Það var lán í óláni að lánið var borgað með láni

Björgólfsfeðgar mótmæla því hástöfum, að þeir hafi ekki borgað lánið frá Búnaðarbankanum, sem þeir fengu í tengslum við kaupin á Landsbankanum, sem aftur lánaði S-hópnum til að kaupa Búnaðarbankann. 

Þeir segjast að sjálfsögðu hafa greitt þetta lán upp í topp á árinu 2005, en að vísu fengið annað lán svipaðrar upphæðar til að kaupa eitthvað allt annað, án þess að muna nákvæmlega hvað það var.  Þess vegna er upphalega lánið alls ekki í vanskilum, heldur er lánið sem var tekið til að koma gamla láninu í skil í vanskilum og þar sem svo vildi til, að heimsins óréttlæti setti allt batteríið á hausinn á haustdögum 2008, er hvorki hægt að borga þetta lán, né önnur, sem voru tekin til að borga einhver allt önnur og eldri lán.

Svona gengu öll viðskipti banka- og útrásarbraskara, þ.e. að lán voru tekin til "kaupa" á hverju sem var og sama hvað það kostaði og svo voru þau lán borguð með nýjum lánum, sem hækkuðu við hvern snúning, vegna þess að þá þurfti alltaf að lána líka fyrir áföllnum vöxtum og því hlóð boltinn alltaf utan á sig, við hvern einasta hring, sem hann skoppaði.

Það var mikið lán fyrir alla, þegar alltaf var hægt að fá nýtt lán og ólánið dundi fyrst yfir, þegar ekki fékkst neitt lán lengur og einhverjum datt í hug að ætlast til þess að lán yrðu borguð til baka.


mbl.is Samson greiddi lánið árið 2005
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Lán á lán ofan endar alltaf með óláni.

Það tók ansi langan tima hjá þessum herramönnum að sjóða þessa sögu saman, en þrátt fyrir allan þennan tíma er þetta hlægileg tilraun til hvítþvottar.

Halda þessir snillingar að almenningur sé FÁBJÁNAR eins og einn ágætur þingmaður telur 5% þjóðarinnar vera?

Ég held að það væri best fyrir þessa herramenn að þegja og sýna samstarfsvilja og skila góssinu.

Hamarinn, 9.3.2010 kl. 20:11

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Voru banka- og útrásarruglararnir ekki innan við 5% þjóðarinnar.  Ætli það hafi verið þeir, sem Þráinn var að tala um?

Axel Jóhann Axelsson, 9.3.2010 kl. 20:16

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Náum þeim ekki gefast upp þeir eiga ekkert gott skilið þessir menn hvar sem til þeirra næst.

Sigurður Haraldsson, 9.3.2010 kl. 20:26

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Dómstólarnir ná til þeirra áður en yfir lýkur.  Það er rétti vettvangurinn til að útkljá þeirra mál.

Axel Jóhann Axelsson, 9.3.2010 kl. 20:34

5 Smámynd: Hamarinn

Hefur þú trú á því Axel að dómstólarnir muni dæma þá, hvað þá heldur að saksóknari muni ákæra þá?

Hamarinn, 9.3.2010 kl. 20:35

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Axel, Þú rekur hér í stuttu máli hvernig allt bankakerfi vesturlanda virkar í raun og veru. Það eina sem aðskilur Ísland er að við eigum svo sniðuga "fjármálaverkfræðinga" að þeim tókst að blása blöðruna út margfalt meira en dæmi eru um og framleiddu þar af leiðandi stærsta hvellinn sem sögur fara af sé miðað við stærð hagkerfisins. Svo voru þeir eflaust líka tilbúnir að grípa bestu bitana þegar allt sprakk án þess að ég hafi það nákvæmlega á hreinu.

Þessu kerfi þurfum við að losna undan, ekki endurreisa það! Annars á sama sagan eftir að endurtaka sig.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.3.2010 kl. 20:37

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, ég hef fulla trú á dómskerfinu.  Þeir verða örugglega ákærðir, en þeir munu hafa efni á því að ráða allrar helstu lögmannsstofur landsins til að verja sig, þannig að það mun örugglega taka langan tíma, að velta málunum í gegnum dómskerfið.

Þess vegna munu málin ekki verða kærð, fyrr en að lokinni ítarlegri rannsókn, sem mun taka talsverðan tíma.

Baugsmálið fyrsta hræðir.

Axel Jóhann Axelsson, 9.3.2010 kl. 20:39

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðmundur, auðvitað var allt fjármálakerfið orðið að einni risastórri blöðru, eða réttara sagt að risastórum blöðruvendi og þess vegna eru ekki alltar blöðrurnar sprungnar enn.   Sú íslenska var orðin svo stór í samanburði við hagkerfið, að sprengingin gat aldrei orðið annað en risastór.  Margir mökuðu krókinn á meðan blaðran var blásin upp og eins fyrst eftir að hún sprakk.  Það dæmi allt saman verður að gera upp fyrir dómstólunum, með niðurstöðu, sem þjóðin getur sætt sig við.

Eftir hrun, var alger della að endurreisa þrjá banka.  Strax hefði átt að sameina nýju bankana í einn, eða í mesta lagi tvo, því stærra bankakerfi þarf Ísland ekki.  Því fleiri bankar, því meiri hætta á endurtekningu á vitleysunni.

Þar að auki er ríkisstjórnin að setja fordæmi um ríkisábyrgð á einkabönkum, en tveir nýju bankanna eru í eigu erlendra vogunarsjóða og lítið spennandi fyrir íslenska skattgreiðendur að vera ábyrgir fyrir þeirra gerðum í framtíðinni.

Axel Jóhann Axelsson, 9.3.2010 kl. 20:49

9 Smámynd: Hamarinn

Við skulum vona að tekið verði á þessum snillingum,. Vissulega hræðir Baugsmálið, en ef það væri að koma upp núna yrðu þeir drullusokkar dæmdir sekir, dómstólar þorðu ekki að taka á þeim.

Hamarinn, 9.3.2010 kl. 22:44

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Allar sakir verða fyrndar og engar eigur til þegar dómstólar eru komnir að niðurstöðu og við gerum ekkert í málunum!

Sigurður Haraldsson, 9.3.2010 kl. 23:56

11 identicon

Þetta reddast allt.

Bjöggi Halldórs (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 00:00

12 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það héldu bankarnir þegar þeir voru að sigla í þrot!

Sigurður Haraldsson, 10.3.2010 kl. 00:27

13 Smámynd: Hamarinn

Þeir héldu það ekkert, þeir vissu að allt var að fara fjandans til og létu ábyrgðir niður falla og fluttu allt fé sem þeir komust yfir burt.

Hamarinn, 10.3.2010 kl. 00:47

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað vissu bæði banka- og útrásarmenn í langan tíma hvert stefndi.  Eignatilfærslur og undanskot úr einu fyrirtæki í annað voru stunduð í allt að ár fyrir hrun, þannig að þeir voru vel undirbúnir.  Einmitt þess vegna þarf að hraða öllum rannsóknum sem mest, til þess að ekkert af gerðum þeirra fyrnist, áður er hægt verður að rétta yfir þeim.

Þessi eignaundanskot blasa alls staðar við t.d. allar tilfærslur Bónusfeðga, Wernerbræðra og Bakkabræðra, svo nokkur dæmi séu tekin.  Allt skipulagt og  undirbúið mánuðum saman, löngu fyrir hrun.

Það er ekki að ástæðulausu, sem embætti Sérstaks saksóknara var stofnað og með honum starfar hópur innlendra og erlendra sérfræðinga, þar á meðal Eva Joly og allt gefur þetta mikla von um að á endanum takist að fletta ofan af öllum brellunum.

En eins og áður sagði, Baugsmálið fyrsta hræðir vegna þess að peningaausturinn í vörnina var svo gríðarlegur, og henni tókst að snúa út úr öllum ákærum og teygja þær svo og toga, að á endanum var ekki hægt að sakfella, nema fyrir tiltölulega smá atriði.  Vonandi gengur betur núna, enda hafa rannsakendur Baugsmálið fyrsta, til að læra af.

Axel Jóhann Axelsson, 10.3.2010 kl. 08:36

15 Smámynd: Hamarinn

Bara eitt að lokum. Ekki kalla Bakkavararbræður Bakkabræður, það er móðgun við Gísla, Eirík og Helga. Þeir gerðu engum neitt nema sjálfum sér ofugt við Bakkavararbræður.

Hamarinn, 10.3.2010 kl. 10:47

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það var þó eitt sem Bakkavararbræður áttu skylt með Bakkabræðrum.  Báðir reyndu að bera sólarljósið inn í húsin sín í húfunum.  Það sem skildi að hinsvegar var það, að Bakkabræður uppgötvuðu, að það myndi ekki vera hægt.

Axel Jóhann Axelsson, 10.3.2010 kl. 10:52

17 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Axel, þessir stærstu bankaræningjar Evrópu eru því miður ekki í 5-25% hópnum yfir FÁBJÁNA, þeir eru því miður SNJALLIR glæpamenn - SIÐBLINDIR skíthælar sem sækjast í DÓP (fé) - yfirleitt annara manna fé - þeir hafa auðvitað engan áhuga á að borga eitt eða neytt, enda voru þetta aldrei LÁN heldur var einfaldlega bara um RÁN að ræða.  The best way to steal a bank is to own one!  Þeir feðgar eru eflaust "stórustu bankaræningjar Evrópu" - aðstandendur þeirra eru meðvirkir og hylma yfir ruglið og svo voru veitir styrkir - ekki mútur - til réttu aðilanna til að þeir fengju blint FRELSI til að rupla & ræna hérlendis & erlendis.  Sem betur fer sér þjóðin nú í gegnum þessa SPUNA sem þeir setja fram, oftast í eigin fjölmiða - sbr. Jón Ásgeir - Glitnir - Stöð 2 - Fréttarblaðið o.s.frv.  Samúð mín er öll hjá þeim aðilum sem áttu féið sem stolið var, t.d. lífeyrissjóðir okkar, þýskir bankar sem lánuðu í góðri trú og aðrir sem létu þessa skíthæla leika á sig.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 10.3.2010 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband