Skilja stjórnvöld hvorki kannanir né kosningar lengur?

Samfylkingin hefur frá stofnun verið algerlega eins máls flokkur, þ.e. að verða ESB undirlægja, en að öðru leyti snúist eftir skoðanakönnunum hverju sinni.  Því vekur það mikla furðu, að nú skuli flokkurinn hvorki þykjast skilja vilja þjóðarinnar eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna, né nýja skoðanakönnun MMR.

Skoðanakönnunin endurspeglar algerlega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, en 98% þeirra, sem afstöðu tóku, sögðu NEI og sá fjöldi jafngildir um 60% allra þeirra, sem á kjörskrá voru, en þátttaka í kosningum er þó aldrei 100%, heldur nær 85%.

Skoðanakönnun MMR sýnir að 60% landsmanna telja, að íslenskir skattgreiðendur eigi ekki að taka á sig byrðar vegna skuldbindinga einkabanka né tryggingasjóðs þeirra.  Stjórnvöldum ber skylda til að taka fullt mark á þessari afstöðu skattgreiðenda og þeim á ekki einu sinni að detta í hug að reyna að hneppa þjóðina í skattaánauð til áratuga, fyrir erlenda fjárkúgara, því skattgreiðendur hafa risið upp og eru tilbúnir til að berjast fyrir hagsmunum sínum og lagalegum rétti landsins.

Hvenær hætti Samfylkingin að laga stefnu sína að skoðanakönnunum?

Fróðlegt verður að fylgjast með, hvort verður yfirsterkara, þrjóska Jóhönnu og afneitun staðreynda, eða vinsældakapphlaupið í takt við skoðanakannanirnar.


mbl.is Skýr skilaboð í Icesave-könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Nei, stjórnin skilur þetta ekki þrátt fyrir nær 100% NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það ætti svosem ekki að þurfa neitt gáfnaljós til að átta sig á því sem er augljóst nær því öllum íbúum þessa lands nær hundraðprósent.. Stefnu og samningi stjórnvalda studdu rúmlega 1% greiddra atkvæða. Afneitun af stærðargráðu sem tæplega hefur sést áður - ótrúlegt að ekki sé kallað til Þjóðstjórnar strax. Ætli Ólafur viti ekki af þessu? :-)

Steingrímur leyfði sér einnig eftir að úrslitin lágu fyrir að horfa á sína Já bræður (rúm 1% ef einhver skyldi hafa gleymt því) og láta sem hann væri svo sannfærður og hugsi þegar hann sagði eitthvað á þá leið að hann væri nú bara svo hissa að svona margir hefðu sagt já!

Þetta var hreint ótrúlegt að horfa uppá, kátbroslegt,en samtímis svo alvarlegt þar sem hann og Jóhanna átta sig ekki betur á sínum vitjunartíma, hreint með ólíkindum.

Þjóðstjórn takk og það strax. Það augljósa strax.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 10.3.2010 kl. 09:40

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Hvernig stendur á því að ítarleg lögfræðiálit sem fengin voru mæltu eindregið gegn því að farið yrði með þennan ágreining fyrir dóm?

Hvernig stendur á því að enginn einasti þjóðarleiðtogi eða ríkisstjórn hefur tekið undir þetta sjónarmið?

Getur verið að þessi 60% hafi rangt fyrir sér?

Skeggi Skaftason, 10.3.2010 kl. 09:55

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, það er ótrúlegt að stjórnarliðar skuli láta eins og ekkert hafi ískorist með þjóðaratkvæðagreiðslunni.  Hún var svo afgerandi, að það er furðulegt að heyra fólk tala um hana, eins og Jóhanna og Steingrímur leyfa sér að gera.

Annað hvort er afneitunin svona alger, eða þeim finnst algerlega óbærileg tilhugsun að þurfa að játa á sig, ekki bara mistök, heldur líka klúðursleg vinnubrögð, jafnt í þessu máli sem öðrum.

Axel Jóhann Axelsson, 10.3.2010 kl. 09:55

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Innilega sammála hérna.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.3.2010 kl. 09:58

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Skeggi, það hafa ýmsir lögspekingar, íslenskir og erlendir skrifað lærðar greinar um réttarstöðu Íslands í þessu máli, sem allar benda á það sama:  Það er ekki og á ekki að vera ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum

Hvernig stendur á því, að það eru Bretar og Hollendingar, sem ekki hafa viljað að þetta mál færi fyrir dómstóla?

Allir þjóðarleiðtogar Evrópu (flestir innan ESB) standa saman um um að styðja "sína" menn gegn minni máttar, enda vanir að drottna yfir öðrum og að minni þjóðir sitji og standi, eftir þeirra höfði, enda vilja þeir ekki sjá að fara dómstólaleið.

Í lýðræðisþjóðfélagi er ekki spurt um hvort 60% meirihluti hafi rétt eða rangt fyrir sér, að ekki sé minnst á 98% þeirra, sem afstöðu taka í kosningum.  Meirihlutinn ræður, enda væri annars um kúgun minnihlutans að ræða og slíkt tíðkast ekki nema í einræðisríkjum.

Axel Jóhann Axelsson, 10.3.2010 kl. 10:06

6 Smámynd: Sigurður Heiðar Elíasson

halló, þetta voru ekki kosningar til að sjá hvort þú styddir einhvern einasta flokk. það er bara kjaftæði

Sigurður Heiðar Elíasson, 10.3.2010 kl. 10:51

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, hvar kemur fram, að einhver líti á þjóðaratkvæðagreiðsluna sem stuðning við ákveðna flokka?  Þetta er hinsvegar spurning um hvort forystumenn sumra flokka skilji ekki niðurstöðuna, eða vilji ekki skilja hana, jafnvel þó hún sé staðfest í skoðanakönnunum, sem ákveðnir flokkar hafa hlaupið eftir, fram að þessu.

Axel Jóhann Axelsson, 10.3.2010 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband