Hvernig verður umræðan, áður en búið verður að lesa skýrsluna?

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis mun verða birt klukkan hálf ellefu í dag og Alþingi mun síðan taka skýrsluna til umræðu eftir hádegið, án þess að nokkur einasti þingmaður verði búinn að lesa annað en lokaorð skýrslunnar.

Eins mun fara af stað kröftug umræða út um allt þjóðfélagið án þess að nokkur hafi í raun grunndvöll til að byggja skoðanir sínar á, því það mun taka marga daga að fara í gegnum skýrsluna af einhverju viti og brjóta efni hennar til mergjar.

Flestir munu þurfa að byggja skoðun sína á skýrslunni eftir umfjöllun fjölmiðlanna um hana, en þeir hafa hins vegar flestir sýnt að þeir eru langt í frá hlutlausir, þegar kemur að því að greina mál og útskýra, heldur byggast skoðanir þeirra og framsetning aðallega á pólitískum skoðunum og eigendatengslum.

Á meðan hismið verður skilið frá höfrunum, verður a.m.k. fjörug umræða um Davíð Oddsson.


mbl.is Skýrslan handan við hornið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Umræður eiga að fara fram á Alþingi í dag án þess að nokkur maður hafi lesið stafkrók. Upplestur í Borgarleikhúsinu!- hljóðnemi í Eymundsson!,

Hvað súrelíski farsi er að fara í gang?

Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 09:05

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Svo er lögreglan í viðbragðsstöðu, ef almenningur myndi ganga af göflunum.

Axel Jóhann Axelsson, 12.4.2010 kl. 09:14

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ef fjölmiðlar bregðast aftur skyldu sini og æsa til ófriðar með sama hætti og í dósaberjarabyltingunni verða hér sjálfsagt ólæti.

Vonandi hafa fjölmiðlar lært eitthvað og gæta hófs í málflutningi um skýrsluna.

Það verður engum til góðs að allt fari hér í bál og brand. Slíkt þjónar aðeins hagsmunum öfgafólks - stjórnleysingja og ofbeldisfólks.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 12.4.2010 kl. 09:23

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það verða auðvitað engar óspektir og skrílslæti, nema ungir Vinstri grænir og anarkistar úr Háskólanum beiti sér fyrir þeim, eins og rauni var í "dósaberjarabyltingunni".  Þeir tiltölulega fáu, sem æstu til óspektanna voru þessir aðilar, dyggilega studdir af Álfheiði Ingadóttur.

Ef þeir sjá sér hag í því, að leiða athyglina frá ræfildómi ríkisstjórnarinnar í nánast öllum málum, munu þeir kalla út "óspektalið" sitt, enda einu aðilarnir í landinu, sem hafa slíka hópa tiltæka.

Axel Jóhann Axelsson, 12.4.2010 kl. 09:46

5 identicon

Þetta er bara enn einn leikþátturinn í boði ríkisstjórnarinnar - það hefur ekkert verið gert og löngu ljóst að það mun ekkert verða gert af hálfu ríkisstjórnarinnar- Valdsmannstónninn í Jóni Ásgeir þegar hannn las Steingrími pistilinn sýndi að hann er vanur að gefa skipanir til ráðamanna þjóðarinnar og viðbrögð Steingríms sönnuðu það rækilega þegar hann hikstandi og stamandi lyppaðist niður á fjórar fætur. Steingrímur telur að hann og þjóðin eiga ekki annara kosta völ en lúta öllum rangindum og óréttlæti - EN ÞJÓÐIN STENDUR Í FÆTURNAR OG NEITAR !!!

Óþolandi þetta andlega og efnahagslega obeldi sem við erum beitt af ríkisstjórninni - og ég frábið mér að þurfa að hlusta á meira af innihaldslausu bulli, blekkingum og ósannindum frá Jóhönnu og Steingrími. Þeirra leikfléttur eru engu minni skaðvænlegar en fjárglæpamannanna sem settu Ísland á hausinn.

RÍKISTJÓRNINA BURT STRAX!! - UTAN ÞINGSTJÓRN sem tekur á málunum.

Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband