Ríkisstjórnin þarf að fara að starfa á réttum forsendum

Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði, vegna þess að upphaflega stóðu að henni tveir stjórnmálaflokkar, en eru nú orðnir þrír og sá nýjasti, þ.e. hluti þingflokks VG, styður stjórnina tæplega nema gegn vantrausti.

Ögmundur Jónasson, sem hrökklaðist úr ráðherraembætti vegn andstöðu sinnar við ríkisstjórnina í Icesavemálinu, segist nú vera tilbúinn að taka sæti í henni að nýju, sem fulltrúi "þriðja flokksins" ef það yrði á "réttum forsendum".  Vandræði þjóðarinnar eru þó meiri en svo, að öllu skipti hvort einn ráðherra sitji í ríkisstjórninni á "réttum forsendum", því bráðnauðsynlegt er að öll ríkisstjórnin fari að starfa á réttum forsendum.

Hún verður að viðurkenna vilja þjóðarinnar í Icesavemálinu og skilja að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar þýddi NEI við öllum fjárkúgunartilraunum ofbeldisþjóðanna og að krafan sé, að skattgreiðendur taki ekki á sig eina krónu, hvorki vegna höfuðstóls eða vaxta af skuldum einkaaðila.

Einnig verður stjórnin að fara að huga að öðrum og brýnni málum, sem eru efnahagsmálin í heild sinni með því að koma hreyfingu á atvinnustarfsemina, minnka atvinnuleysið (sem er mest aðkallandi), styrkja undirstöður heimilanna í landinu og blása kjarki í þjóðina á ný.

Ekki er oft hægt að vera sammála Ögmundi, en aumt mætti það ráðherraefni vera, sem ekki yrði skárri kostur í ráðherraembætti, en t.d. Álfhildur Ingadóttir eða Svandís Svavarsdóttir.

Einnig er rétt hjá honum, að þjóðaratkvæðagreiðslur á eingöngu að tengja við það málefni sem kosið er um hverju sinni, en ekki líf þeirrar ríkisstjórnar, sem situr í landinu, þegar þær fara fram.

Lágmarkskrafa er þó, að sitjandi ríkisstjórnir taki fullt mark á niðurstöðunum og starfi í samræmi við þann vilja þjóðarinnar, sem fram kemur í þeim, hvort sem þeim líkar það betur eða verr.


mbl.is Til í sæti á réttum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Það er verið að mýkja kallinn upp svo það sé hægt að nauðga Icesave og ESB upp á þjóðina, ég trúi því ekki að hann láti kaupa sig fyrir það.

Sævar Einarsson, 10.3.2010 kl. 18:58

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Var ekki mottó útrásarruglaranna, að allt væri falt, ef rétt verð væri í boði?

Axel Jóhann Axelsson, 10.3.2010 kl. 20:22

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég held að það sé til of mikils mælst að þessi stjórn fari að starfa á "réttum forsendum".

Útrásar...... sagði svo margt - laug svo mörgu og sveik svo margt - við skulum ekki gleyma því að það er verið að semja um að við borgum brúsann -

er það ekki samkvæmt Evrópulögum að við eigum EKKI að borga ? Eða eru smir lögmenn ekki vel að sér í lögum?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.3.2010 kl. 02:28

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Evróputilskipanir eru alveg skýrar um það, að "við", þ.e. skattgreiðendur, eiga ekki að borga eina einustu krónu, vegna skulda einkaaðila.  Lögformlegur samningsaðili við Breta og Hollendinga er Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta og þangað eiga kúgararnir alfarið að snúa sér með kröfur sínar.

Sjóðurinn á ekki fyrir kröfunni í augnablikinu, en þá bíða handrukkararnir bara þangað til sjóðnurinn verður búinn að innheimta þetta hjá þrotabúi Landsbankans.

Þetta er ekkert flóknara ferli en hjá öðrum þrotabúum.

Axel Jóhann Axelsson, 11.3.2010 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband