingar í rekstri fyrirtækisins, en þar var lagt til að tiltölulega hægt yrði farið í uppsagnir starfsfólks og röskun í rekstri yrði sem minnst.

Haraldur Flosi segir að það hafi verið samdóma álit trúðanna í borgarstjórnarmeirihlutanum, að reka þyrfti Hjörleif og "fá nýja verkstjórn" í fyrirtækið vegna ýmissa aðsteðjandi vandamála í rekstrinum og því hafi verið ráðinn nýr bráðabirgðaforstjóri til að taka á langtímavandanum, en þó með því skilyrði að hann yrði ekki ráðinn til framtíðar og var reyndar látinn skrifa undir loforð um að sækja alls ekki um forstjórastólinn, þegar hann yrði auglýstur laus til umsóknar.

Þessi "nýja verkstjórn" setur hroll að fólki, sem minnist þess að núverandi ríkisstjórn sagði einmitt, þegar hún tók við völdum, að nú þyrfti "nýja verkstjórn" í landsmálin og allir vita hvernig sú "nýja verkstjórn" hefur bitnað á þjóðinni og áfram er hótað, að þessari "nýju verkstjórn" verði beitt áfram í ríkisstjórninni.

Hjörleifur Kvaran segir aftur á móti að annar stjórnunarstíll hefði hentað betur í núverandi ástandi, eða eins og hann orðaði það:  „Það sem þarf núna er styrk stjórn og öflugur forstjóri, en ekki bráðabirgðalausnir."

Maður, með eigin skoðanir hentar ekki í starfslið trúðanna.  Hann verður að víkja fyrir "nýrri verkstjórn". 

 


mbl.is Trúnaður myndaðist aldrei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maðurinn sem leysir hann af er nú ekki af minna kaliberi en Hjörleifur.

K (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 15:03

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

 "K". Sú staðreynd, ef rétt er, að nýráðinn forstjóri, tímabundið án möguleika á áframhaldandi ráðningu, sé jafnvel af meiri "kaliberi" en Hjörleifur, er nú bara til þess auka á trúðslætin.

Kristinn Karl Brynjarsson, 18.8.2010 kl. 15:06

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Aðkoma Sjálfstæðisflokksins er eflaust hvað minnst í tíma alla vega. OR varð til á valdatíma R-listans í borginni.  Áður en að Sjáfstæðisflokkurinn kom að stjórn OR í meirihluta í það minnsta, þá var búið að skuldsetja fyrirtækið meira og minna vegna Línu-nets, rísarækjueldis, höfuðstöðva í Árbænum og framkvæmda við Hellisheiðarvirkjun.  Hjörleifur Kvaran var ráðinn til OR árið 2003, þá sem forstöðumaður lögfræðisviðs, af meirihluta R-listans í stjórn OR.  Tilnefning hans í aðstoðarforstjórastöðu og síðar forstjórastöðu, má síðan alveg líta á sem að hann hafi bara einfaldlega unnið sig upp innan OR.

 Annars ætti fólk að kynna sér sögu OR, frá stofnun þess fyrirtækis og  hverjir fóru þar með stjórnartaumana fyrstu sjö árin, áður en að menn fara að kasta drullukökum í allar áttir.

Kristinn Karl Brynjarsson, 18.8.2010 kl. 15:27

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristinn Karl, ég felldi niður skítkastið sem kom inn næst á undan færslu þinni nr. 3, vegna þess að hún innihélt enga málefnalega setningu, eingöngu skítkast og óhróður.

Ofarlega til vinstri á síðunni stendur þetta:  "Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast."

Innleggið féll algerlega undir þetta og var því fjarlægt, strax og það uppgötvaðist.

Axel Jóhann Axelsson, 18.8.2010 kl. 15:37

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þegar R-Listinn tók hér við árið 1994, þá skulduðu fyrirtæki borgarinnar, ekki krónu, þar með talin fyrirtækin fjögur er seinna sameinuðust í OR.    Hlutur fyrrverandi stjórnar OR og borgarinnar árin 2006- 2010 í hruni OR verður því varla talin hvað mestur, nema þá að OR hafi nánast verið skuldlaus, vorið 2006, er R-listasamstarfið sprakk.

Kristinn Karl Brynjarsson, 18.8.2010 kl. 15:53

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Aðspurður hvort hann beri ekki ábyrgð á þeirri fjárhagslegu stöðu, sem OR er í núna, segir Hjörleifur m.a. í viðtalinu við Moggann:  „Ég get ómögulega tekið það á mig að ég beri ábyrgð á því efnahagshruni sem hér hefur orðið. Flestar þær ákvarðanir sem við erum að vinna eftir, um virkjanir og stórframkvæmdir sem er verið að framkvæma, voru teknar löngu fyrir þá tíð þegar ég settist í forstjórastólinn. Ég var ráðinn forstjóri Orkuveitunnar 19. september 2008. Ef ég hefði séð hrunið fyrir sem varð í október og það sem því fylgdi, hálfum mánuði eftir að ég var ráðinn, þá hefði ég aldrei tekið við þessu starfi. Það bara sá þetta enginn fyrir, hvorki við né aðrir."

Á þessu svari sést að nánast allar þær ákvarðanir sem valdið hafa bágri fjárhagsstöðu OR hafa verið teknar á valdatíma R-listans í borgarstjórn.

Axel Jóhann Axelsson, 18.8.2010 kl. 16:07

7 Smámynd: Einhver Ágúst

Já en.....hehe

Þegar forstjórinn segir sjálfur að aldrei hafi verið um neinn trúnað að ræða milli hanns og stjórnar og að hann beri enga ábyrgð á neinu sem aflaga hefur farið(þegar hann vinnur hjá OR frá 2003-2010 þegar allt fer aflaga), er þá ekki bara sjálfhætt? Snýst það eitthvað um R-listann, Ríkisstjórnina eða Sjálfstæðisflokkinn? ÞAð er bara enginn grundvöllur til samstarfs og þá er ágætt að segja það bara, í stað þess að halda áfram við vönlausa stöðu.....það kallast ákvarðanafælni og hefur skaðað Ísland meira en mig hefði geta grunað fyrir 3 árum...

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 18.8.2010 kl. 17:53

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er auðvitað hárrétt, Ágúst, að ef stjórn og forstjóri geta ekki unnið saman, þá víkur forstjórinn.  Hitt er svo annað mál, að það er ekki mikill sparnaður í því, að vera með stjórnarformann í fullu starfi, á háum launum, og svo forstjóra, á háum launum, því í raun á stjórnin að leggja línurnar í rekstrinum og forstjórinn að sjá um framkvæmd á stefnu stjórnarinnar.

Það hlýtur að vera mikil hætta á að verksvið skarist, ef starfandi stjórnarformaðurinn fer að ganga of mikið inn á verksvið forstjórans og öfugt.

Hvort svo var í þessu tilfelli veit ég ekki, en alla vega skulum við vona að næsti forstjóri verði stjórnarformanninum leiðitamari en sá síðasti.

Axel Jóhann Axelsson, 18.8.2010 kl. 18:52

9 Smámynd: Einhver Ágúst

Við skulum bara svo innilega trúa og vona að þessi aðgerð heppnist vel og OR verði hjúkrað til betri heilsu, það er einlægur vilji HF get ég vottað eftir öll mín samtöl við hann. Hvað HelIng(skammstöfun í stundarskrám HÍ) varðar sem forstjóra var ég ánægjulega hissa á að hann væri fenginn í þetta tímabundið, hann er afar snjall maður. 

 Kv Gústi

Einhver Ágúst, 18.8.2010 kl. 19:03

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fyrst hann er svona snjall, sem ég dreg alls ekki í efa, hvers vegna setti þá stjórnin það skilyrði fyrir ráðningu hans til bráðabirgða, að hann fengi ekki að sækja um starfið til frambúðar?

Axel Jóhann Axelsson, 18.8.2010 kl. 19:32

11 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er það bara ekki vegna þess að það er búið að lofa einhverjum öðrum starfinu Axel þú mannst jú kosningaloforðin um að hafa ní vinavæðingu og ánnað þvílíkt fyrir opnum tjöldum. Ég er þeirrar skoðunar að það sé bara verið að efna það

Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.8.2010 kl. 23:31

12 Smámynd: Einhver Ágúst

 Vissulega rétt hjá Jóni en samkvæmt því sem mér skilst vildi Helgi ekki taka þetta að sér til frambúðar, hann hefur í gegnum árin unnið í verkefnum og alltaf bara unnið tímabundið við hvert verkefni. Hann hefur mikla trú á því verklag til að menn séu sem ferskastir og vinni í sprettum einsog það er kallað.  Ég tek það aftur fram að ég þekki Helga ekki persónulega en sat einn vetur í námi hjá honum í gæðastjórnun í endurmenntun HÍ og hann er afar klókur og skapandi maður.

Auk þess er verið að brjóta upp ákveðnað hefð þarsem einhver er ráðinn tímabundið og "nýjann mann" hjá Íslandsstofu sem hreinlega var farinn að titla sig forstjóra í umsóknarferlinu....svo klárt var það.

Kv Gústi

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 19.8.2010 kl. 10:30

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ein og þetta var orðað í fjölmiðlum, þá var sagt að stjórnin hefði samþykkt að ráða Helga tímabundið í starfið, með því skilyrði að hann myndi ekki sækja um það, þegar auglýst yrði eftir framtíðarforstjóra.  Það er allt önnur skýring en sú, að hann hafi aðeins viljað ráða sig til bráðabirgða.  Þetta er bara eins og annað, einn segir þetta og annar hitt og svo veit pöpullinn ekkert hvað er rétt og hvað ekki.  Annars skiptir það svo sem ekki máli í þessu efni, frekar en öðrum hjá borginni þessa dagana, allt í biðstöðu vegna sumarleyfa nýkjörinna borgarfulltrúa.

Líklega mun Helgi titla sig sem "starfandi forstjóra" eins og Íslandsstofumaðurinn gerði, enda var hann ráðinn til bráðabirgða, þangað til búið yrði að auglýsa stöðuna og ráða í hana til frambúðar.  Nú þarf hann ekki lengur að titla sig "starfandi", heldur bara forstjóra.

Axel Jóhann Axelsson, 19.8.2010 kl. 11:03

14 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Kastljósviðtalið við Harald Flosa, var þokkalegt eins og það nær.   Haraldur Flosi lagði hins vegar tvær spurningar á borðið fyrir Helga Seljan, sem að Helgi kaus, að spyrja ekki.

 Fyrri var að OR ætli ekki að virkja meira fyrir stóriðju, en nú þegar er samið um.  En í ljósi bágrar stöðu OR, þá hefði mátt spyrja hvort komi til greina að aðrir en OR virkji á því svæði sem OR hefur til umráða?  Semsagt leigi eða kaupi virkjunar/nýtingarréttinn af OR.

 Hin var spurningin, sem reyndar enginn virðist hafa rænu á að spyrja.  Afhverju er Helga bannað að vera meðal umsækjenda, er forstjórastaðan verður auglýst ? Getur varla verið "faglegt" að útiloka aðila, sem  hugsanlega gæti verið með þeim hæfari, til þess að gegna stöðunni til frambúðar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 19.8.2010 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband