Á elli- og örorkulífeyrir að fjármagna innlimunina í ESB?

Bretar og Hollendingar náðu því í gegn í stjórn Fjárfestingarbanka Evrópu að loka fyrir lánveitingar til Landsvirkjunar vegna þess að þeir hafa ekki enn náð að kúga fram niðurstöðu í Icesave fjárkúguninni gegn íslenskum skattgreiðendum.

Þetta er enn eitt dæmið, sem sýnir að fjárkúgararnir bresku og hollensku svífast einskis í tilraunum sínum til að gera Íslendinga að skattaþrælum sínum til næstu áratuga og hafa til þess stuðning félaga sinna í ESB, þó ekki muni hafa verið alger einhugur innan stjórnar fjárfestingabankans um þátttöku í þessari atlögu að atvinnuuppbyggingu og endurreisn atvinnulífsins hér á landi.

Á sama tíma og ESB tekur þátt í hvers kyns ofbeldi gegn íslenskum hagsmunum, lætur VG Samfylkinguna þvinga sig til þátttöku í innlimunarferli landsins í evrópska stórríkið væntanlega, með undirbúningi upptöku laga og reglna stórríkisins, sem með blekkingum er kallað samningaviðræður, en er ekkert annað en innlimun, sem framkvæmd verður á lymskulegan hátt á næstu misserum.

Hvað ætlar VG að láta svipuhöggin dynja á sér lengi, áður en þeir rífa sig á lappir og segja innlimunarferlinu stríð á hendur og hætta að láta draga sig á asnaeyrunum innfyrir dyrnar á ESB?

Ætlar VG að samþykkja milljarða framlög á fjárlögum næsta árs í kosnað við innlimunarferlið og draga þá peninga af fjárveitingum til heilbrigðismála, skólamála og lífeyri fatlaðra og aldraðra?

 


mbl.is Lokað á lán vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samspillingin og WC standa aðallega fyrir orðum sem þessum í dag:

"Sæl er sameginleg eymd"

"S-gjaldborgin, fyrir þá sem heyra en ekki sjá"

"Aðalútfluntingsafurð Íslands eru íslendingar"

"Sá síðasti burt slekkur ljósin"

Ef lyklafrumvarpið færi í gegn yrði að stofna sér flutningafélag til að flytja allt fólkið úr landi.

Óskar G (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 10:12

2 identicon

Hvaða della er þetta. Við fáum 4 milljarða frá ESB til að standa strauminn af aðildaviðræðunum og leggum undir einum milljarði í ferlið! sumsé við fáum 3 milljarða inn í hagkerfið án þess að skuldbinda okkur eitt né neitt!

Bryndís (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 10:23

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er áætlað að innlimunarferlið eitt og sér muni kosta a.m.k. sex milljarða og eftir innlimun mun þurfa að greiða milljarða árlega í sjóði stjórríkisins, en þá munu einhverjir styrkir koma til baka, til þeirra sem telja að gott sé fyrir hluta íslendinga að lifa á styrkjum.

Auglýsingamilljarðarnir fjórir, sem koma frá ESB til að greiða áróðurinn fyrir innlimuninni eru ekkert annað en mútur og gera verður kröfu um að birt verði opinberlega, mánaðarlega, í hvað og til hverra þessar mútur ganga.

Allt varð vitlaust í þjóðfélaginu vegna prófkjörsstyrkja til frambjóðenda til Alþingis og borgarstjórnar og styrkja til stjórnmálaflokkanna frá einkaaðilum, en þær upphæðir voru hreinir smáaurar miðað við áróðursstyrki ESB.  Almenningur hlýtur að krefjast þess að móttakendur þess fjár verði úthrópaðir sem mútuþegar og svikarar við þjóðina, ekki síður en þeir sem tóku við prófkjörsstyrkjunum á sínum tíma.

Axel Jóhann Axelsson, 19.8.2010 kl. 10:30

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er talað um að, allt að 200 manns í stjórnsýslunni vinni að þessu svokallaða "aðildarferli.  Bara laun þessa fólks fara á endanum vel yfir þennan milljarð sem Össur ætlaði að eyða í þetta. Þá á eftir að reikna inn í þetta flug og hótelkostnað og að sjálfsögðu dagpeninga sem greiddir eru mönnum á ferðum þeirra erlendis.

 Sú staðreynd hlýtur klárlega að benda til þess, að Össur og félagar, hafi áður en málið var tekið til efnislegrar umræðu í þinginu og þvingað í gegnum þingið, verið búnir að tryggja sér þessar greiðslur frá ESB, ef sótt yrði um.  Annað kemur vart greina.  Varla hefur kostnaður við "aðildarferlið", verið reiknaður sex til sjö sinnum minni en hann í rauninni er.  

Annað varðandi þetta aðildarferli og þátttöku ESB í því að "stjórna" umræðunni hér á landi, sem að hefur að "skiljanlegum ástæðum ekki farið hátt.  Það er boðsferð, "sérvaldra" blaðamanna og "ofurbloggara" til Brussel, sem farin var snemma í sumar og lauk með lokuðum fundi í Utanríkisráðuneytinu, þar sem farið var yfir "málin" í ferðalok.   Það vekur athygli að þeim fjölmiðlum sem áttu fulltrúa í þessum hópi blaðamanna, var ekki sent "boðið" heldur blaðamönnunum sjálfum.  Venjulega eru boð um kynninga og blaðamannafundi send á fjölmiðlana og fjölmiðlunum "treyst" til þess að senda þá blaðamenn sem kjósa sjálfir að senda, hafi þeir áhuga á málefninu.   

 Það getur varla talist eðlilegt, að af þessari boðsferð, hefur fréttaflutningur verið í algjöru lágmarki.  Það hlýtur að vera einsdæmi í íslenskri fjölmiðlasögu, að hópur blaðamanna leggi á sig ferðalög til annara landa á "kynningarfundi", án þess að þessir sömu blaðamenn, flytji við heimkomuna fréttir af "kynningarfundinum".

Kristinn Karl Brynjarsson, 19.8.2010 kl. 11:15

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er allt rétt, Kristinn Karl, og stór hluti af þessum fjórum milljörðum sem ESB ætlar að leggja í "kynningu" á stórríkinu verður varið í alls kyns styrki til einstaklinga, félaga og samtaka sem munu reka áróður fyrir innlimuninni.  Einnig munu stórar upphæðir fara í alls kyns auglýsingar, bæði venjulegar auglýsingar og þó aðallega dulbúnar.

Einhver, líklega ráðuneytið, úthlutar þessu fé og það hlýtur að vera lágmarkskrafa að birt verði opinberlega sundurliðun á því, hvert þetta fé rennur.   Slík sundurliðun þarf að birtast mánaðarlega, svo allt verði "uppi á borðum og gagnsætt", eins og ríkisstjórnin prédikar alltaf, án þess að fara eftir þeim boðskap sjálf.

Allir hljóta að sjá, að prófkjörsstyrkirnir, sem settu þjóðfélagið á hvolf, eru barnaleikur hjá því sem ESB og samstarfsmenn þeirra hérlendis eru að aðhafast núna.

Axel Jóhann Axelsson, 19.8.2010 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband