Röðin komin að sjálfum sökudólgunum

Umfjöllun allra fréttamiðla dagsins hafa nánast eingöngu snúist um aðgerðir og aðgerðaleysi opinberra aðila í aðdraganda bankahrunsins, en það voru alls ekki þessir aðilar sem orsökuðu hrunið, heldur glæpaklíkurnar, sem áttu og stjórnuðu bönkunum og helstu fyrirtækjunum, sem bankarnir lánuðu til, enda virðist allt bankakerfið hafa verið rekið í þágu örfárra einstaklinga.

Ekki er annað að sjá, en þessar glæpaklíkur hafi aðeins látið eigin hagsmuni ráða við allan rekstur bankanna, ef rekstur skyldi kalla, því eftir því sem meira kemur fram um þessa glæpastarfsemi, því ótrúlegri verða þær ósvífnu aðferðir, sem þessir náungar beittu til að raka fé í eigin vasa.

Umfjöllun fjölmiðlanna hlýtur núna að fara að beinast að aðalatriðum málsins og þeir fari að skýra betur út helstu niðurstöður skýrslunnar um hina raunverulegu gerendur í hruninu og hvað skýrsluhöfundar hafa að segja um ósvífni þeirra við að ræna bankana innanfrá.

Frásagnir fjölmiðlanna næstu daga munu verða á við svæsnustu glæpareifara.

Munurinn er auðvitað sá, að þetta munu verða sannar glæpasögur.

 


mbl.is Sprenging í útlánum til FL og Baugs eftir stjórnarskiptin í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Og ég bíð eftir að menn skilji hlutverk kókaíns og annara vímuefna í dramanu, Að hópur "con-artist" hafi

náð völdum og hafi enn að stórum hluta í fjármálalíf landsinsi, er engin vafi á. Málið er að íslendingar kalla

sig ógjarna fyrir mafíumenn.

Samt er mafían stærsta vandamálið á Íslandi. Orðið Mafía er orð sem er notað um hóp fólks sem skipulega

ákveður að stunda afbrotastarfsemi...fyrir þá sem ekki vita það.

Óskar Arnórsson, 13.4.2010 kl. 00:01

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Já sökudólgnum..Nú bíða auðvitað allir eftir Davíð..Það verður fróðlegt að vita hvort hann kemur í dulargervi..

hilmar jónsson, 13.4.2010 kl. 00:05

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Davíð er náttúrulega óalandi frekjudólgur sem kann ekki að skammast sín.   En það breytir því ekki að bankadólgarnir áttu hér mestu sökina.  Þar sem þessi frétt er um Glitni þá hljóta spjótin að beinast að Sverri Erni Þorvaldssyni og Guðrúnu Gunnarsdóttur sem voru yfirmenn áhættustýringar og útlánaeftrilits bankans og eru ennþá, sem er alveg ótrúlegt.  Hvað fengu þau mikið í sinn vasa fyrir að beina blinda auganu að þessum samningum?  Líklega nokkur 100 milljónir kr.  ef marka má þær upplýsingar um launamál bankans sem fram hafa komið í ræðu og riti síðustu daga.

Guðmundur Pétursson, 13.4.2010 kl. 01:34

4 identicon

þaðsem ég er ekki að fatta með okkur sem þjóð er

why fólk er enn að versla við þessi svín

það eru mörg ár síðan ég hætti að versla við þessi svín

ok mótmæla við alþyngi gottog blessað

en well common ríkið átti góðan part í hrunininu en stærstan part ´ttu þó eigendur bankaana

sveltum svínin

kv

Magnús

magoo@internet.is

maggi (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 03:00

5 identicon

Í mínum huga er og verður Baugur, dóturfélög og hans skúffufélög alltaf mest ábyrg fyrir hruni bankana ! Og að sjálfsögðu er Jón Ásgeir Jóhannsson sá sökudólgur sem getur stært sig af, að hafa kollsteypt heilli þjóð !

Nú þegar Hrun-Skýrslan er komin út sést þetta scvart á hvítu

En það sem ég mun aldrei skilja, að það er svo mikið af fólki sem ENNÞÁ verslar við þessi fyrirtæki ???

Ég veit um fólk sem tapaði milljónum í Glitni, en það verslar samt ennþá við þessa svikamyllu ? Ef við Íslendingar viljum virkilega breyta þjóðfélaginu okkar verðum við að fórna einhverju til að geta lagað okkur.

Jú jú bónus er oft með bestu verðin í matvöru, en þeir hafa líka ítrekað verið dæmdir í stórnvaldssektir af Samkeppnisyfirvöldum fyrir ólöglega viðskiptahætti, ekki skrýtið ef skoðað er hver á og stjórnar þarna !

Þarna eru viðhafði sömu hættir og í Glitni, FL group o.s.frv. Svind og svínarí, og allt til að líta betur út í augum almennings.

Íslendingar , VAKNIÐ og sjáið raunverulegann sðkudólginn !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 04:13

6 Smámynd: Jón Óskarsson

Þrátt fyrir að það séu eigendur bankanna sem bera langmestu ábyrgðina á falli sjálfra bankanna með því að ræna þá innanfrá, falsa bókhaldið, fegra eiginfjárstöðuna og gera allt sem þeir gátu til að blekkja allt eftirlitskerfið þá eru það samt sem áður 7 aðilar sem sérstaklega eru nafngreindir í skýrslunni og talið er að brotið hafi af sér með aðgerðum og ekki síður aðgerðaleysi.  Inn á þann lista vanta 8 aðilann sem farið er óþarflega fínum höndum um í skýrslunni, en það er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Ríkisstjórnin 2007-2008, ráðuneyti Geirs H. Haarde með gjörsamlega handónýta Samfylkingu innanborðs er sennilega ein allra versta ríkisstjórn sem landið hefur átt.

Það er með ólíkindum að verkstjóri þeirrar stjórnar (eins og nú er farið að kalla forsætisráðherra) hafi látið það líðast og sé enn að afsaka sig með þeim orðum að samstarfsflokkurinn hafi ráðið því hvaða einstaklingar mættu á fundi.  Það var einfaldlega þannig að það var sérstakur ráðherra yfir viðskiptaráðuneyti, Björgvin nokkur Ge Sigurðsson.   Forsætisráðherra hefði því ekki átt að sætta sig við neitt annað en að sá maður hefði haldið að fullu utan um sína málaflokka og mætt á þá fundi sem þörf var á.   Þar sem utanríkisráðherra og formaður samstarfsflokksins mætti sí og æ í stað viðskiptaráðherra þá hefði hún átt að fá harðari niðurstöðu í skýrslunni en þar er að finna.   Rétt er að minna sérstaklega á að við myndun ríkisstjórnar Geirs H. Haarde vorið 2007 var ráðuneyti sem áður hét "iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti" skipt upp í tvö aðskilin ráðuneyti og því í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins kominn sérstakur "viðskiptaráðherra" sem eingöngu fór með þá málaflokka sem undir viðskiptaráðuneyti heyrðu.  Það að Seðlabankinn heyrði undir forsætisráðuneytið en ekki viðskiptaráðuneyti afsakar ekki að þessir tveir ráðherrar ásamt fjármálaráðherra hafi ekki allir tekið fullan þátt í fundum með stjórn Seðlabankans sem og annarra aðila og að þeir skuli ekki hafa tekið fullt mark á öllum viðvörunum. 

Seðlabankastjórnin öll (3 menn) gerðu nokkur mistök sem fram koma í skýrslunni og þjóðinni hefur verið vel kunnugt um.  Þar á meðal að hunsa viðvaranir erlendra Seðlabankastjóra og annarra samstarfsaðila, ganga ekki harðar fram gagnvart íslensku bönkunum og fjármálaeftirlitinu, en t.d. þá gerðu Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið með sér samning fyrir nokkrum árum þar sem báðir skuldbinda sig til að láta hinn aðilann vita af öllu misjöfnu sem þeir kæmust að í sínum störfum og varðaði starfsemi fjármálafyrirtækja í landinu.   Að lokum var vinnan í kringum þjóðnýtingu á Glitni náttúrulega glöggt dæmi um hvernig á ekki að vinna hlutina.  Við svona aðstæður þarf að kalla til her manna sem sérfræðiþekkingu hafa á hinum fjölbreyttustu málum og vanda mjög til vinnubragða.  Það breytir því ekki að Glitnis beið ekkert annað en hinna bankanna, en þarna hefði mátt standa betur að málum.

Ríkisstjórnin öll, stendur sig síðan ekki í því að undirbúa neyðarlögin og aftur er eins og menn séu í stjórnkerfinu sífellt að spara aurinn og kasta krónunni.  Við þessar aðstæður átti það ekki að skipta máli þó það hefði kostað milljónir og milljónatugi að vanda til verka, slíkt hefði flokkast undir hreina smáaura miðað við þann bakreikning sem þjóðin situr upp með vegna óvandaðra vinnubragða.

Fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins var manna saklausastur í viðtölum í fjölmiðlum í gærkvöldi.  Hann gerðist svo óforskammaður að geta farið að hreykja sér af því að Fjármálaeftirlitinu hafi verið treyst til þess undir hans stjórn að skipa í skilanefndir bankanna.  Enn einu sinni sýndi það sig að fréttamenn eru handónýtir að þetta skyldi ekki vera gripið á lofti af fyrirspyrjanda.  Öflugur fréttamaður hefði gjörsamlega "jarðað" þennan mann þarna.   Allir vita hversu hörmulega tókst til við að skipa í fyrstu skilanefndir þar sem þær voru skipaðar nær algjörlega bestu vinum og samstarfsmönnum bankaræningjanna.  Það eitt og sér er tilefni til þess að setja á stofn nýja nefnd til að kanna það sem gerst hefur frá bankahruni og til dagsins í dag.  Hversu miklu var stungið undir stól eftir hrun ?  

Þessir 7 aðilar auk ISG þurfa öll að sæta ábyrgð vegna ýmist aðgerðarleysis eða rangra ákvarðana.  Mest reyndi á þessa aðila frá miðju ári 2007 til haustsins 2008 og þó að ríkisstjórnin sem og Seðlabankinn, né Fjármálaeftirlitið hafi með beinum hætti valdið því hruni sem hér varð þá gátu þessir aðilar svo sannanlega dregið úr því tjóni sem varð.

Ég skil Davíð Oddsson vel að hafa reiðst Jónasi Fr. þegar hann sá ekki samhengið á milli lánveitinga hjá Glitni til nátengdra aðila og helstu eigenda.

Það sem mikilvægast er nú að lokinni vinnu nefndarinnar er að fara að hennar ráðum varðandi breytingar á lögum.  Alþingi þarf auk þess að temja sér alveg ný vinnubrögð og setja á stofn sérstakan vinnuhóp eða ríkisstofnun sem samanstendur af sérfræðingum á mörgum sviðum og/eða kallar til slíka menn við samningu laga og reglugerða.  Þingmönnum sjálfum sem og starfsmönnum ráðuneytanna er einfaldlega ekki treystandi til þess eins og fjölmörg dæmi um óvandaða lagasetningu sanna.  Það þarf að koma í veg fyrir að bankar geti nokkru sinni verið rændir innanfrá.

Jón Óskarsson, 13.4.2010 kl. 13:45

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Alveg sammála þér um það, Jón, að þessi ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar er ein sú allélegasta í sögunni, enda ekkert traust á milli flokkanna og Samfylkingin algerlega óstjórntæk þá, eins og nú.

Það sem undrar einna mest, er að engar björgunaraðgerðir hafi verið reyndar allt frá árinu 2007 og fram að hruni og að ekki hafi verið til nein neyðaráætlun, þegar bankarnir hrundu loksins.  Uppgangur Bónusliðsins og yfirtaka þeirra á Glitni varð eftir að Samfylkingin settist í ríkisstjórn, hvort sem það var tilviljun eða ekki, en a.m.k. tókst þeim að margfalda sjálftökur sínar úr bankanum um ótrúlegar upphæðir á þessum undra skamma tíma, fram að hruni.

Skýrslan tekur vel á ýmsum brotalömum í stjórnkerfinu, sem var bæði staðnað og vinnubrögð úreld og ómarkviss og vonandi verður þetta til þess að stjórnarhættir verði allir endurskipulagðir og meiri festa fáist í stjórnsýsluna.  Einnig þarf að girða fyrir að hver geti bent á annan og sagst hafa haldið að hann hefði átt að gera "þetta", en ekki ég, ég átti að gera eitthvað annað, en var bara ekki búinn að koma því í verk, af því að ég var svo upptekinn við "annað".

Eins kemst vonandi skriður á að koma hinum raunverulegu glæpamönnum bak við lás og slá.

Axel Jóhann Axelsson, 13.4.2010 kl. 14:27

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Íslenskt þjóðfélag er í raun og veru grautfúið niður í botn. Þetta verður afgreitt eins og þegar smygl kemst upp á skipi. Samið er við einn áhafnarmeðlim til að taka á sig sökina, hann situr inni fyrir alla hina og skipstjórann. Málið afgreitt. Lögregla og tollmenn vita þetta, dómarar vita þetta, allir vita þetta enn með þeigjandi samkomulagi er þessi sort af "réttlæti" viðurkennd af alþjóð. Þetta er að sjálfsögðu bara leikrit sem ALLIR taka þátt í, hver á sinn hátt..raunverulegu gangsterarnir munu ALDREI fara bakvið lás og slá. Sjáði bara til...

Óskar Arnórsson, 13.4.2010 kl. 14:42

9 identicon

Axel, athugasemd þín nr. 7 felur í sér svar við spurningu þinni í upphaflegu færslunni, þ.e hvers vegna sjónum sé svo mjög beint að yfirvöldum. Ein meginniðurstaðan er sú að yfirvöld brugðust þeirri meginskyldu sinni sem stendur öllum öðrum framar; að gæta almannahagsmuna gagnvart einkahagsmunum. Það breytir samt engu um það að glæpir bankanna voru viðurstyggilegri og víðtækari en nokkurn óraði fyrir.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 15:34

10 Smámynd: Jón Óskarsson

Það er mikilvægast að tekið verið af festu á brotalömunum í stjórnkerfinu og það skipulagt upp á nýtt.  Svör þeirra sem fyrir nefndina komu sem og þeirra sem fyrir svörum af þeim sátu í fjölmiðlum í gær minntu mann á bókina sem maður las sem barn og heitir "Litla gula hænan".    Samfylkingin er óstjórntæk og það er það er ekki öfundsvert hlutverk fyrir Steingrím Joð að þurfa annars vegar að búa við sambúðina við Samfylkingu og hins vegar að eiga við ónothæfa ráðherra úr eigin flokki.  Hann af pólitísku ráðherrunum er stöðugt að vinna þó maður sé langt frá því að vera sammála öllum hans verkum, en hættan er einmitt á því að hann sé svo upptekinn, á sama tíma og flestir hinna ráðherranna gera annað hvort ekki neitt eða tóma vitleysu, að ýmis verk sem nú þarf að vinna og hefur þurft að vinna frá hruni, komist ekki í verk.

Jón Óskarsson, 13.4.2010 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband