24.4.2010 | 18:53
Ekkirannsókn á rannsóknarskýrslu
Háskólinn í Reykjavík hélt í dag stórmerka ráðstefnu um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og varð niðurstaða háskólamannanna að vísbendingar væri að finna í skýrslunni um refsiverða háttsemi í rekstri fjármálastofnana og tengdra aðila.
Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við HR, var einn frummælenda á ráðstefnunni og flutti viðstöddum þessa niðurstöðu, ásamt fleiri háskólaborgurum, sem legið hafa yfir skýrslunni undanfarnar vikur.
Niðurstaðan hefði vafalaust markað mikil tímamót, hefði nefndin ekki útskýrt þetta atriði mjög skilmerkilega við kynningu á skýrslunni og gat þess um leið, að nefndin hefði sent fjölda ábendinga til Sérstaks saksóknara, vegna gruns um glæpsamleg atriði, sem nefndin hafði rekist á í rannsóknum sínum.
Sami Sigurður Tómas er einmitt ráðgjafi við embætti Sérstaks saksóknara og hefur því auðvitað vitað allt um skjalabunkann, sem rannsóknarnefndin sendi embættinu strax við birtingu skýrslunnar.
Ólafur, sérstakur saksóknari, og Eva Joly höfðu einnig fyrir löngu komið fram í fjölmiðlum og sagt skýrsluna og ábendingar nefndarinnar styrkja rannsókn þeirra mála, sem embættið hefði til rannsóknar og bætti jafnframt nokkrum í safnið.
Háskólasamfélagið sá aldrei neitt athugavert við banka- og útrásarsukkið, og telur sig nú vera að uppgötva nýjungar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar.
Það er sannkölluð ekkirannsókn.
Vísbendingar um refsiverða háttsemi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta minnir mig á ályktun roskins bónda í mínu héraði fyrir nokkrum áratugum. Tilefnið var að sonur hans og tengdasonur höfðu með fárra daga bili ekið út af á sama stað og sömu megin:
"Ég hef margsagt Magga það og gæti vel sagt Inda það líka að þeir fóru báðir of austarlega!" Menn töldu þetta hafið yfir allan vafa.
Þó var þessi bóndi ekki háskólagenginn!
Árni Gunnarsson, 24.4.2010 kl. 19:22
Þetta er hreint ekki ógáfulegri rannsóknarniðurstaða en sú hjá háskólaliðinu.
Axel Jóhann Axelsson, 24.4.2010 kl. 19:26
Háskólasamfélagið svaf værum blundi eins og velflestir allir í aðdraganda hrunsins. Þorvaldur Gylfason spáði reyndar heimsenda ár eftir ár, hóf reyndar það spáferli ca. 1991, með þeirri undantekningu að hann vegsamið Thailenska efnahagsundrið árinu áður en það hrundi í kreppunni miklu í Asíu 1995.
Aðrir áttu kannski sína "spáspretti", en eyru flestra voru bara ekki tilbúinn fyrir eitthvað "dómsdagsraus".
Spurningunni hvort að háskólasamfélagið sé orðið eitthvað faglegra, er varla hægt að svara öðruvísi en neitandi, í það minnsta sé litið til þeirra háskólamanna sem gefið hafa sig fyrir að ræða við fjölmiðla og veita sitt álit á hinum ýmsustu málum.
Fulltrúi heimspekinnar þarna Jón Ólafsson ( sem að mér reyndar skilst að sé í endurskoðunnar nefnd Samfylkingarinnar), játaði það í umræðuþætti nokkrum dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave, að hann hefði bara ekki hugmynd um hvað sú atkvæðagreiðsla snerist um.
Það þekkja allir Norður-Kóreuspár Þórólfs Matthíassonar, vegna Icesave-deilunnar, ef að Íslendingar gengjust ekki þegjandi og hljóðalaust við Icesave-klafanum.
Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur ( sem er formaður hóps á vegum forsætisráðherra sem á að meta skýrsluna frá sjónarhóli stjórnmálana að mér skilst). Gaf út þá skýringu og réttlætti áminningu Álfheiðar á Steingrím Ara, hlyti að eiga sér einhverja og lengri sögu, en það mál sem að áminnt var vegna.
Sigurbjörg stjórnsýslufræðingur, sem að sótti um forstjórastöðu SÍ um leið og Steingrímur Ari, en var hafnað, var enn í fýlu yfir því að hafa ekki fengið djobbið, þegar hún gaf það út, að þó að hún hefði ekki kynnt sér málið, þá hlyti áminning Álfheiðar að eiga rétt á sér.
Eiríkur "Brussel" Einarsson, Evrópufræðingur á Bifröst. Fremstur meðal jafningja í ESB-trúboðinu. Hefur reyndar haft sig hægan hvað þau mál varða undanfarið, eins og flestir ESB-sinnar.
Silja Bára, stjórnmálafræðingur og "atkvæðasendill" Sóleyjar Tomm, í forvali VG. Tjáði sig um siðferði stjórnmálamanna eftir útkomu skýrslunnar.
Svona gæti ég eflaust skrifað í allt kvöld.................
Óáreiðanleiki háskólasamfélagsins er fyrst og fremst svona mikill, sem hann er vegna þess að þeir háskólamenn sem fást til eða eru fengin til að gefa hinum sauðsvarta almúga sitt "fræðilega álit í fjölmiðlum, er of pólitískur, til þess að geta gefið fræðilegt og skiljanlegt álit á málefnum líðandi stundar.
Kristinn Karl Brynjarsson, 24.4.2010 kl. 20:25
Þá eru ótaldir allir hagfræðingarnir sem leitað var til eftir bankahrunið,töluðu allir út og suður svo maður var algjörlega jafnnær.
Ragnar Gunnlaugsson, 24.4.2010 kl. 20:33
Þeir háskólarnir eru nú búnir að fá sitt frá ESB, HR einn yfir 700.000.000kr á 1.5 árum!
Geir (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 20:42
"Mín hugmynd er sú að hver trappa sé annari lægri."
Árni Gunnarsson, 24.4.2010 kl. 20:44
Ekki vantaði heldur háskólaborgarana í bankakerfið. Þar var hver hámenntamaðurinn af öðrum, allt frá viðskiptafræðingum til fjármálaverkfræðinga. Það fór nú eins og það fór og ekki sáu hagfræðingarnir í háskólunum neitt athugavert við "nýja hagkerfið" sem eingögnu átti að byggjast á pappírssölu en engri framleiðslu. Þess vegna var farið að skipta fyrirtækjum í tvo flkka: Rekstrarfyrirtæki, sem ekki nutu mikillar hylli og fjárfestinar- og fjármálafyrirtæki, sem áttu að vera framtíðin.
Allt háskólasamfélagið dansaði eftir þessari músík, þó enginn þykist kunna þetta lag núna.
Axel Jóhann Axelsson, 24.4.2010 kl. 20:46
Árni, samkvæmt öðrum viðurkenndum vísindarannsóknum er niðurstaðan sú, að hver trappa sé annarri hærri. Það er alveg þvert á þína niðurstöðu, þannig að álykta má að viðurkenning á þínum rannsóknum sé nú frekar á niðurleið.
Axel Jóhann Axelsson, 24.4.2010 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.