Bjargar þá evran engu?

Í mörg ár hefur Samfylkingin reynt að telja fólki trú um, að ESB væri slíkt töfrabandalag, að umsókn um aðild, ein og sér, myndi auka svo traust og trúnað á íslensku þjóðarbúi, að hér færi að drjúpa smjör af hverju strái.

Þar fyrir utan hefur hún haldið því fram, að ekki nokkur einasti möguleiki gæti verið á efnahagserfiðleikum, hvað þá kreppu, ef Íslendingar kæmust í klúbb þeirra einstaklega heppnu ríkja, sem hafa evru sem gjaldmiðil.  Sá gjaldeyrir væri slíkum eiginleikum gæddur, að varla þyrfti að hugsa um efnahagsmál því evran ein og útaf fyrir sig myndi vernda landið fyrir öllum áföllum.

Svo fóru að berast fréttir af því, að mörg lönd innan ESB, sérstaklega þau sem hafa tekið upp evruna, ættu í gífurlegum efnahagserfiðleikum og þar ríkti slík kreppa, að jafnverl íslensk kreppa, eftir bankahrun og allt sem því fylgdi, væri eins og hjóm eitt í samanburði.  Samfylkingin hefur ekki getað gefið neinar viðhlýtandi skýringar á þessum ósköpum sem hrjá evrulöndin, aðra en þá sem Árni Páll Árnason gaf, en hann sagði að þessum löndum væri stjórnað af fíflum.

Ef evran ver þjóðirnar ekki gegn því, að þeim sé stjórnað af fíflum, er til lítils barist, því ef Íslendingar þurfa virkilega á einhverju að halda, þá væri það trygging fyrir betri stjórnmálamönnum.

Fyrst evran tryggir hvorki stöðugt efnahagslíf né skárri stjórnmálamenn, til hvers er þá barist?


mbl.is Munu skoða hugmynd um Gjaldeyrissjóð Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Til hvers er þá barist? Fyrir þægilegum innistörfum handa útvöldum evrókrötum kannski?

Var að skoða laus störf hjá nýopnaðri sendiskrifstofu ESB á Íslandi... prýðileg laun í boði á íslenskan mælikvarða, enda ódýrt fyrir þá eftir gengisfellingu krónunnar...

Guðmundur Ásgeirsson, 11.3.2010 kl. 03:55

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, ætli það sé ekki megintilgangurinn, að koma nokkrum evrókrötum í þægilega innivinnu hjá ESB.  Ekki er a.m.k. um svo mikla atvinnumöguleika fyrir aðra að ræða í sýslum stórríkisins.

Axel Jóhann Axelsson, 11.3.2010 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband