Fyrstu viðbrögð eftir kynningu skýrslunnar

Við áhorf og hlustun á fréttamannafund Rannsóknarnefndar Alþingis og Siðgæðisnefndarinnar virðist vera hægt að draga eftirfarandi ályktanir af henni:

Bönkunum og helstu fyrirtækjum landsins var stjórnað af nokkrum glæpaklíkum með einbeittan brotavilja, sem beindist aðallega að því að skara eld að eigin köku og undandrætti fjármuna á eigin bankareikninga í skattaskjólum. 

Stjórnvöld voru allt of veikburða til að þora að leggja í baráttu við glæpaklíkurnar, ráðherrar og starfsfólk stjórnsýslunnar ætluðust til að einhver annar en það sjálft ætti að móta tillögur um varniráætlanir og þess vegna var ekkert aðhafst.

Fjármálaefitlitið var undirmannað og illa skipað og hafði ekki þekkingu né getu til að gagnrýna endurskoðaða reikninga bankanna og þær skýrslur sem lagðar voru fyrir það og hafði heldur enga burði til að fylgja sínum litlu athugasemdum eftir.

Seðlabankinn var eini aðilinn, sem varðaði við ástandinu, en gerði það ekki á nógu formlegan hátt og vegna haturs Ingibjargar Sólrúnar á Davíð Oddsyni var ekki mark tekið á ábendingum hans, að bankinn hefði ekki lagaheimildir til að grípa inn í málin.  Í öðrum efnum gerði bankinn mistök og sýndi vanrækslu með aðgerðum í sumum efnum og aðgerðarleysi í öðrum.

Forsetinn mærði og dásamaði glæpaklíkurnar og dró upp þá mynd af þeim, að þar færu einstakir snillingar og öll gagnrýni á þá væri runnin undan rótum öfundarmanna og óvina mestu viðskiptasnillinga veraldar.

Þjóðin fékk að lokum sinn skammt, með því að hafa dansað hrunadansinn í takt við undirspil forsetans og glæpamannanna, enda siðferðisvitund okkar sem þjóðar ekki merkileg.

Niðurstaðan er því sú, að allir eru sekir, en misjafnlega mikið þó.


mbl.is Seðlabanki braut eigin reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Góð pæling Axel! en er ekki þar með stærsta sökin hjá okkur (tel mig með þó ég hafi yfirgefið klakann fyrir 25 árum, þetta er langt ferli nefnilega) sem bygðum upp umhverfi þar sem illgresið átti sér svo góð vaxtaskilyrði, en hafandi sagt það þjóðin er búin að fá sína refsingu og afplánar enn, og vel það, spurningin er hvort eitthvað hafi lærst.

Kristján Hilmarsson, 12.4.2010 kl. 15:22

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég er nú ekki búinn að lesa alla skýrsluna (fæstir hafa vel lokið því enn) en ég las nokkrar síður þar sem kemur vel fram að Bretar voru löngu búnir að sjá hættuna og þeirra fjármálaeftirlit (FSA) eyddi miklum tíma og orku í það að reyna að sannfæra bæði bankastjórnendur og stjórnvöld á Íslandi hvað væri að gerast en hefður talað fyrir daufum eyrum. FSA var búið að vera að suða í Landsbankanum og Seðlabanka Íslands og FME misserum saman að flytja Icesave reikningana í breskt útibú þar sem þeim var deginum ljósara að íslenski tryggingasjóðurinn stæði ekki undir því áfalli sem blasti við.

Allir þessir aðilar skelltu skollaeyrum við þessu eða drógu lappirnar þar til það var orðið of seint. Satt að segja skil ég viðbrögð Breta betur núna þó ég sé hins vegar enn þeirrar skoðunar að það geti aldrei verið rétt að velta afglöpum einkafyrirtækja yfir á óvitandi skattborgara.

Í ljósi þe

Jón Bragi Sigurðsson, 12.4.2010 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband